Vikan


Vikan - 23.11.1978, Side 9

Vikan - 23.11.1978, Side 9
— Hvernig gengur tveimur listamönnum í svo skyldri listgrein að búa saman? Sigr.: Það gengur alveg ljómandi, en við reynum að tala sem minnst um söng. Við æfum að vísu framburð saman, því Simon er betri í frönsku en ég. Aftur á móti get ég aðstoðað hann við framburð á norrænum tungum. Sim.: Ég var við tungumálanám í Cambridge, þegar ég byrjaði að syngja, og lauk námi mínu þar, áður en ég lagði alfarið út á söngbrautina. sungið með tenór og sópran, og það gefur strax möguleika á fjölbreyttara efnisvali. Sigr.: í fyrra sungum við saman inn á plötu, jólalög, og nutum þar aðstoðar kórs Langholtskirkju. Þar syngur Simon á íslensku. Hann hefur lagt hart að sér við að læra hana, og mér finnst hann hafa náð mjög góðum árangri. Simon: Beygingarnar eru svo erfiðar. Mér varð ekki svo sjaldan fótaskortur á tungunni, þegar ég var t.d. að æfa saman hvítur hestur eða rauð tunga! fíabbað við Sigríði Eiiu Magnúsdóttur og Simon Vaughan, óperusöngvara og nýbakaða foreidra. „Við erum enn ekki búin að fá okkur húsgögn i herbergið hennar önnu Pollu, sem stendur sefur hún i rúmi, sem Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari lánaði henni." Sigr.: Ég var fljótari að ákveða mig hvað sönginn snerti. Þegar ég var 7 ára gömul kom ég fram í útvarpsþætti, þar sem spurt var hvað maður ætlaði að verða. Það var haldin smá æfing á undan, þar sem ég svaraði sannleikanum samkvæmt, að ég ætlaði að verða óperusöngkona. En áheyr- endur hlógu svo mikið að mér, að þegar til kastanna kom þorði ég ekki annað en að segja að ég ætlaði að verða leikfimikennari! — Við gerum lítið af því að gagnrýna hvort annað, nema þegar við æfum með undirleikara. Við syngjum saman eftir þvi sem tök eru á, og gerum mikið af því að leita uppi tónlist, sem hæfir okkur. Það er bara svo lítið til fyrir svona skyldar raddir, mezzósópran og baritone. Við höfum — Okkar starfsgrein hefur í för með sér mikil ferðalög, og það vissum við bæði áður en við giftum okkur. Við verðum oft að vera langtímum saman í burtu hvort frá öðru. Þetta er kannski ekki æskilegt, en maður lærir fljótt að laga sig eftir þessum aðstæðum og sætta sig við þær. — Þið hafið bæði tekið þátt í söngva- keppnum, og unnið þar til verðlauna. Hvaða þýðingu hafa slíkar keppnir? — Það er svo mikið framboð á söngvur- um, að þeir verða að nota alla möguleika til að vekja á sér athygli. Gjörsamlega óþekkt- ur listamaður er svo vonlaus, að tónlistar- agentar vilja ekki einu sinni líta við honum, nema hann geti flaggað einhverju sérstöku, eins og t.d. slíkum verðlaunum. Svona keppnir eru mikið taugaálag. Þær eru oftast í fjórum umferðum. í fyrstu umferð byrja um 40-50 keppendur, í þeirri þriðju eru þeir komnir niður í átta, og í þeirri síðustu syngja bara þeir þrír, sem vinna til verð- launa. 1 þeirri umferð er efnisskráin lengst, og venjulega við undirleik hljómsveitar. Sigr.: Ég hef unnið keppnir i Ghent, Toulouse og nú síðast Benjamin Britten keppnina í London, en það eru mikil- vægustu verðlaunin mín til þessa. Britten keppnin er alveg í sérflokki, efnisskráin mun lengri en í venjulegum keppnum, og eingöngu ljóðasöngur. Eins og við sögðum áðan fylgir þessu mikil taugaáreynsla, þó maður læri smám saman af reynslunni betur þá tækni, sem svona keppnir krefjast — Við gripum tækifærið til að taka þátt í námskeiði, sem Gérard Souzay hélt nýlega fyrir íslenska söngvara. Margir undra sig á þvi, hvers vegna söngvari sem lokið hefur Anna Polla 17 daga gömul 17. júni með ömmu sinni, Leopoldínu Bjarnadóttur, og móðuisystur, Sigrúnu, sem var einmitt fjallkona Kópavogs þennan dag. námi heldur stöðugt áfram að læra. En sannleikurinn er sá, að náminu er aldrei fyllilega lokið. Ekki kannski hvað sjálfan sönginn snertir, heldur túlkunina. Og söngvari éins og Souzay er ekki á hverju strái. Túlkun er auðvitað einstaklings- bundin, en til þess að hún nái til áheyrenda verður tæknin, eða okkur liggur við að segja sviðsbrögðin, að vera sem fullkomn- ust. Þetta getur enginn kennt nema sá, sem hefur margra ára reynslu í sviðs- ljósinu, og þetta er ekki hvað þýðingar- minnsta atriðið fyrir söngvara. — Hefur móðurhlutverkið ekki haft áhrif á hlutverk þitt sem starfandi söng- konu? Sigr.: Jú, óneitanlega. Á fyrstu 47. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.