Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 42
Skýjum ofar... Á íslandi hefur ætíð verið sérlega góður jarðvegur fyrir trú á dulræn efni, allt frá álfum og dvergum, upp í framhaldslíf. Sem betur fer virðast látnir vinir og ættingjar lifa góðu lífi eftir dauðann, miklu betra en hér i vorum volaða táradal. Trú þessi er heldur ekki svo furðuleg, ef á það er litið að landið hefur upp á allt að bjóða til að örva slikar hugrenningar, myrkur, einangrun og fram á siðustu áratugi, harða lífsbaráttu. Og nú er svo sannarlega skarð fyrir skildi í þessum efnum eftir lát okkar mikilhæfasta miðils, Hafsteins Björnssonar. Þess vegna er ofur skiljanlegt að Sálarrannsóknarfélagi íslands sé mikið í mun að fá nýjan í hans stað með hjálp frú Eileen Roberts. Ég verð að játa, að ég hef alltaf verið gripin hinum mesta óhug við tilhugsunina um óvæntar heimsóknir að handan. Enda þjáðst mjög af myrkfælni alveg frá því að ég í æsku var fóðruð á hinum kjarnyrtu þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þær sögur fjölluðu líka flestar um óbilgjarna og ótinda drauga, mjög svo ólíka hinum góðgjörnu og blíðlegu öndum, sem helst koma fram á miðilsfundum, lausir við sorg og sút á hinum eilífu ekrum framhaldslífsins. En eins og allt annað, sem hulið er flestum dauðlegum og langt handan við takmörk mannlegra vitsmuna, hefur trúin á líf eftir dauðann mikið aðdráttarafl. Kannski ekki síst vegna þess, að svo virðist að hafi manni ekki tekist að ná í skottið á hamingjunni í þessu lífi, er næsta öruggt að það takist í því næsta, en það hlýtur að gera fólki mun auðveldara fyrir að sætta sig við dauðann. Til samanburðar má geta þess, að ég hef einu sinni áður farið á fund hjá breskum miðli. Var þar um margt líkt og á fundi frú Roberts, nema hvað sú fyrrnefnda taldi undirritaða hafa ótvíræða miðilshæfileika og sagði i þvi sambandi langa sögu um enska stúlku, sem hafði leiðst út í hina mestu ógæfu og að endingu sjálfsmorð, vegna misnotkunar á hæfileikum sinum. Þetta hafði þó ekki aðrar afleiðingar fyrir mig en að rafmagnsreikningurinn snarhækkaði, þar sem ég þorði ekki annað en að sofa við ljós í fleiri mánuði á eftir. Andarnir létu sem betur fer ekki sjá sig. Frú Roberts var líka fremur óspör á að segja fólki frá blundandi, dulrænum hæfileikum. Til eru mörg afbrigði af skyggnigáfu, svo Handan við gröf og dauða Frú Roberts talar tll fjöldans. 42 Vikan I.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.