Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 40
Skýjum ofar... í kjallara Roberts hingað að finna nýja miðla. Hún hefði átt að vera í strætisvagninum þetta kvöld. Frúin birtist í kjallara Hallveigarstaða var hver stóll setinn. Fjöldi fólks beið við dyrnar í þeirri veiku von að fá að standa upp við vegg. Þessu fólki varð að ósk sinni í þann mund sem frú Eileen Roberts gekk í salinn, lágvaxin góðleg kona, hvíthærð, hvítklædd og með bleikan roða í kinnum. í fylgd með henni voru þeir Ævar Kvaran og Guðmundur Einarsson, núverandi og fyrrverandi formenn Sálarrannsóknar- félagsins. Þau fengu sér öll sæti gegnt fjöldanum, og Ævar kynnti frúna. Eileen Roberts varð fyrst vör við miðilshæfileika sína 11 ára að aldri, en tók ekki til starfa sem miðill fyrr en 20 árum síðar. Hún er sögð mikill kennari og fræðari og hefur ferðast víða um heiminn í þeim tilgangi. Sem stendur er hún formaður í félagi breskra miðla. Dulrænir hæf ileikar Frúin hóf mál sitt hátt og skýrt. Það var auðsætt að hér fór kona sem vissi hvað hún var að segja. Það var hjúpur sjálfsöryggis í kringum hana. Hún benti fólki á að það sem nefnt er dulrænir hæfileikar sé e.t.v. ekki eins dularfullt og margur haldi. Með þvi að þjálfa upp næmustu skilningarvit sín geti fólk náð langt á þessu sviði. Af einskærri næmni gæti hún t.d. sagt margt um það fólk sem í salnum væri. — Tökum sem dæmi konuna á fjórða bekk með rauða hálsklútinn. Hún benti út í sal, og kona með rauðan hálsklút kippist við. — Ég sé að þetta er mjög þrifaleg kona, og heimili hennar er bjart og fallegt. Ævar spyr konuna með rauða hálsklút- inn hvort þetta sé satt, og hún jánkar þvi. Frúin heldur áfram að taka dæmi. — Unga konan þarna á sjötta bekk í röndóttu peysunni. .. Hún bendir aftur út í sal, og kona í röndóttri peysu kippist ekkert minna við en sú með rauða hálsklútinn. — Þessi manneskja er mjög viðkvæm og dylur tilfinningar sínar, og hún reynist fólki í vanda ætíð vel. Ég finn að hún býr yfir einhverjum dulrænum krafti, en lítt þjálfuðum. Komdu hingað til mín — já, komdu. Konan á sjötta bekknum stendur hikandi upp og gengur til miðilsins. Þær takast í hendur, og frú Roberts segist finna mikinn kraft streyma frá þeirri íslensku og heldur svo áfram: — Einbeittu þér, og reyndu að sjá hvernig ég leit út þegar ég var barn. Sú í röndóttu peysunni, sem augsýnilega var viðkvæm og duldi tilfinningar sínar, vissi ekki alveg hvernig hún ætti að bregðast við þessu. En með hönd sína í hendi miðilsins lokar hún augunum og einbeitir sér. Ekkert gerist. Miðillinn hvetur hana til þess að reyna betur, sem hún og gerir, og þá kviknar eitthvert ljós. — Ég sé akur, stóran akur, og litla stúlku í kjól. Þetta kom heim og saman, því frú Roberts bjó í sveit sem lítil stúlka. í sveitum eru akrar. tj • Ridgeway L & Jones © BulLS -Lakkrísgerðin „Rörið" biður yður vinsamlega að kaupa öll hlutabréfin í fyrirtækinu, því það er að fara á .hausinn ... - O King Features Syndicate, Inc., 1978. VMxld rights resecvcd. 40 Vlkan X. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.