Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 48
Lítið fréttabréf úr fortíðinni, með sönnum fréttum sem gleymdust fljótt. MAÐURINN SEM SELDI LÍKAMA SINN Karolinska stofnunin i Svíþjóð er mjög virt innan lœknisfrœðinnar og útdeilir meðal annars Nóbels- verðlaununum i lœknisfræði. Árið 1890 ótti sór stað só atburður að maður nokkur sem var mjög blankur seldi stofnuninni likama sinn eftir dauðann, þannig að hægt væri að nota hann til þeirra rannsókna sem þurfa þætti. Góðir samningar tókust með þessum tveim aðilum og fékk maðurinn það fé sem hann þurfti. Svo var það 1910 að manninum tæmist arfur, reiðinnar ósköp af fé. Þó snýst honum hugur varðandi samninginn er hann hafði gert við Karolinsku stofnunina og reynir að kaupa samninginn aftur. Stofnunin neitar og maðurinn verður æfur. Fór mólið fyrir rótt og þar tapaði hann því, og þar með yfirróðum yfir líkama sinum eftir dauðann. En ekki nóg með það. Rótturinn gerði honum einnig að greiða Karolinsku stofnuninni skaðabætur vegna tveggja tanna sem hann hafði lótið draga úr sér ón samþykkis stofnunarinnar. RAFMAGNSSTÓLLINN Í ABYSSINÍU Þann 6. ógúst 1890 var fyrsti rafmagnsstóllinn tekinn i notkun i Auburn fangelsinu i New York. Fréttin flaug út um allan heim, meira að segja til Abyssiníu, sem nú heitir Eþiópia, þar sem Menelik keisari (1844-1913) var í óða önn að tæknivæða ríki sitt. Af þeim ástæðum þótti honum tilvalið að panta þegar þrjó slika stóla til notkunar i riki sínu, og sendi pöntun til bandariska framleiðandans. Stólarnir komu að vörmu spori, en keisaranum brá heldur i brún þegar þeir voru teknir upp úr kassanum. Þeir vom nefnilega ónothæfir, vegna þess að i Abyssiníu var ekkert rafmagn. En keisarinn dó ekki róða- laus. Til þess að fjárfesting þessi færi ekki i súginn, ákvað hann að nota einn þeirra sem hóslti sitt. Það gerði hann, en um afdrif hinna tveggja er ekki vitað. ** * þrjú þúsund pundum á einu bretti hjá Almack’s.” Lafði Wyndham stundi og þerraði augun. „Ó. ekki segja þetta!" ,.Já, en hann er svo óeðlilega ríkur, að það skiptir engu máli,” sagði George. „Hjónaband”, sagði Louise, „mun binda enda á slíkt smekkleysi”. Hin hræðilega mynd, sem kom upp í huga Georges, við þessa ræðu kom honum til þess að þegja. Lafði Wyndham sagði myrkri röddu: „Aðeins móðir gæti skilið áhyggjur minar. Hann er á hættulegum aldri, og ég lifi dag frá degi i ótta um, hvað hann eigi núeftir aðgera!” George opnaði munninn, sá augnaráð konu sinnar, lokaði honum aftur og fitlaði óhamingjusamur við bindið sitt. Dyrnar opnuðust; glaumgosi stóð á þröskuldinum og virti fjölskyldu sína háðslega fyrir sér. „Ég biðst innilegrar afsökunar", sagði glaumgosinn, leiður, en kurteis. „Yðar auðmjúkur þjónn, frú, og yðar, Louisa! Og míns vesalings George! Átti ég von á ykkur?” „Bersýnilega ekki,” sagði Louisa reiði- lega. „Nei, nei, þú áttir ekki von á okkur. Ég á við, að þær tóku þetta í sig — ég gat ekki stöðvað þær!" sagði George hetjulega. „Ég hélt nefnilega ekki,” sagði glaum- gosinn, um leið og hann gekk inn í her- bergið og lokaði dyrunum. „En minnið mitt, þið vitið, að ég hef svo hræðilegt minni.” George leit reyndum augum á mág sinn og fann hjarta sitt taka kipp. „Hvert þó í. .. Richard, Þetta likar mér! Þessi ótrúlega vel sniðni frakki, það er hann svosannarlega! Hvergerði hann?” Sir Richard lyfti handleggnum og leit á ermina. „Weston, George, enginn annaren Weston.” „George,” sagði Louisa ógnvekjandi. Sir Richard brosti dauflega og gekk yfir herbergið til móður sinnar. Hún rétti honum hönd sína, og hann beygði sig letilega yfir hana og rétt snerti hana með vörunum. „Ég biðst margfaldlega afsökunar, frú,” endurtók hann. Ég vona, að þjónustufólk mitt hafi séð vel um ykkur.” Hann leit letilega yfir her- bergið. „Hamingjan góða,” sagði hann. „George, þú ert næst henni. Gerðu mér greiða, kæri vinur. og hringdu bjöll- unni!” „Við þörfnumst engrar hressingar, þakka þér fyrir, Richard,” sagði Louisa. Dauflegt, sætt brosið þaggaði niður í henni meira en aðfinnslur eiginmanns hennar höfðu nokkurn tíma gert. „Kæra, Louisa. Þú misskilur, ég er viss um, að þú misskilur! George er í hinni mestu þörf fyrir hressingu. Já, Jeffries, ég hringdi. Madeira vín, ó — og ratafia, ef þú vildir gera svo vel.” „Richard, þetta er besta fosshnýting, sem ég hef augum litið!” hrópaði 48 Vlkan X. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.