Vikan


Vikan - 23.11.1978, Side 12

Vikan - 23.11.1978, Side 12
Að þessu leyti er söngurinn heppilegt starf, ég get sjálf ráðið æfingatíma mínum að mestu leyti, og tónleikar fara oftast fram á kvöldin. Hins vegar verður erfiðara um vik með ferðalög, og sem kona og móðir verð ég auðvitað að skipuleggja tíma minn af enn meiri nákvæmni en fyrr. — Hvernig gengur að sameina búsetu í Iveimur löndum? — Það er sem betur fer stutt milli Lundúna og Reykjavikur, ekki nema 2 1/2 tíma flug. Þetta er varla meira en að skreppa upp i Borgarfjörð. Gallinn er bara sá, að það eru ekki beinlínis strætisvagna- prísar hér á milli, eins og t.d. Lakerflugið milli New York og Lundúna. Við getum ekki leyft okkur að skreppa hingað í helgar- ferð. En kannski beytast fargjöldin í framtíðinni. Við viljum vera eins mikið á íslandi og við getum, þó starf okkar bindi okkur við London. Anna Polla var skirfl 25. júni i Höskólakapellunni, af söra Gunnari Árnasyni, og hlaut nöfnin Anna Leopoldina Sólveig. Hér heldur fjölskyldan upp ó atburðinn. Taiið frð vinstri: Þórdis Jónsdóttir, amma og afi f Englandi, Katharine og William Vaughan, Sigriður mefl únnu Pollu, amma og afi ó Íslandi, Leopoldfna og Magnús Pétursson og litil frœnka, Kristín Karlsdóttir. Sigr.: Simon getur ekki verið lengur en viku núna, þar sem hann er að undirbúa tónleika í London. Ég átti að syngja hér í Orfeus og Euredice. Henni var ekki aflýst fyrr en í byrjun september, og þá var of seint fyrir mig að gera aðrar ráðstafanir. Svo að ég ætlað að njóta þess að vera heima með Önnu Pollu um tíma. — Hafið þið hjónin sama tónlistar- smekkinn? Sigr.: Nei, ekki alveg. Ég á erfitt með að gera upp á milli óperu og ljóðasöngs, þó það tvennt sé mjög ólíkt. Ljóðið krefst mikillar sköpunargáfu. Stutt ljóð segir kannski sömu söguna og ópera gerir á heilu kvöldi, og það krefst mikillar nákvæmni í túlkun. Óperan krefst aftur á móti meiri líkamlegrar áreynslu, maður er á sviðinu kvöld eftir kvöld, og verður alltaf að vera jafn vel upplagður. Simon er ekki jafn hrifinn af óperu og ég, hann hefur meira dálæti á óratóríum. Það „Heyrðu, er þetta ekki þjónninn, sem við pöntuðum hjá fyrir kiukkutíma?" 12 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.