Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 58

Vikan - 23.11.1978, Page 58
„Augnablik.” Harriet þaut út úr rúminu, skalf í köldu herberginu og flýtti sér í slopp. Hún dró gluggatjöldin til hliðar, þreif hárburstann og burstaði lauslega yfir hárið og opnaði hurðina. „Kæra ungfrú Lane, þú hefur verið sofandi,” sagði frú Mander. „Þú verður að fyrirgefa. Það hvarflaði ekki að mér, að óg væri að vekja þig.” Hún hélt áfram i afsökunartóni: „Ég vildi bara afsaka að ég hef ekki litið til þin fyrr. Ég hef . . . haft óvenju mikið að gera. Það fer vel um þig, vona ég?” Allt í einu breyttist rödd hennar og húnsagði byrst: „Hvaðer nú þetta?” 1 öllum þessum flýti hafði Harriet ekki gætt að sér, þegar hún dró glugga- tjöldin frá. Símadósin undir glugganum blasti við og eins símalinan, sem lá undir dívaninn, þar sem síminn sjálfur var falinn. „Er þetta þinn sími?” spurði frú Mander. „Hvenær var hann tengdur? Og hvers vegna var ekkert minnst á þetta við mig?” „Er þér þetta á móti skapi?” Skærblá augu hennar mættu spyrjandi augnaráði Harrietar. „Nei. Ég — ég held ekki, ekki ef þetta er sér númer og ef þú borgar reikningana og allan kostnað. En ég skil bara ekki hvernig þú gast fengið hann tengdan svona fljótt.” Harriet ákvað, að úr þvi svona væri komið, væri best að útskýra hvernig málum væri háttað. Hún svaraði því: „Síminn var hérna, þegar ég kom.” „Þú átt við, að það hafi verið Rosamond,sem lét tengja hann?” „Þaðgeri ég ráðfyrir.” „En furðulegt að gera þetta án þess að nefna það við mig! Hún hefur þá allan tímann getað hringt og talað við hvern sem er án þess að ég vissi um það.” Það var einna helst eins og Erica TYIMDA HANDRITIÐ Mander væri að tala við sjálfa sig, en það var greinilegt, að þessi uppgötvun gerði henni gramt i geði. „Hún hefði hvort eð er getað það, ekki satt? Ég á við, þú ert hvort sem er ekki alltaf heima.” Harriet langaði mest til að segja „ekki alltaf að hlusta.” Húsráðandinn brosti sínu blíðasta. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég læt ósköp kjánalega. Þaðerbara þetta, aðég lofaði móður hennar að fylgjast vel með henni. Ég verð víst að hraða mér, ef þú vilt hafa migafsakaða.” Erú Mander gekk út og tautaði um leið, að hún vonaði að Harriet yrði ánægð í númer 17 við Raven Gardens. Harriet lagaði kaffi og sat svo í nokkra klukkutima við skrifborðið og las, en ákvað síðan að fara út og ná sér i sunnudagsblöðin. Áður en hún fór, náði hún sér í svartan tvinna og henni fannst hún eins og leikari í lélegri bíómynd, þegar hún strengdi tvinnann fyrir inn- anverða hurðina, rétt fyrir ofan þröskuldinn, og limdi hann með limbandi á hurðarstafina beggja vegna. Ef einhver kæmi inn í íbúðina meðan hún væri í burtu, þá gæti hún að minnsta kosti strax séð það. Það skelfdi hana mjög að eiga kannski á hættu að finna einhvern óboðinn gest í íbúðinni, þegar hún kæmi aftur. En það var þó skárra að láta það ekki koma sér á óvart. Hún fór á næsta blaðsölustað og kom aftur með fimm blöð, þrjú af betri gerðinni og tvö slúðurblöð. Hin fyrr- nefndu keypti hún til að lesa bók- menntagagnrýni en hin síðarnefndu til að komast í kynni við hinn furðulega heim, sem var hvatningarefni ritverka margra viðskiptavina hennar. Harriet lokaði á eftir sér útidyra- hurðinni og lagði af stað upp stigann. En um leið og hún hallaði sér fram á handriðið til að kíkja upp fyrir sig, missti hún annað slúðurblaðið niður i for- stofuna. Un leið og hún kom aftur niður stigann til að ná i það, opnuðust dyr frú Mander, sem gægðist út. „Ó, þetta ert þú, ungfrú Lane. Fyrirgefðu, ef ég hef gert þér bilt við. En það er enginn annar í húsinu. Við erum einar heima um helgina.” „Já, ég vissi það.” Frú Mander beygði sig niður og tók upp dagblaðið, sem Harriet hafði misst. Hún starði á stóra mynd á forsíðunni, en flýtti sér svo að rétta Harriet blaðið. Konurnar tvær brostu hvor til ann- arrar, en Harriet tók eftir að frú Mand- er veittist það erfitt: sami áhyggjusvipurinn og Harriet hafði tekið eftir á föstudaginn, var nú aftur á andliti hennar. Andlit hennar virtist tekið og varir hennarskulfu. „Ungfrú Lane,” sagði frú Mander vandræðalega. „Mundirðu þiggja með mér sérríglas fyrir matinn?” „Þakka þér fyrir. Það vil ég gjarnan.” Forvitni Harriet var nægileg til að hún leiddi ekki getur að því, hvaða áhrif sérrrí hefði á maga, sem einungis hafði fengið tvo bolla af kaffi, og það fyrir þremur tímum. Hún lagði blöðin frá sér á borðið í forstofunni og elti frú Mander inn í herbergið, sem hún hafði boðið henni inn i, þegar hún fyrst kom í húsið. Frú Mander hellti sérríi í glösin og þær lyftu þegjandi glösum sínum áður en þær settust sín hvorum megin við arininn. Það fór ekki fram hjá Harriet, að frú Mander leið illa, og hún sagði þvi: „Fyrirgefðu frú Mander, ég ætla ekki að vera með neina hnýsni, en er eitthvað að? Ég sá þig einn morguninn vera að koma út úr leigubíl fyrir utan húsið. Þú virtist mjögáhyggjufull.” Eftir langa þögn svaraði frú Mander loks og rödd hennar var slitrótt: „Það er kannski best ég segi þér frá því. Þegar þú sást mig hafði ég orðið fyrir miklu áfalli. Það hafði verið framið innbrot á skrifstofunni minni. Starf mitt. . . Ég rek hjónabandsmiðlun. Rosamond hefur auðvitað sagt þér það.” „Nei, það gerði hún ekki. 1 sannleika sagt, frú Mander, þá höfum við frænka þín ekki rætt okkar persónulegu málefni. Ég þekki hana varla. Það að hún bauð mér íbúðina sína var bara einskær tilviljun.” „Ég skil,” sagði frú Mander, eins og við sjálfa sig. „Jæja, hún er líka af- skaplega fljótfær. Allt að því óáreiðanleg... ” Frú Mander fékk sér annað sérríglas, og sat svo þögul, en Harriet beið þolin- móð. Loks tók hún aftur til máls. „Eins og ég sagði þér,” hélt hún áfram, „þá var ég, þegar þú sást mig, að koma frá skrifstofunni. Lögreglan hringdi til mín snemma um morguninn til að segja mér.að gluggi, sem snýr út í bakgarð, hefði verið þvingaður upp og það væru greinileg merki þess, að einhver hefði farið inn um hann. Þeir báðu mig að fara strax og láta þá vita, hvort einhverju hefði verið stolið.” Það varð stutt þögn og báðar hugsuðu sitt, en svo sagði Harriet lágt: „Þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir þig.” „Já. Ég hafði mestar áhyggjur af peningaskápnum, en hann hafði sem betur fer ekki verið opnaður. Þar eru geymdar allar upplýsingar um viðskiptavini mína. Á skrifstofunni höfum við spjaldskrá, þar sem skráðar eru helstu óskir hvers og eins, og aftan á spjaldinu er svo að finna skrá yfir heppi- lega mótaðila. Mjög aðgengilegt i notkun. Það eina, sem á þau er ekki skráð, eru nöfn og heimilisföng þeirra, sem til okkar leita. Einfaldlega til þess að engir aðrir — hreingerningakonurnar til dæmis — engir aðrir en starfsfólkið geti komist í þær upplýsingar. í staðinn notum við númer á spjöldunum. 1 peningaskápnum er svo listi yfir þessi númer, og nöfn og heimilisföng skráð við þau.” „Ég get samt ekki séð — „Ungfrú Lane, flestir viðskiptavinir okkar vildu heldur deyja, en láta það komast upp, að þeir hefðu leitað til hjónabandsmiðlunar,” sagði frú Mander og hendur hennar skulfu. „Var eitthvað eyðilagt?” spurði Harriet. „Kortin rifin — eða eitthvað slikt?” „Ekki rifin, nei. En þeim hafði verið hent út um alla skrifstofu, sem þýddi það, að óhemju verk var að koma öllu í samt lag. Ég hef verið að þangað til í dag — að reyna að koma þessu í rétt horf.” Harriet hugsaði með sér, að það væri erfitt, einum of erfitt, að trúa því, að það væri algjör tilviljun, að bæði hafði verið brotist inn i íbúð Rosamond og á vinnu- stað hennar. í skyndi fór hún i huganum yfir allt, sem hafði gerst. Kannski ætti hún nú að segja frú Mander frá því, sem gerst hafði uppi. Eins og á stóð ákvað hún að segja ekkert. Vesalings konan hafði meira en nóg á sinni könnu þegar, bæði þessi skyndilega brottför frænku hennar. og svo innbrotið á skrifstofuna. Harriet velti vandamálinu fyrir sér og reyndi að imynda sér að hverju verið væri að leita, en gafst upp og þagði áfram. Það fór um hana hrollur og frú Mander sagði: „Þér er kalt. Fáðu þér meira sérrí.” „Nei, þakka þér fyrir. Ég verð að fara.” Um leið og þær urðu samferða fram í forstofuna, sagði Harriet vingjarnlega: Framhald i næsta blaði. 58 Vikan 47-tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.