Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 51
Feigð eða... ? Kœri þáttur! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi um daginn. Mér fannst ég vera að hætta á vinnustað sem ég átti að hafa unnið á ofsalega lengi — ogþað var haldin kveðjuathöfn mér til heiðurs. Mér fannst ég standa og taka á móti gestum. Komu þá til mín tveir strákar EogG með blómvönd með gulum, rauðum og hvítum blómum og gefa mér hann. Ég lét hann í vasa og svo kemur annar strákur S sem ég hef verið ofsalega mikið með í sumar. Hann gefur mér blómvönd með hvítum oggulum blómum, ogfylgirþví bréf, sem ég opna og er það nokkurra síðna langt. Sá ég þá að þetta var ástarbréf og varð ægilega sæl og ákvað að geyma það þangað til ég væri orðin ein. Svo koma til mín vinkonur mínar, M og K og gefa mér líka vönd með gulum og hvítum blómum sem ég lét líka í vasa og einnig blómin frá S. Kemur þá til mín stúlka sem ég hef aldrei séð og réttir mér gult blóm. Hún var ofsalega feimin því mamma hennar var með henni og ýtti henni til mín. Önnur kemur svo sem ég hef heldur aldrei séð og gefur mér hvítt blóm og set ég þessi tvö blóm í sama vasa. Svo stóð ég þarna og horfði á blómvendina standa á borði og dáðist að þeim, hvað þeir væru nú fallegir. Við þetta vaknaði ég. A.J.G. P.S. Er égfeig eða hvað? Það er ekkert tákn í þessum draumi, sem bendir á feigð, hvorki þína eða annarra. Draumur þessi merkir hins vegar tals- verða óvænta atburði í iífi þínu og getur þar brugðið til beggja vona. Vinir þínir munu verða þér til mikillar gleði og ánægju en þó munu illdeilur, sprottnar af öfund í þinn garð, varpa þar einhverjum skugga á. Aðskilnaður við vin eða vini verður þér til hugarangurs um tíma og þú færð óvæntar fréttir af kunningja þínum. Þarna er einnig að finna vísbendingu um fremur skammvinnt ástarævintýri og þú ættir að varast að láta fljótfærni ráða athöfnum þínum í því efni. Mig dreymdi Perla í svampleikfangi Kæri draumráðandi! Fyrir nokkrum árum dreymdi mig draum sem mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig, þ.e.a.s. seinni hluta draumsins því ég tel að fyrri hluti hans hafi þegar komið fram. Ég læt fylgja með það sem ég tel að hann (þ.e. fyrri hlutinn) hafi táknað. Mér fannst lítið svampleikfang liggja á borði og var talsvert löng röð fólks sem stóð umhverfis það og var ég þar á meðal. Sá ég að prjónn var látinn ganga frá manni til manns og hver og einn stakk einu sinni í leikfangið sem var krókódílslíki. Þegar mér var réttur prjónninn fannst mér ég uppgötva að eitthvað dýrmætt væri inni í leikfang- inu og myndi sá eignast það sem hitti á það með prjóninum. Ég sting svo og finn að eitthvað hart verður fyrir prjónsoddinum. Þar sem ég er að streitast við að ná þessum „hlut”upp úr gatinu eftir prjóninn kemur tengda- faðir minn að og býðst til að hjálpa mér sem ég og þáði. Eftir örskamma stund nær hann „hlutnum” og leggur hann í lófa mér. Sé ég þá að þetta er undurfögur perla og þegar ég skoða hana betur sé ég að á hana slær bláum bjarma. Skyndilega er ég stödd úti á götu og hjá mér stendur besta vinkona mín. Ég sé eitthvað glitta á götunni og þegar ég tek það upp er það önnur perla nákvæmlega eins og sú fyrri, nema á hana slær rauðum bjarma. Mér fannst ég halda á báðum perlunum í annarri hendi og kreista fastþví engu vildi ég síður sjá af en perlunum. Þegar ég opna lófann aftur sé ég að þriðja perlan hefur bæst við og er hún mjög dökk og að mér fannst Ijót og jafnvel hættuleg hinum. Ég fleygi henni því í götuna. Næst veit ég af mér þar sem ég þramma í átt að banka, þar sem ég ætla að reyna að fá hólf undir perlurnar mínar tvær. Um leið 'og ég kem að bankanum er mér litið á höndina á mér og sé að hún kreppir svo fast að hnúinn er næstum hvítur. Lengri var draumurinn ekki. Þökk fyrir ráðninguna, J. P.S. Þegar mig dreymdi þennan draum var ég ófrísk af syni mínum sem ég lét heita í höfuðið á tengdaföður mínum (mér fannst nafnið Ijótt og átti raunverulega dálítið erfitt að sætta mig við það). Nú er þessi besta vinkona mín, sem ég nefndi í draumnum, um það bil að fara að ala barn og ég sjálf ófrísk. Ertu sammála mér draumráðandi góður að þetta sé ráðning fyrri hluta draumsins? Ráðning fyrri hluta draumsins er greini- lega komin fram og er þar engu við að bæta. Draumráðandi telur að síðari hluti draumsins sé einnig kominn fram að mestu leyti. Að þú kreppir hnefann svo fast um perlurnar í lok draumsins merkir aðeins umhyggju þína fyrir börn- unum þínum tveimur og erfiðleikana sem allar mæður eiga við að etja við uppeldi barna. Bláa perlan boðar fæðingu sonar en rauði liturinn á seinni perlunni þarf þó ekki að þýða að þú eigir stúlku, heldur getur það verið fyrirboði þess að það barn sé skapstærra og þér á margan hátt kærara en hið fyrra. Draumráðandi er ekki viss um hvað þriðja perlan boðar, hún gæti t.d. boðað þér fósturlát síðar á ævinni. l.tbl. Vlkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.