Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 30
Draumar Var hún að vitja nafns? Kæri draumrádandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig furðulegan draum. um gamla konu sem var mikið á mínu heimili og er svo til nýdáin. Draumurinn er svona: Mér fannst ég vera í kirkju ásamt Jleira fólki og það átti að fara að jarða þessa konu. Samt var hún ekki dáin en átti að fara að deyja. Ég held að hún hafi staðið fyrir innan gráturnar. Hún var í skikkju utan yfir kufli. mig minnir að hann hafi verið svartur. Svo kemur presturinn og skikkjan var tekin af henni, en hún stóð þá eftir I kuflinum. Presturinn les eitthvað yfir henni ogsvo bara dettur hún niður og er þá dáin. Það sást aldreiframan í hana, mér bara J'annst þetta vera þessi gamla kona. Ég man ekki áfram- haldið, hvort hún var sett í kistu eða ekki. Ég varð hálf hrædd þegar ég vaknaði og gat varla sofnað á eftir. Nú langar mig til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig og mig langar líka að biðja þig að svara þessari spurningu: Nú er ég vanfær og maður hugsar mikið um hjátrú og þess háttar þegar svoleiðis stendur á. Verð ég að skíra barn mitt eftir þessari konu eða ekki? Ef vanfæra konu dreymir framliðna á hún þá að skíra barn sitt eftir þeim? Mér þætti mjög vænt um ef þú gætir svarað þessum spurningum mínum og ráðið drauminn. Með fyrirfram þakklæti. V.H.S. Það er gömul trú manna að í einstaka tilvikum vitji framliðnir nafns, eins og það er kallað. Átti það einkum við er vanfæra konu dreymdi einhvern framlið- inn og þá í þá veru að hann bæði hana að leyfa sér að vera — eða jafnvel flytti tafarlaust inn. Þá fylgdi jafnan að ef þeim fram- liðna væri ekki hlýtt og væntan- legt barn nefnt í höfuð honum boðaði það barninu ógæfu síðar, jafnvel dauða. Þetta á hins vegar heldur lítið skylt við draumráðningar sem slíkar og er miklu fremur tengt hjátrú. í því sambandi má nefna hræðslu við að kona í slíku ástandi ætti barn með skarð í vör ef hún drykki úr skörðóttum bolla og svo mætti lengi telja. Nú á dögum þykir fæstum ástæða til að taka mark á slíkum bábiljum, enda vand- lifað fyrir vanfærar konur ef öllu slíku á að fylgja út í ystu æsar. Líklegt má telja að draumurinn boði þér einhverja erfiðleika, sem eru þó tíma- bundnir og hafa ekki mikil áhrif á framtíðina. Þarna eru líka ýmis tákn sem benda á giftingu, annaðhvort þína eigin giftingu eða einhvers nákomins. Þér er óhætt að skíra barn þitt hvaða nafni sem er og ekkert sem bendir til að gamla konan hafi í þessu ákveðna tilviki verið að vitja nafns á ykkar heimili. ... og sá ógeðslegt sár Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum: Mér fannst ég vera I sund- laug með tveimur öðrum stelpum og við vorum einar. Það voru engin föt í skápnum, en fullt af stígvélum frammi. Stelpurnar getum við kallað Á og D og mér fannst þær vera vinkonur, en í alvöru eru þœr það ekki. Við Á vorum eitthvað að rífast og allt í einu sparkar Á í mig. Ég hentist í vegginn og fékk gat á höfuðið. Þá reiddist ég hroðalega og tók Á og henti henni upp að veggnum og lamdi höfði hennar upp að horni á veggnum. D horfði bara á en sá rauða blóðkúlu á veggnum og sagði mér það. Það skipti mig engu. En allt í einu hætti ég að lemja höfði hennar í vegginn og leit á hnakkann og sá ógeðslegt sár. Hún grét ekki en hélt höndum fyrir augun. Mér brá svo mikið að ég hentist fram á ganginn en þar var svo mikið af stígvélum að ég fann ekki mín. D gat farið og sagt sundkennaranum þetta. Ég varð að flýta mér og tók allt of stór stígvél og gleymdi úlpunni og öllu dótinu mínu. Nokkrum dögum síðar komu Á og D að skila dótinu, sem D hafði tekið af því að ég hafði gleymt að sækja það. Þegar Á gekk niður tröppurnar sá ég miklar umbúðir um höfuð hennar. Ég sá glitta í skallann á höfðinu. Svo vaknaði ég og veit ekki meir. Með fyrirfram þökkfyrir birtinguna. Einfyrir austan. P.S. Viltu vera svo væn(n) að birta þennan draum fyrir mig, ég er svo hrædd um að hann boði eitthvað illt. Öfund og illgirni setja svip sinn á tilveruna um tíma og þér finnst líklega að allt gangi á afturfótunum. Vissara væri að fara varlega í byrjun en láta þó alls ekki undan síga þótt móti blási því þetta ástand er aðeins tímabundið. Ýmislegt bendir til að þér verði nauðsyn á að læra að stilla skap þitt betur en hefur verið til þessa og þýðingarmikið að láta ekki blanda þér inn í deilur og átök annarra. Þar er undirrótin öfund í annarra garð og því afiarasælast að halda sig víðs fjarri. Flest bendir til að þér takist að standa af þér stærstu stormana og þú standir mum styrkari eftiren áður. 30 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.