Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 47
GLA UMGOSINN okkur ekkert við. Melissa er virkilega myndarleg kona. Þvi getur enginn neitað.” „Og svo ættgöfug!” andvarpaði lafði Wyndham. „Gæti vart verið betra.” „Mér er sagt, að Saar eigi ekki eftir að endast næstu fimm árin, ef hann heldur áfram að haga sér eins og hann gerir.” sagði George. „Allar eigurnar eru veðsettar, og Saar er að drekka sig í gröfina! Mér er sagt, að faðir hans hafi gert eins.” Báðar konurnar gáfu honum illt hornauga. „Ég vona, George, að þú sért ekki að gefa það i skyn, að Melissa sé drykkfelld?” sagði kona hans. „Nei, nei, alls ekki, slíkt kom mér aldrei til hugar! Ég er viss um, að hún er ágæt ung kona. En þetta vil ég segja, Louisa: Ég mun ekki ásaka Richard, ef hann vill hana ekki!” sagði George ákveðinn. „Ég segi fyrir sjálfan mig, að fyrr ntyndi ég kvænast styttu.” „Ég verð nú að segja það,” viðurkenndi Louisa, „að hún er' frekar köld. En hún er í mjög erfiðri aðstöðu. Það hefur verið umtalað síðan þau voru bæði börn, að hún og Richard ættu eftir að giftast, og hún veit það jafnvel og við. En Richard heldur áfram að haga sér á sinn andstyggilega hátt. Ég er búin að missa allan þolinmæði gagnvart honum!” George líkaði frekar vel við mág sinn, en hann vissi, að það væri fifldirfska að rnyna að verja hann, svo að hann hélt friðinn. Lafði Wyndham hélt áfram með harmtölur sínar. „Guð forði mér frá því að neyða einkason minn i óæskilegt hjónaband, en ég lifi í óttanum um það, að hann komi einhvern daginn með einhverja hræðilega óæðri veru upp á arminn og ætlist til þess að ég bjóði hana velkomna.” George virti mág sinn fyrir sér í anda. Svo sagði hann með efahreim: „í sannleika sagt, frú, þá held, ég, að slíkt kæmi aldrei til.” „George hefur alveg rétt fyrir sér,” sagði Louisa. „Ef Richard gerði slíkt, yrði ég ánægðari með hann. Mér finnst það alveg hræðilegt að sjá, hvað hann er ónæmur fyrir allri kvenlegri fegurð! En eitt er öruggt: Honum getur verið illa við kvenfólk, en hann hefur vissar skyldur vegna ættarinnar og verður því að kvænast! Ég er búin að kynna hann fyrir öllum þeim konum I borginni, sem til greina koma þvi að ekki hef ég einsett mér, að hann verði að kvænast Melissu Brandon. En hann vildi ekki sjá neina þeirra, svo ef að hugarfar hans er slíkt, þá er Melissa sú rétta fyrir hann.” „Richard heldur, að þær séu allar á eftir peningunum hans,” vogaði George séraðsegja. „Ég held. að þær megi vera það. Hvað hefur það svo sem að segja? Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að Richard sé rómantiskur.” George neyddist til þess að viður- kenna, að Richard væri ekki rómantískur. „Ef ég lifi það að sjá hann vel kvæntan, get ég dáið ánægð!” sagði lafði Wyndham, sem hafði vonir um að lifa I þrjátiu ár i viðbót. „Hegðun hans núna fyllir móðurhjarta mitt illum hugboðum.” Tryggð kom George til þess að láta i sér heyra. „Ekki held ég það, frú, það er enginn skaði skeður með Richard, ekki hinn minnsti.” „Ég hef enga þolinmæði gagnvart honum lengur!” sagði Louisa. „Mér þykir mjög vænt um hann, en ég fyrirlít hann af öllu hjarta! Já, það er sann- leikur, og mér er sama, þó að hann heyri mig segja það! Honum er sama um allt nema hnýtinguna á bindinu sinu, burstunina á skónum og þvi, hvernig neftóbakið hans er blandað!” „Hestana sína,” sagði George I bænarrómi. „Ó, hestana sína! Jæja! Ég skal viðurkenna það, að hann er frægur ökuþór! Hann sigraði sir John Lade í keppni þeirra til Brighton! Frábært afrek.” „Mjög góður í spilum,” sagði George, hann var farinn að láta undan, en var enn áræðinn. „Þú getur dáð mann fyrir það að stunda Jackson’s Saloon og Cribb’s Parlour! ÉG dái hann ekki.” „Nei elskan mín,” sagði George. „Nei, alls ekki.” „Og ég er viss um það, að þú sérð ekkert ámælisvert við hina miklu spila- fíkn hans. En ég hef það frá áreiðanlegum stöðum, að hann tapaði GALLERI LANGBRÓK Galleriið býður upp á ýmsar tegundir listiðnaðar og myndlistar, svo sem keramik, vefnað, tauþrykk i metravöru, úval af handþrykktum púðum, ýmis konar fatnað og aðra sérunna muni. Einnig er að finna gott úrval af grafik eftir þekkta myndlistamenn. GALLERI LANGBRÓK Vitastíg 12 er opið mánud.-föstud. frá 1 til 6 e.h. Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. h WIABIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 X.tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.