Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 54

Vikan - 23.11.1978, Page 54
3. HLUT/ Úrdráttur „Þú gætir fengið ibúðina mina í Raven Gardens á meðan ég er i burtu,” sagði Rosamond Rae snöggt. Þetta var mjög frcistandi tilboð. Harriet Lane þurfti nauðsynlega á íbúð að halda strax. En hún þekkti Rosamond næstum ekkert. Það eina, sem hún vissi um hana, var að hún hafði skrifað nokkrar frábærar smásögur. Harriet vann hjá bökmennta- umboði og hafði tekið að sér að koma sögum Rosamond á framfæri. Rosamond sagðist fara til Parisar siðdegis þennan sama dag og hvert hún færi síðan, eða hvenær hún kæmi til baka, var allt óákveðið. Hún varaði Harriet mjög ákveðið við eiganda hússins, frú Mander, og sagði hana snuöra um annarra hagi. Það kom Harriet óþægilega á óvart að frú Mander var gáfuð, vel menntuð og vingjarnleg, vinnuveitandi og náfrænka Rosamond, og hún hafði reyndar annast uppeldi hennar. Harriet ákvcður að flytja inn þrátt fyrir allt og kemst strax í kynni við einn af leigjendunum, hinn aðlaðandi Bryn Kester. Harriet hristi höfuðið, ófær um að svara. Bryn skálmaði fram hjá henni og hún elti hann aðeins inn fyrir dyrnar og horfði á hann fara inn í eldhúsið og baðherbergið, án þess að hann sæi nokkuð til hins óboðna gests. Hann kom til baka og starði á hana kuldalegur og tortrygginn, eins og hann héldi að hún hefði átt einhvem þátt í þessu, eða að minnsta kosti gert eitt- hvað, sem hefði orsakað þetta. Bryn náði í töskurnar hennar og, innkaupapokann og bar það inn, fór síðan fram í eldhús og náði í tvö glös, sem hann setti á skrifborðið hennar. ,,1 guðanna bænum sestu niður,” sagði hann ergilegur. Síðan hvarf hann inn í sina íbúð og kom aftur með viskíflösku. Allt í einu fann Harriet að hnén skulfu og hún lét fallast niður í næsta stól. Þegar hún lyfti hendinni máttleysislega, sá hún að hún hélt á glasi. Bryn sat hinum megin við skrifborðið og virti hana fyrir sér en urraði svo: „Jæja?” Hann var greinilega ergilegur, hvort sem það var vegna hennar eða bara yfir þvi að vera truflaður, hún vissi það ekki. Það hafði þó alla vega ekki verið farið inn í hans íbúð . . Harriet saup nokkra viskísopa og fann að hún var að jafna sig. Bryn Kester hafði verið hér á efstu hæðinni, þegar hún kom heim af skrifstofunni, hugsaði Harriet með sjálfri sér. Það hafði enginn annar verið hér — en auðvitað gat hún ekki vitað, hvenær hinn óboðni gestur hafði komið. Það gæti hafa verið fyrr um daginn, en einhvern veginn fannst henni samt, að það hefði ekki verið langt um liðið. „Ég veit ekki hverju þú vilt að ég svari þessu ,jæja”, ” sagði hún reiðilega. „Ég æpti, þótt það sé ekki vani minn, en hefðir þú ekki gert slikt hið sama?” Hún benti á ringulreiðina í kringum sig. „Ég á við, efþú værir kvenmaður.” Það hnussaði í honum og hann horfði enn á hana vantrúaður. „Heyrðir þú nokkuð áður en ég æpti?”spurði Harriet. Bryn hristi höfuðið og svaraði: „Það er stutt síðan ég kom heim. Ég er að fara út að borða, svo ég fór i bað strax og ég kom heim. Hávaðinn af vatnsrennslinu hefði verið nægilegur til þess að ég heyrði ekki neitt. Samt sem áður . . Hann hleypti brúnum. „Já?” „Ef þú hcfur ekki mætt neinum á leiðinni upp stigann, þá hefur þetta ekki getað gerst eftir að ég kom heim, ekki satt? Mættir þú nokkrum í stiganum?” Bara stúlkunni á annarri hæðinni. Heitir hún ekki ungfú Oliver?” „Patsy Oliver.” Bryn kinkaði kolli. „Hún er ekki likleg til að hafa staðið fyrir þessu. Og það er enginn annar af ibúunum heima núna.” „Enginn?” Hann tók eftir hræðslutóninum í rödd hennar og virti hana rannsakandi fyrir sér. „Ekki nema frú Mander sé komin aftur úr gönguferðinni með hundinn,” sagði hann. „Herra Dean og Patsy Oliver búa á annarri hæðinni. Þau fara bæði heim um helgar, Dean fer beint af skrifstofunni. Á þriðju hæðinni búa tvær fyrrverandi kennslukonur, ungfrú Parsons og ungfrú Weir. Þær eru sem stendur á ferðalagi um Ameriku og Kanada. Þar sem þetta er ekki beinlinis líkt Patsy Oliver, hlýtur sá, sem hér var að verki, að hafa komið og farið fyrir alllöngu.” „Já, þaðeráreiðanlega rétt hjá þér.” Bryn hreyfði sig og baðsloppurinn opnaðist og vöðvastæltur háls hans kom i Ijós. „En samt ertu ekki viss, er það?” „Nei, ég er ekki viss um neitt. Þér fannst Rosamond vera til óþæginda. Þér hlýtur að finnast ég jafn slæm.” Bryn hvorki samþykkti né mótmælti þessu, en sagði snögglega: „Mér virðist þú ekki vera sú manngerð.” „Hvaða manngerð?” 54 Vikan 47-tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.