Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 10

Vikan - 23.11.1978, Page 10
 mánuðum meðgöngutímans var einmitt óhemju mikið að gera hjá mér. Ég var óskaplega lasin og óhress fyrstu vikurnar, þó ég gerði mér ekki alveg strax grein fyrir þvi, að það var Anna Polla, sem boðaði þannig komu sína. Hún var svo sannarlega ekki með á dagskránni hjá okkur, bless- unin! Ég var nýbúin að taka þátt í stórri listahátíð í Belgíu, og var að undirbúa mig fyrir Britten keppnina. Flestar konur verða gripnar hinni furðu- legustu áráttu á meðgöngutimanum, eins og t.d. óstöðvandi löngun í súrar gúrkur. Mér til mikillar skelfingar fékk ég algjört ógeð á söng! Ég vildi helst ekki opna munninn. Þegar ég var komin um sex mánuði á leið, þurfti ég í söngferðalag til Ameríku. Ég tók mig saman í andlitinu og æfði í hálfan mánuð fyrir ferðalagið, þó mig langaði síst af öllu til þess. Tónleikarnir voru á vegum The Liederkranz Society, sem er eitthvert elsta og virðulegasta tónlistarfélag New York-borgar, eiga meira að segja sinn eigin sal. Ég var orðin svo umfangsmikil, að þeir héldu að ég hlyti að vera Wagnersöngkona! Eftir þetta átti ég að syngja á tónlistar- hátíð í London, en ég treysti mér ekki til þess. Ákvað að þegja fram yfir fæðinguna. Hún é íslandi, og hann ð Englandi, og hvorugt farið að syngja . . . Foreldr- amir á svipuðum aldri og Anna Polla er núna. io Vlkan 47, tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.