Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 7
Blái fuglinn Ef hnútur finnst eða aðrar breytingar í brjósti Hvað skal gera verði vart við hnút eða aðrar breytingar i brjósti? Hvenær sem hnútur finnst, jafnvel af minnstu gerð, er sjálfsagt að láta lækni athuga hann nánar og taka hnútinn eða sýni úr honum hið fyrsta til að fullvissa sig um hvers eðlis hann er. Því má bæta hér við að mikill meirihluti allra hnúta sem finnast i brjóstum eru góðkynja en jjað breytir ekki þvi, að sjálfsagt er að ganga ávallt úr skugga um hvers eðlis hnútur er. Þó finnist smáörður í brjósti þarf það alls ekki að þýða að um eigin- legan hnút sé að ræða og þvi ber að ráðleggja öllum konum sem eru í vafa að leita læknis, sem getur úrskurðað hvort ástæða sé til að taka sýni eða ekki. Brjóstvefur getur verið mismunandi grófur og getur því virst sem um hnúta sé að ræða öðru hvoru, einkum í jöðrum brjóstanna en slíkt er auðþekkt af lækni. Skurðaðgerðir — geislar — lyf Hvernig er sjúkdómurinn meðhöndl- aður? Ef um góðkynja hnút er að ræða er látið nægja að nema sjálfan hnútinn burtu og vex hann þá yfirleitt ekki aftur og er þar með afgreiddur með einfaldri aðgerð. Hins vegar ef um krabbamein er að ræða þarf meiri skurðaðgerð, ýmist taka brjóstið eða brjóst og nærliggjandi eitlasvæði auk þess sem gefnir eru geislar og lyfjameðferð beitt, en notkun Þær Erla og Elín kváðu þögnina í kringum sjúkdóminn krabbamein vera erfiða fyrir sjúklinginn og vandamenn hans. Opinskáar umræður séu til hins betra og þannig komist betra samband á milli sjúklings og aðstandenda hans. Sjaldnar sé rætt um það háa hlutfall sem hlýtur bata og það væri til baga. Konur í Samhjálp kvenna eru dæmi um það hve hraust konan getur orðið — að andlegar og líkamlegar þjáningar vegna ’sjúkdómsins séu að baki og lífið hafi fallið I sinn eðlilega farveg á ný. Simanúmer Elínar er 31500 og Erlu 11225 og er konum sem óska eftir aðstoð velkomið að hringja. H.E. þeirrar aðferðar hefur einmitt aukist mjög á síðari árum. Er mikill sársauki eftir slíka aðgerð? 1 flestum tilvikum er hægt að svara þessari spurningu neitandi. Þetta er auðvitað eins og eftir allar aðgerðir að nokkuð tekur í sárið fyrstu dagana. En það sem einkum er um að ræða i sambandi við þá aðgerð, er brjóst er numið brott, eru óþægindi sem geta leitt upp I axlarlið og eru því æfingar eftir skurðaðgerð stór þáttur i að konur jafni sig fljótt eftir aðgerð. Er alltaf nauðsynlegt að gera skurðaðgerð? Já, þótt geislar og lyf hafi mikið að segja i meðferð á brjóstakrabbameini er nú enn svo að sjálfsagt er talið að nema burtu æxlið, jafnvel sjálft brjóstið. Hve lengi varir sjúkrahúslega við aðgerðina? Það fer eftir almennu heilsufari • konunnar, venjulegast um eina til tvær vikur á sjúkrahúsi og fer það nokkuð eftir þvi hvort önnur meðferð er gefin i beinu áframhaldi eða ekki og sú meðferð gjarna hafin áður en sjúklingurinn fer heim. En allt er þetta auðvitað breytilegt eftir einstaklingum. Verða mikil ör eftir aðgerðina? Það fer að sjálfsögðu eftir því hve stór aðgerðin er. Það gildir raunar um þessar aðgerðir eins og allar aðrar að það er mismunandi hvernig örið verður hjá fólki en i flestum tilfellum verða þessi ör lítið áberandi með tímanum. Fá allir sjúklingar geislameðferð og hvað varir hún lengi? Almenn regla er sú að sjúklingar fái geislameðferð eftir aðgerð og stundum líka fyrir aðgerð i stöku tilfelli. Hve lengi geislameðferð varir fer eftir staðsetningu, stærð og tegund æxlis og hve mörg svæði eru tekin til geislunar. I flestum tilvikum mun geislameðferð taka þrjár til sex vikur. Á eftir Hve lengi er sjúklingurinn að ná kröftum aftur? Það er afar mismunandi. Sumar konur. sérstaklega þær sem lenda í minnstu aðgerðinni, eru fljótar að ná sér að fullu. Aðrar þurfa að vera nokkuð lengi i eftirmeðferð til að ná fullum kröftum. Sama má reyndar segja um Sýnishorn af þeim brjóstahöldurum sem sjúkrahúsin gefa. SAMANBURÐUR Á LÍKUM Á BRJÓSTAKRABBAMEINI ÁHRIF BARNAFJÖLDA OG ALDURS VIÐ FYRSTU FÆÐINGU 5.18 Líkur á brjóstakrabbameini. Til við- miðunar eru minnstu líkurnar settar sem 1.00. Lengst til hægri eru líkur þeirra kvenna sem ekki eignast börn. Telkntng: J.R. allar aðrar aðgerðir. Hins vegar er rétt að undirstrika að það er andlegt áfall fyrir alla að fá sjúkdómsgreininguna krabbamein. Hve miklar líkur eru á að ná fullri heilsu á ný? Hér verður svarið það sama sem gildir um allar tegundir krabbameins, að þvi fyrr sem krabbameinið er greint því betri eru batahorfurnar og þess vegna hefur barátta krabbameinsfélaganna einkum beinst að því að greina sem fyrst sjúkdóminn, hvar sem hann er. Avallt fer árangurinn batnandi, bæði af þeim ástæðum að sjúkdómurinn greinist fyrr og einnig vegna bættar lyfjameðferðar og fullkomnari tækni. Hefur sjúkdómurinn varanleg áhrif á líf konunnar sem þarf að láta fjarlægja brjóst sitt með skurðaðgerð? Það er um þennan sjúkdóm eins og svo marga aðra að það fer mjög eftir einstaklingum hvernig áhrif þetta hefur. Þó er enginn vafi á því að hræðsla við krabbamein hefur stórminnkað á seinni árum. Arangur hefur sífellt farið batnandi og það hefur hjálpað okkur til að minnka hræðslu fólks við þennan sjúkdóm. Svarið við þessari spurningu fæst þó best hjá konunni sjálfri, sem hefur þurft að láta fjarlægja brjóst sitt vegna krabbameins. H.E. 22. tbl. ViKan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.