Vikan


Vikan - 23.11.1978, Qupperneq 7

Vikan - 23.11.1978, Qupperneq 7
o högg, sem fljótt færðust mjög í aukana, þangað til veggir, gólf og rúmin okkar bókstaflega tóku að skjálfa. Svo bættust við önnur hljóð og rúmin okkar tóku að færast út á gólfið.” Andrue viðurkenndi að honum hefði þótt nóg um allar þessar hreyfingar, en þó ekki orðið óttasleginn. Hins vegar hefði Home sjálfum þótt þetta leiðinlegt og bað „þá” vinsamlegast að hætta þessu. Hinir óséðu andar fóru að vilja miðilsins, en Andrue kvaðst þá hafa farið að finna til eins og stigið væri ofan á fætur sína og ökkla. Rétt á eftir kom hönd á höfuð mér, eins lík hendi úr holdi og blóði sem hugsast gat, en hún var aðeins dálítið köld. Andrue tók þá að spyrja spurninga, en höndin svaraði með því að klappa á enni hans. Ýmsar hendur snertu hann einnig og kváðust tilheyra látnum aettingjum hans. Home dvaldist í þrjú ár í New York. Þótt vísindafélagið þyrði ekki að rannsaka hann og lokaði augum sínum fyrir þessum furðulegu fyrirbærum, urðu þó ýmsir vísindamenn til þess að hætta mannorði sínu til þess að rannsaka Home og stóðst hann allar kröfur þeirra í þrjú ár. En árið 1855 hélt Daniel Dunglass Home til Englands og Frakklands. Frægð hans hafði þá einnig borist á undan honum yfir Atlantsála og biðu tignustu gestgjafar Lundúna, og vitanlega blöðin, hans með mikilli eftirvæntingu. Er skemmst frá því að segja, að Home vakti ekki einungis athygli allra í þessum löndum, heldur vann einnig hylli allra, sem kynntust honum. Hinn frægi enski skáldsagnahöfundur, Sir Edward Bulwer-Lytton, greindi opin- berlega frá sambandsfundum á heimili sínu, þar sem þung borð höfðu snúist við, eins og þau væru fislétt, og ósýnilegir tón- listarmenn leikið kunn lög á hljóðfæri. Hendur þeirra og handleggir efnuðust og Sir Edward fullyrti að hann hefði séð hvers konar hluti færða til af andahöndum. En Home fór víðar. í Florence á Ítalíu sat Orsini greifafrú eitt sinn, þegar hann var viðstaddur, við konsertflygil. Þá lét Home hann lyftast frá gólfi og vera þar í lausu lofti, þangað til greifafrúin hafði lokið að leika tónlistina, sem hún hafði verið að spila. Fyrirbæri þau sem Home sýndi í Florence voru sum svo ótrúleg og áhrifa- mikil að illgjarnt fólk tók að hvísla því að Home væri einn af lærisveinum Satans sjálfs. Gekk þetta svo langt, að Home var búin fyrirsát og særðist fyrir atbeina ókunns árásarmanns. Meðan Daniel Home lá i sárum eftir þessa fólskulegu árás, varð hann fyrir nokkru sálfræðilegu áfalli. Andarnir hans sögðu honum það, að þeir myndu svipta hann hinu mikla valdi til að framkvæma fyrirbæri um eins árs skeið frá 10. febrúar 1856. Þetta reyndist meira en orðin tóm, því þetta tímabil gat hann ekki framleitt eitt einasta fyrirbæri. Þá fluttist miðillinn til Rómar, þar sem hann leitaði huggunar rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hann var þá orðinn fjárvana, veikur og taldi að hinir andlegu hjálpar- menn sinir hefðu illa brugðist sér með því að yfirgefa hann þannig. Kom Home jafn- vel á þessu tímabilj i hug að draga sig útúr vafstri heimsins og ganga í klaustur. Að visu varð kaþólska kirkjan aðalhuggun Homes á þessu tímabili, þegar hann gat engu áorkað, en það breyttist fljótt, þegar leið að endalokum þess. Þegar klukkan sló tólf þann tíunda febrúar 1857, tók rúm Homes aftur að dynja af glaðlegum högg- um andanna hans, sem með því tilkynntu honum, að hinir fyrri hæfileikar hans stæðu nú aftur í fullum blóma. Faðir Ravignan hafði verið skriftafaðir Homes í Róm og góður vinur hans. Hann efaðist ekki um það að athafnir Homes væru gerðar í góðri trú, en hins vegar var klerkurinn algjörlega andvígur öllu sem snerti spiritisma, einmitt þá kenningu, sem Home var sífellt að sanna með fyrirbærum sinum. Þótt Home væri ákaflega þakklátur kaþólsku kirkjunni fyrir að hafa veitt honum vernd í erfiðleikum hans, var grundvöllur fyrir frekara sam- ræmi nú aftur úr sögunni. Evrópa hafði beðið þess full eftir- væntingar að hin furðulegu andlegu öfl leystust aftur úr læðingi eftir þetta auða ár. Þegar Daniel D. Home nú sneri aftur í fullum krafti hæfileika sinna var hann aftur hafinn til skýjanna og náði fyrri frægð þegar í stað. Hann kom fram í hirðum Napóleons III., Evgeníu keisara- drottningar, Murats prins og fékk fullan stuðning alls þessa háborna fólks. Er Daniel Dunglass Home kom aftur til Rómar kvæntist hann Sacha de Kroll, seytján ára dóttur rússnesks hershöfðingja de Krolls greifa. Skáldsagnahöfundurinn frægi, Alexander Dumas, var svaramaður miðilsins. Vígslan var framkvæmd bæði með hætti rómversk-kaþólsku kirkjunnar og hinnar grísk-kaþólsku. Framh. á bls. 47. 47.tbl. Vtkan7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.