Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 28
deila með honum. Hann hafði á til- finningunni að ef hann bæði hana að segja sér meira, myndi hún mögulega þagna alveg. En hún hélt áfram. „Útidyrnar voru opnar. Hún gekk beint inn — neglurnar jafnrauðar og alltaf. Ég fyrirleit mig fyrir það, en ég þóttist vera glöð að sjá hana. Drottinn minn, hún var kjörkuð að koma hingað. . . Hún var sú manntegund sem heldur að allir fyrirgefi henni hvað sem er. Hún sat í þessum stól þarna, reykti sígarett- urnar sínar með gyllta munnstykkinu, og talaði og talaði um hvað mengunin væri orðin ægileg í Miðjarðarhafinu, hvað hún fyrirliti og hataði grikki, hversu dásamlegt það yrði að búa hér.” Rynn sneri sér frá eldinum og horfði fram hjá Mario á ruggustólinn. „Við fengum okkur te þá líka. Hún vildi áfengi, en ég átti ckkert. Te. Og möndlusmákökur." „Þær eru mjög góðar.” „Það þótti henni líka.” Drengurinn fékk sér aðra köku. Það var sterkt möndlubragð af þeim. Eftir augnablik spurði hann: „1 teinu?” Hún kinkaði kolli. Mario, sem saup á teinu á þessu augnabliki, hætti skyndilega við og vissi ekki hvort hann gæti kyngt. „Blásýra.” Drengurinn reyndi að láta bollann ekki glamra við undirskálina. „Wilson hjónin notuðu vinnuher- bergið sem ljósmyndavinnustofu. Ég fann efnið þar þegar faðir minn og ég pökkuðum saman Ijósmyndadótinu þeirra. Eins og ég sagði áðan, ég kann að lesa. Ég las aðvörunina á merki- miðanum.” Það glampaði á te stúlkunnar í elds- bjarmanum. Hún hafði ekki sopið einn einasta sopa af bollanum. Augu þeirra mættust. Hún sagði mjög rólega: „Það er of heitt. Ég setti enga kalda mjólk í mitt.” Mario yfirvegaði hvort hún kæmi auga á að hann var byrjaður að svitna. En hún var að hugsa um móður sína. „Ég get enn séð fyrir mér rauðar neglurnar halda um bollann. Eftir nokkra sopa sagði hún að það væri möndlubragð af teinu sínu.” Bolli Marios skrölti þangað til hann var kominn á öruggan stað á sófa- borðinu. „Auðvitað var möndlubragð af þvi.” Stúlkan sveiflaði hárinu frá augunum „Veistu hvaðég sagði henni?" Andlit Marios skein í birtunni frá eldinum. Hann fann að skyrtan var rennblaut í armkrikunum og skyrtu- bakið gegnvott og límt við hann. „Það eru möndlukökurnar, sagði ég henni. Hún trúði því. Þær eru frá Fortnums, sagði ég. „Indælt,” sagði hún. Og henni fannst það — fannst það verulega indælt. Hún elskaði allt sem kom úr þessum finu, dýru verslunum. Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Hún var vön að skipta um vörumerki innan í kápunum sínum og setja fínni, og hún gekk aðeins með innkaupapoka úr albestu verslununum. Harrods, minnst.” Rynn var í sínum eigin heimi að tala viðsjálfasig. Mario fann kokið herpast saman. Hann var sér hryllilega meðvitandi um hvert skipti sem hann dró að sér andann. Og í hvert sinn háði hann harðari baráttu. „Hvað tók það langan tima?” tókst honum að spyrja. „Mjög stuttan, reyndar.” „Eins og maður verði fyrst syfjaður?” „Svo virðist. Mjög.” Hönd Marios leitaði að gólfinu. Það var stöðugt. Hann brann af hita, hann svitnaði. Honum var erfiðara og erfiðara um andardrátt. Það glampaði á teið í ósnertum bolla Rynn fyrir framan hann. „Ertu þreyttur?” Mario hristi höfuðið til að þræta fyrir þreytuna sem hann barðist við. „Nei,” Röddin var hás. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þú værir það," sagði Rynn. „Það er orðið framorðið.” Hún ætlaði að taka i hönd hans, en hann dró höndina til sín. „Veistu, hvað ég held að væri mjög góð hugmynd? Ég held að það gæti verið mjög snjallt ef þú hringdir i foreldra þina. Segðir þeim að þú sért enn í afmælisveislunni.” „En ég er það ekki —” Hann hóstaði. „En þú sagðir móður þinni það áðan.” Mario hristi höfuðið. Hann vildi ekki hringja. „Ég held það. Ég held að þú ættir að hringja heim. Viltu að ég komi með símann til þín?” „Hvað gott myndi það gera þér?” „Okkur,” leiðrétti hún hann. „Ron frændi minn veit aðég er hér." „Hann segir engum það.” „Hringdu í þau. Segðu að þú sért enn í afmaalinu.” Hann hristi höfuðið aftur neitandi. „Hvað skeði svo? Ég meina með hana?” Einhvern veginn tókst honum að brjótast gegnum þetta myrkviði af orðum, ringulreiðina, vefinn sem hann var sannfærður um að hún væri að reyna að veiða hanní. „Mamma barðist við að ná andanum.” „Og síðan?” „Síðan? Á endanum bara — hlunkaðist hún niður. 1 þessum stól.” Framhald í næsta blaði. Kalmar! í sýningarhúsnæði okkar í Skeifunni 8 sýnum við uppsett baðborð ásamt mis- munandi uppstillingum af þeim fjölmörgu útgáfum KALMAR-innréttinga sem hægt er að fá. kalmar innréttingar hf. SKEIFAN >. REYKJAVÍK SlMI 045 Hinar vinsælu CLASSIC baðskápa- einingar eru fyrirliggjandi á lager. CLASSIC baðskápaeiningarnar eru úr eik og fást bæði litaðar og ólitaðar. Kynnið ykkur möguleikana sem CLASSIC baðskápaeiningarnar frá Kalmar bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.