Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 5
Snmmftaua Bomkasf l-Ku«a Wainoau und Kellef i Mosel • Saar • Ruwer r■ ■ «7* -\ Ma'gj Rícsling Kabínett J A, P. N/. 2 W7Q3Í '00374 1*75 RIESLING KABINETT Bemkasteler Schlossberg 2.200 kr. 8 stig. Bestu kaup. 1977 BLUE NUN Bereich Bern- kastel 2.000 kr. stig. Mjög góð kaup. 1977 ZELLER SCHWARZE KATZ 2.100 kr. Góð kaup. 1977 BEREICH BERN- KASTEL 2.300 kr. 6 stig 1977 MOSEL- BLUMCHEN 2.300 kr. 1970 MEHRINGER GOLDKUPP Mittelmosel 2.200 kr. .. stig. Ekki drykkj- arhæft. frá Sichel lenti óvænt í öðru sæti gæðamats Vikunnar. Þetta er gæðavín, en nafnið hefur bara miðlungi gott orð á sér, — hefur verið auglýst úr hófi fram. Árgangurinn er 1977, með þeim betri. Þetta vín reyndist í gæðaprófun Vikunnar hafa um það bil jafngóðan ilm og hið fyrrnefnda. Sama er að segja um bragðið, sem var heldur sætara. Hins vegar var liturinn fremur glær og dró hann vinið niður í einkunn. I heild má segja, að þetta hafi verið gott vín. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 7 eða næsthæstu einkunn i þessum flokki. Þar sem vínið kostar mjög lítið á mælikvarða Ríkisins eða 2.000 krónur, verða að teljast mjög góð kaup í því. „ZELLER SCHWARZE KATZ” Frá Frankhof, árgangur 1977, komst i þriðja sæti. Þetta er gæðavín frá þekktu vínræktarsvæði við þæinn Zell og heitir svæðið hinu merkilega nafni: „Svarti köttur”. Ilmur þessa víns var síðri en tveggja hinna fyrri og bragðið ekki í eins góðu jafnvægi. Hins vegar var þetta vín dálítið sér á parti. Mikið var í því af loftbólum og bragðið hafði dálítinn keim af freyðivíni. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 6. Verð þess er 2.100 krónur, svo að hér væri um góð kaup að ræða, ef hin tvö vínin stæðu ekki framar. Hversdagsleg vín, en drykkjar- hæf „BEREICH BERNKASTEL” frá Anheuser, árgangur I977, var í fjórða sæti. Ilmur þess og bragð var síðri en tveggja fyrstnefndu vínanna. Þar á ofan reyndist korktappinn lélegur og erfiður viðureignar. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 6 eða sömu einkunn og Svarti kötturinn fékk. Þetta vín er hins vegar dýrara, kostar 2.300 krónur, svo að það veröur að vikja úr sæti á jöfnum stigum. „MOSELBLÚMCHEN” frá An- heuser, árgangur 1977, lenti í næstsíðasta sæti í gæðaprófun Vikunnar. Þetta er eins konar „Liebfraumilch” Móseldals, búið til úr afgöngum, sem ekki er unnt að selja með nákvæmari staðfæringu. Þetta vín var fallegt, en reyndist hafa lítinn ilm. Bragðið var svipað og á víninu, sem lenti í fjórða sæti. 1 heild má segja, að þetta hafi reynst hversdagslegt vín, alveg frambærilegt og skyggir að minnsta kosti ekki á matinn. Gæðaprófunin gaf vininu einkunnina 5. Því miður er það í dýrasta lagi meðal Móselvína, kostar 2.300 krónur. Þarna er þvi um að ræða ósamræmi milli verðs og gæða. Gamalt vín að hruni komið „MEHRINGER GOLDKUPP” frá Hau (Fischer) er vin frá lítt þekktum akri í Bernkastel-svæðinu. Árgangurinn er 1970 og þótti sæmilegur á sínum tíma, en er núna orðinn of gamall. Þetta var fallegt vín, dýpst allra og gulast að lit. Slík eru oft einkenni gamalla vína. Þegar lyktað var að því, kom svo í Ijós, að ekki var allt með felldu. Ilmurinn var að breytast í fýlu. Þetta staðfestist svo, þegar bragðað var á því. Vínið reyndist flatt, úr jafnvægi, að hruni komið. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 2, sem er greinileg falleinkunn. Verðið er 2.200 krónur, sem er að minnsta kosti 2.200 krónum of mikið. Hér er því greinilega um vond kaup að ræða. Ríkið ætti að athuga þetta mál og taka vínið úr umferð, ef fleiri flöskur reynast sama marki brenndar og sú, sem lenti í prófuninni. Ekkert benti til þess, að hrun vínsins væri tappanum um að kenna í þessari ákveðnu flösku. Athyglisvert er, að vín, sem heitir „Mehringer Goldkupp”, skuli vera selt undir nafninu „Törnicher Engass” i verðskrá Ríkisins. Bendir það til ákaf- lega afslappaðra viðhorfa til staðreynda. Móselvín má velja betur Samanlagt má þó segja, að Ríkið standi sig betur í innkaupum Móselvína en á ýmsum öðrum sviðum. Velja mætti þó saman skemmtilegri blöndu sex vína til að fá margfalda fjölbreytni í framboðið. Til dæmis mætti hafa eitt vín frá þveránni Ruwer og annað frá þveránni Saar. Ennfremur mætti hafa fleiri flokka praktvína en „Kabinett” eitt, t.d. „Spaetlese” og „Auslese”. í staðinn mætti fella brott skemmda vínið, afgangavinið og tvö hin síðri af almennu gæðavínunum. „Riesling Kabinett” og „Blue Nun” mundu sóma sér vel með tveimur hliðstæðum vínum frá Saar og Ruwer og tveimur praktvínum frá Mósel, sætari en Kabinett. Tvennt þarf að benda lesendum á til öryggis. Verð getur hafa hækkað frá ritun þessa texta til birtingar hans. Og þar að auki getur Rikið fyrirvaralaust skipt um árganga af þessum vínum, ýmist til hins betra eða verra. Að lokum er nauðsynlegt að benda á, að engin skynsemi bannar neyslu hvítvína með kjöti. Allt tal um annað eru fordómar, sem ekki hafa við rök að styðjast. JónasKristjánsson / nœstu Vikw Liebfraumilch Qualitátswein l.tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.