Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 3

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 3
 Hefur unnið við Hallgrímskirkju f Þegar Magnús Brynjólfsson byrjaði að vinna við Hallgrímskirkju 1945 var ekki einu sinni byrjað að grafa grunninn. Nú er Magnús orðinn 75 ára gamall og er enn á sama vinnustað. Þeir voru lengi vel þrir sem verið höfðu með frá upphafi en tveir þeirra eru nýlátnir. „Ég nennti ekkert að vera að því að deyja þótt hinir hefðu gert það og er þvi hér ennþá.” segir Magnús og beygir járn ótt og títt. Magnús er nefnilega járnamaður og hefur lagt allt járn í kirkjuna. Ekki veit hann hve miklu af þvi hefur verið komið fyrir nú þegar en segir að það séu fleiri hundruð tonn. — Hefur ekki eitthvað merkilegt komið hér fyrir á þessum 35 árum sem þú hefur unnið hérna, Magnús? „Nei, ekki get ég sagt það. Þetta hefur allt gengið slysalaust fyrir sig og samvinna öll verið með því besta sem ég þekki. Þó hefur byggingarhraðinn stundum verið með hægasta móti en það er þara vegna peninganna — þetta er dýrt. En við sem vinnum hérna höfum alltaf fengið greitt með góðum skilum. Ég vil að það komi fram að smiðirnir sem unnið hafa hérna hafa verið afbragðs fagmenn, enda ekki fyrir 35 ÁR en fer aldrei í kirkju aðra að smíða svona súlnagöng og boga." — Og járnamennirnir þurfa lika að vera góðir svo turnarnir miklu hangi saman, ekki satt? „Það er ekki mitt að dæma um það,” segir Magnús og brosir eilítið, „en ég hef aldrei verið skammaður.” Aldrei segist Magnús hafa fundið fyrir lofthræðslu, ekki einu sinni á meðan hann var að leggja járnin efst í turninum langa. „Að vísu þótti sumum glæfralegt þegar við vorum að steypa efstu strýt- una. Við vorum við vinnu okkar eins og gerist og gengur þegar allsnöggur jarðskjálfti varð. Það gerðist svo snöggt að við höfðum ekki tima til að verða hræddir. En ég lýg þvi ekki þegar ég segi að turninn hafi rambað i nokkrar sekúndur. Annað merkilegt hefur nú ekki gerst hérna svo ég muni nema hvað Jónas frá Hriflu leit hér oft við á meðan hann var og hét. Hann hafði mikir)n áhuga á þessari byggingu.” — Og þú? „Ég lít nú á þetta eins og hverja aðra byggingarvinnu. Við erum að koma upp húsi hérna og það á eftir að risa. Hvort ég lifi að sjá það veit ég ekki en óneitanlega hefði ég gaman af því.” — Heldur þú upp á hvíldardaginn með því að sækja kirkju hér? „Ég læt mér nægja að fara í kirkju þegar fólk er skírt eða jarðað — og jafnvel fermt. Annars lítið.” Og hver getur láð Magnúsi Brynjólfssyni það? Hann hefur alla daga, að hvíldardögum frátöldum, mætt í Hallgrimskirkju snemma morguns og farið seint heim. Hann hefur þrætt jámið í þessa miklu byggingu og þess vegna mun hún lengi standa. Megi Magnús Brynjólfsson sjá hana fullbyggða. E.J. Smásagnasamkeppni Langt er siðan efnt hefur verið til'W 7TJST TX TIV T A Tm\Skilafrestur er til 10. september n.k. jafn glæsilegrar smásagnasamkeppniX / I I I VI V /\ IV Skila ber handritum vélrituðum og Vikan hleypir nú af stokkunum.V ll\\»/l VI \í Vi Vundir dulnefni, en rétt nafn Há peningaverðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu höfundar fylgi í lokuðu umslagi, merktu sama sögurnar, en jafnframt áskilur Vikan sér I dulnefni. Sérstök dómnefnd mun fjalla um birtingarrétt á þeim smásögum, sem hæfar þykja. I /v/v allar sögursem berast, en hana skipa: Hæfdeg lengd á smásögunni er 7 -10 síður (A-4) Auður Haraldsdóttir, rithöfundur og hámarkslengd 15 síður. Efni sögunnar er ekki Helgi Pétursson, ritstjóri bundið við neitt sérstakt, né heldurform. Rannveig G. Ágústsdóttir, bókmenntafr. og Óskar Halldórsson, lektor. I. verðlaun: Glæsileg peningaverðlaun 2. verðiaun: 3. verðlaun: 500.00Q- 300.000- 150.000. * Munið að skilafrestur er til 10. sept. n.k. SmásagMisumkeppni Vikunnár 1980 imw XX. tbl. Vlkan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.