Vikan


Vikan - 23.11.1978, Qupperneq 51

Vikan - 23.11.1978, Qupperneq 51
Notaflu sagulstálifl öspart, hvarsu kjónalegt sem þér kann afl þykja það. Tjakkaðu bilinn vel upp og skoflaðu undirvagninn nákvœmlega, bœfli afl framan... ... og aftan. með verið. Vertu óhræddur við að renna segulstálinu yfir allan bílinn, það er aldrei að vita hversu svikin yfirbyggingin er. Frambrettin þurfa sérstakrar athugunar við, því einhverra hluta vegna ryðga þau fyrst og mest. Raki í teppum á gólfi bílsins og farangursgeymslu er merki þess að bíllinn sé óþéttur með- fram gluggum og hurðum og haldi þar af leiðandi illa regni, ryki og roki. En slíkt er mikill ókostur á bílum sem notaðir eru á úthafseyjum. Vélina skal athuga heita Oft verður þrautin þyngri þegar kemur að vélinni, en athugun á henni þarf ekki að vera eins flókið fyrirbæri og þú kannski heldur. Eitt gott ráð er að setja höndina fyrir öndunar- opið, og ef hún verður oliublaut þá máttu bóka að vélin sé orðin léleg. Annað ráð er að athuga hvort olíuljósið kviknar þegar bíllinn gengur sérstaklega hægt. Til að fá fram þennan hæga gang er best að setja bílinn í annan gír, standa á bremsunni og gefa kúplinguna upp. Ef oliu- ljósið kviknar áður en bíllinn drepur á sér skaltu fara og leita þér að öðrum og betri bíl. í reynsluakstrinum er ýmis- legt hægt að athuga. Almennt ástand bílsins má kanna með því að keyra hann á um 40 km hraða, drepa á vélinni og hlusta vel eftir öllum hljóðum sem þá heyrast — i fullkomnum bíl á ekki að heyrast neitt hljóð. Treystu aldrei kílómetra- mælum Jafnvel heiðarlegustu menn standast ekki þá freistingu að skrúfa niður kílómetramælinn i bíl sem þeir eru að fara að selja. Þannig að mælarnir einir sér eru varhugaverð heimild um notkun bílsins. Miklu vænlegra til árangurs er að taka vel i hurðirn- ar og athuga hversu mikið lausar þær eru, slíkt segir sína sögu. Athugaðu einnig slit á armpúðum, pedulum, ljósa- tökkum og yfirleitt öllum þeim hlutum sem eru í daglegri notkun í bílnum. Yfir slitið er erfitt að breiða, auk þess sem innra útlit bílsins segir mikla sögu um hvernig farið hefur verið með hann. Það er náið samband á milli meðferðar og ástands bíls. Skyndiskoðun á verkstæði fyrir lítið Eins og við sögðum frá hér í upphafi þessarar greinar, þá er vonlítið að reyna að selja bíl erlendis án þess að hafa skoðunarvottorð frá verkstæði. Slíkar skyndiskoðanir er þó hægt að fá framkvæmdar hér- lendis, og kosta innan við 7000 kr. Eitt þessara verkstæða er Lukasverkstæðið, Suðurlands- braut 10, í Reykjavík. Að sögn forráðamanna þess, er mjög lítið um það að seljendur eða kaupendur notaðra bíla komi með þá í skyndiskoðun áður en viðskipti eru gerð. Fyrir nokkrum árum var reynt að koma á samstarfi á milli verkstæðisins og nokkurra bílasala í Reykjavík. Árangur- inn varð sá, að næstum enginn bíll seldist sem farið hafði í gegnum slíka skyndiskoðun. Enda eðlilegt að ýmislegt sé ekki eins og það á að vera þegar athuguð eru rúmlega 70 atriði í gömlum bíl. Annað vandamál sem fylgdi þessum skyndi- skoðunum var, að einatt kom til handalögmála á milli kaupanda og seljanda um hvor þeirra ætti að borga skoðunina. Kaupand- inn, sem yfirleitt dró kaupin til baka og strunsaði út þegar hann sá niðurstöður skoðunarinnar, hafði að sjálfsögðu engan áhuga á því að borga, og því síður seljandinn sem kenndi skoðun- inni um að annars góð viðskipti væru farin út um þúfur. Olli þetta einatt slagsmálum og stundum oftar en einu sinni á dag. Skyndiskoðanir sem þessar eru ein af fáum tryggingum sem kaupendur notaðra bíla hafa fyrir góðu ástandi bíls sem þeir hafa augastað á. En mönnum skal bent á að fara með bílinn í slíka skoðun áður en kaupsamn- ingur er undirritaður, því það er of algengt að menn komi með nýkeypta bíla sína í skoðun, og komist þá að því að þeim er í mörgu ábótavant. Blasir þá ekkert við nema fjárhagstjón eða málaferli — og hver hefur áhuga á því. EJ 47. tbl. Vikan 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.