Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 26
Hún leit á Mario. Hann yppti öxlum. „Þetta átti að vera brandari." „Það vill svo til að það er rétt. Þess vegna seldi faðir minn allt, safnaði saman öllum þeim peningum sent hann gat náð til, og fór frá Englandi án þess að segja orð við nokkurn mann. Það var síðasta vor. Allt vorið og sumarið ókum við i leigðum bil frá Norður-Karólínu. þar sem Carl Sandburg bjó, og til Maine til að finna þann stað sem mér likaði bezt við.” „Og þá funduð þið þetta?” „Þarftu að vera að fíflast með þessa regnhlíf?” Mario leit niður. Hann hélt á regn- hlífinni eins og hann hélt stundum á stafnum, eins og töfrasprota. „Fyrirgefðu.” Þaðan sem hann sat opnaði hann lokið á viðarkassanum og fleygði regn- hlifinni niður í hann. Hann lét lokið síga niður. „Það var I byrjun september. Fólk var að setja niður hjá sér og streymdi aftur til borgarinnar. Við komum niður þessi trjágöng með þéttum trjánum sent virtust teygja sig hvert á móti öðru og takast I hendur yfir höfðum okkar. Síðan sá ég garðinn fullan af zinníum sem loguðu I litskrúði. Við fórum út úr bilnum og litum inn um gluggana. Það mátti sjá að enginn bjó hér. Faðir minn spurði hvort ég væri alveg viss um að ég gæti eytt næstu þrem árum ævi minnar hér, eins og við höfðum ráðgert. Hann leyfði mér ekki að taka ákvörðun um það fyrr en eftir viku. Hann lét mig hugsa málið mjög vandlega eftir að við höfðum komist að því í gegnum fast- eignaumboðið í þorpinu að húsið var laust. Hann leigði húsið. . . borgaði fyrir það fyrir næstu þrjú árin.” Hún lyfti tebollanum og hrærði i honum með skeiðinni, en drakk ekki. „Gott te,” sagði Mario. „Gott,” sagði hún. „Okkur mun takast að gera englending úr þér.” Þau litu hvort á annað. Aftur hafði eitthvað verið sagt sem fól í sér sam- eiginlega framtíð. „Nærri allan september leit faðir minn vel út, og hafi hann kvalist hryllilega, þá sagði hann aldrei neitt. Hann fór inn í þetta herbergi, lokaði að sér og tók eitthvað inn. Alveg til hins siðasta fórum við í langar gönguferðir um skógarstigana og meðfram strönd- inni. Langar, langar vegalengdir. Eitt sunnudagskvöldið, þegar það var mjög heitt og mollukyrrð, sátum við hér í þessu herbergi í rökkrinu. Hann setti plötu á plötuspilarann. Liszt. Við sátum. Eins og ég segi, hér. 1 einmitt þessu herbergi. Hvorugt okkar sagði orð. Það var þá sent hann tók i höndina á mér og við fórum út í garðinn. Hljóðlátri röddu sagði hann mér að ég væri ekki lík neinni annarri manneskju í veröldinni og að sumt fólk myndi ekki skilja það. Það myndi ekki vilja að ég væri eins og ég er. Það myndi vilja breyta mér. Það myndi reyna að stjórna mér og gera mig að þeirri tegund manneskju sem það vildi að ég væri. Þar sent ég væri ennþá barn, gæti ég lítið annað gert en vera ein, koma mér ekki í vandræði og láta litið fara fyrir mér i heiminum.” „Alein?” Mario sagði orðið eins og það væri aðeins hugtak, eitthvað sem hann gat ekki alveg imyndað sér, og þá ákveðið ekki sem lifsform. „Við höfðum gert ráð fyrir hverju smáatriði,” sagði hún. „Við vissum bæði fullvel að það myndi ekki verða auðvelt. „Gerðu hvað sem þú verður að gera,” sagði pabbi. „Þú verður að berjast á móti þeim með öllum tiltækum ráðum. Liföu af." Hann kyssti mig — þarna úti hjá vínviðnum — og siðan gekk hann burtu milli trjánna og út trjágöngin.” „Hann kom aldrei aftur?” Mario stokkroðnaði og sýndi að hann hefði frekar viljað bíta úr sér tunguna en segja þessi orð. Auðvitað hafði faðir hennar aldrei komið aftur. „1 herberginu þarna — á skrifborðinu hans — fann ég kort — töflur yfir sjávarföllin og strauma bæði i sundinu og hafinu. Hann finnst aldrei.” „Gréstu mikið?” „Það fer eftir hvað þú átt við með mikið. Nei, ég held það ekki.” „Trúirðuáguð?” „Það gæti verið indælt.” „En þú gerir það ekki?” „Ég veit þaðekki.” „Heldur ekki ég.” Hann maulaði aðra köku og skolaði henni niður með tesopa. „Þú ættir ekki að geyma peninga í húsinu,” sagði hann. „Faðir minti og ég opnuðum sameiginlega ávísanareikning. Ég á alveg hreint hrúgur af ferðatékkum.” „Geta krakkar fengið þá?” Hún horfði stöðugt á hann yfir teboll- ann. „Ég var að segja þér að ég hefði þá.” Hún stakk hendinni undir kaftaninn þar sem hún geymdi bréfið. í þetta sinn dró hún upp gullkeðju og hringlaði lykli. Hún brosti næstum þvi þegar hún sveiflaði lyklinum i hringi. „Ég geymi megnið af þeim I öryggishólfi í bankanum.” „Ég hef aldrei heyrt um krakka með ferðatékka áður.” „Ég sagði „hrúgur” en í rauninni þarf ég að láta þá endast i þrjú ár.” Hún lét Vonogvissa Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Ahersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SIBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS 26 Vikan l.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.