Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 36
dregið andann reglulega og rólega. Líkaminn er ekki lengur slappur og barnið bregst við með því að spenna vöðvana þegar því er lyft upp. Á þessum tima er líka Ijóst hvenær barnið sefur og hvenær það vakir. Mókið á milli svefns og vöku er yfirstaðið. Oft festir barnið augun á andliti móðurinnar eða föðurins en það „sér" ekki að það eru þau, alveg í byrjun. Nokkrir dökkir blettir í einhverju Ijósara sem fer fram hjá og tekur mann upp eru foreldrarnir. Barnið byrjar smám saman að „skrafa”. Það er allra fyrsta tilraun barnsins til að tala. En ennþá er „tal” barnsins ekki svörun við umhverfinu, það 'er æfing á raddsviðinu, jákvætt viðbragð við tilverunni gagnstætt öskrinu sem er tákn um óánægju. Hæfileiki handanna þróast líka með timanum. Fyrst pata þær og fálma út i loftið. Því næst verða þær fyrir örvun vegna þeirra hluta sem augað sér og þær æfast í að grípa þá og ná til þeirra. Jafnvægið þarf lika að þróast eftir ákveðnu mynstri. Fyrsta jafnvægis- þrautin felst i því að barnið liggur á grúfu og getur lyft höfðinu. Næst lærir barnið að snúa sér af maganunt á bakið og öfugt. Þegar barnið er sjö til níu mánaða gamalt lærir það að sitja eitt án stuðnings og á seinna helmingi fyrsta árs að standa og síðan að ganga. Það er mjög mismunandi Trá einu barni til annars hvenær það byrjar að ganga. En það er reiknað með því að barn byrji fyrst að ganga um tíu mánaða aldur og seinast hálfs annars árs. Ef barnið heyrir ekki hættir það að hjala þar sem það fær aldrei svar. Ef það sér ekki fær það ekki áhuga á að teygja sigeftir neinu. Þessvegna er það mikilvægt að vera vakandi yfir þróun barnsins. Það er ekki Svona erhægt aðnota töfluna: í vinstra dálki ern mismunandi aldursstig. Ef barnið er sex vikna gamalt á að líta í hólfið „á tveim fyrstu mánuðunum". Lftið síðan í dálkinn í miðið „eðlileg þróun". Munið að það er ekki fyrr en barnið er að minnsta kosti átta vikna sem það getur f ramkvæmt þá hluti sem eru taldir upp. Börn sem eru fædd fyrir tímann eða börn sem hafa verið veik þurfa lengri tíma til að ná þessari þróun. Ef ykkur finnst að hægri dálkurinn „afbrigðileg þróun", sé meira áberandi en sá í miðið er ráðlegt að spyrja sérfróða álits, t.d. heilsuverndarhjúkrunarkonu, sálfræðing eða barnalækni. Ótti gétur byggst á misskilningi og verið ástæðulaus. En það getur líka verið eitthvað að barninu sem auðveldara er að ráða bót á, því fyrr sem það er uppgötvað. Aldur Eðlileg þróun Afbrigðileg þróun á 2 fyrstu vikunum Leitar með munninum eftir mjólk þegar kinnin er snert. Sýnir viðbragð við háum hljóðum. Grípur fast um fingurinn þegar hann er lagður í lófa barnsins (gripviðbragð). Leitar með tungunni eftir fingrinum og sýgur hann þegar neðri vör barnsins er snert. Sefur allan daginn. Getur ekki sogið eða kyngt rétt. Sýnir ekkert gripviðbragð. a4 fyrstu »vik- unum Deplar augunum við sterku ljósi og snýr höfðinu á móti ljósgjafanum. Litur aðeins á þig stutt í einu þegar því er gefinn matur. Grætur fyrir máltíðir. Róast við að vera tekið upp í kjöltuna og heyra kunnuglega rödd. Flytur höndina ósjálfrátt að munninum. Getur lyft höfðinu eitt augnablik þegar það liggur á grúfu. Bregst ekki við sterku ljósi eða háum hljóðum. á2 fyrstu mánuð- unum Brosir til þin. Skrafar og hjalar þegar það er ánægt. Hættir í miðri hreyfingu til að hlusta á óvenjulegt hljóð sem er framkallað við eyra þess. Fylgir leikfangi með augunum bæði þegar það er hreyft lóðrétt og lárétt. Getur haldið fast um leikfang i smástund. Hefur ekki áhuga á neinu öðru en mat. Liggur rólegt allan daginn. Getur ekki haldið höfðinu uppréttu þegar því er haldið, ekki einu sinni í stuttan tíma. 36 Vlkan I.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.