Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 48

Vikan - 23.11.1978, Page 48
Hann var fullur af fjöri, og þannig munu aðdáendur hans ætið minnast hans. Hann átti það jafnvel til að henda trommunum sínum niður af sviðinu á tónleikum. í þessu húsi (mynd til hægri) átti hann heima, á efstu hæðinni. Örin vísar á herbergið, sem hann lést I. Dauði hans var í samræmi við líf hans. 7. september, á hádegi, fann hin sænska unnusta hans, Annette Walter- Lax, hann látinn í rúminu. Kvöldið áður hafði hann verið í miklum gleðskap hjá Paul McCartney. Dauðaorsök: Of mikið af kampavíni og of stór skammtur af róandi lyfjum. Paul McCartney hafði boðið til veislu í tískuveitingahúsinu Peppermint-Park i London til að minnast þess að 18 ár voru liðin frá dauða Buddy Holly. Meðal gesta voru stjörnur eins og Jimmy Page í Led Zeppelin, Gilbert O’Sullivan, Leo Sayer og Keith Moon, hinn frægi trommuleikari hljómsveitar- innar Who. Sá síðastnefndi notaði tæki- færið til að opinbera trúlofun sína og hinnar sænsku Annette. Klukkan tólf á miðnætti átti að frumsýna mynd um Buddy Holly í Leicester Square Odeon. Þangað kom Keith með Annette. Hann tróð sér hlæjandi gegnum mannþröngina og kyssti aðdáendur sína. Engan grunaði, að þetta væru síðustu stundir hans. Síðan var veislunni haldið áfram, og þau nýtrúlofuðu fóru heim klukkan fjögur um nóttina. — Hann var orðinn nokkuð þvoglumæltur og augun starandi. Við héldum að það væri af áfengisneyslu, sögðu viðstaddir, er fréttist um dauða hans. Um klukkan þrjú næsta dag reyndi unnusta hans svo árangurslaust að vekja hann í átta herbergja íbúðinni, sem hann átti I glæsihverfinu Mayfair. Seinna lýsti hún þvi svo fyrir blaða- mönnum, hvernig nagandi ótti hennar varð að vissu. — Andlit hans var náhvítt og ískait, sagði hún grátandi. Hún hringdi í heimilislækni Keiths, sem pantaði strax sjúkrabil. En allar tilraunir til að lífga hann við reyndust árangurslausar. Tóm pilluglös fundust við rúm hans. Opinber dauðaorsök var talin óheppileg áhrif áfengis og róandi lyfja. Hann var fluttur með hraði á Middlesex sjúkrahúsið, en þar var ekk- ert hægt að gera nema úrskurða hann látinn. Nágranni Keiths Moon, sem sá hann borinn út í sjúkrabílinn, sagði: — Maðurinn á börunum leit út eins og sextugt gamalmenni. Stúlkur, sem af tilviljun urðu vitni að brottflutningi hins fræga trommu- leikara, hnigu grátandi niður á götuna. Keith Moon átti það sameiginlegt með stórstjörnum eins og Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix og Brian Jones að brenna lifskertið í báða enda, 48 Vikan 47. tbl. KEITH MOON: sem er vísasti vegurinn til ótímabærs dauða. Keith var frægur fyrir svallveislur sinar og furðuleg uppátæki, eins og að sprengja salerni í loft upp með flug- eldum, klifra upp ellefu hæðir til að bjóða Mick Jagger góðan daginn og aka skrautvagni sínum inn í hótelanddyri, alveg upp að afgreiðsluborðinu. En alltaf greiddi hann þann skaða, sem hann olli. Það sem gerði þennan harmleik þó ennþá athyglisverðari, er að Mamma Cass dó í sömu íbúð fyrir nokkrum árum. Hún kafnaði í brauði meðskinku. HANS DAUÐI Keith Moon elskaði dulargervi. Hér sjáum við hann sem „The gentleman”. — Við erum alveg miður okkar vegna dauða Keiths, og við vitum ekki hvernig áframhaldið verður. Það er alveg ómögulegt að finna trommuleikara, sem getur komið í staðinn fyrir „Moonie”, sögðu félagar hans í hljómsveitinni Who við fregnina um þennan sorgar- atburð. Sgt. Pepper: LÉLEGIR DÓMAR; MÁLAFERLIOG 90 SÍÐNA SAMI Kvikmyndirnar Saturday Night Fever og Grease, sem Robert Stigwood er framleiðandi að, hlutu eins og kunnugt er mjög góðar viðtökur. Veldi Stigwoods, sem eitt sinn var likt við Brian Epstein, umboðsmann Bitlanna, er nú orðið miklu meira en áhrif Epsteins nokkurn tíma og þvi virðist hann geta leyft sér hvað sem er. Allt sem hann kemur nálægt verður að peningum. Kvikmyndin Sgt. Pepper fékk hins vegar einhverja þá lélegustu dóma, sem kvikmynd hefur fengið i Bandaríkjunum á síðari árum og er þó af nógu að taka. Síðan fylgdu málafcrli i kjölfarið. Peter Frampton krafðist þess, að nafn hans yrði ritað með stærri og meira áberandi stöfum en nöfn bræðranna i Bee Gees. Þannig var samningurinn gerður áður en vinna við kvikmyndina hófst, en þá var Peter Frampton líka mun stærra nafn en Bee Gees-bræður. Bardaginn hélt áfram, því það kom í Ijós, að nánast

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.