Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 10
Krabbamein og trú Bjartsýni álífið Það er auðskilið að konu finnist hún hafa misst mikið af kven- legum sérkennum sínum þegar brjóst hefur verið numið brott. Við það bætist líka áfallið, þ.e.a.s. að hún sé með krabba- mein. En þetta líður hjá og áður en hún veit af heldur lífið áfram sinn vanagang. Oft eru viðbrögð almennings óeðlileg og margar sorglegar sjúkdómssögur eru til og of oft er aðeins rætt um alla þá sem fá krabbamein og ekki hljóta bata en sjaldnar um hina. Sá hópur þarf að komast fram á sjónar- sviðið, þá mun draga úr hræðslunni við krabbamein — orðið krabba. Sögur hafa verið sagðar og margar næstum ótrú- legar og oft hafa heyrst raddir um að eiginmenn hafi yfirgefið konur sínar þegar þær hafa orðið fyrir þeirri reynslu að fá krabba í brjóst, raddir eins og t.d.: „Þú ert ekki kona lengur” o.s.frv. Og það er konu að sjálf- sögðu lítil huggun að segja henni að samband þeirra tveggja hafi ekki verið gott fyrir. Það má alltaf segja að verra hefði það getað verið — fyrst þú á annað borð fékkst krabba- meinið. Brjóstið er jú sá líkams- hluti sem þú getur best komist af án og þú verður að læra að viðurkenna þennan „nýja” líkama þinn og treysta því að þér batni. Ekki skal dregið í efa að brjóstkrabbi sé alvarlegur sjúk- dómur en það eru líka óteljandi aðrir sjúkdómar sem miklu erfiðara er að lifa með en afleiðing- ar vel heppnaðrar brjóstkrabba-, aðgerðar sem framkvæmd er nógu snemma en því miður er ekki talað um krabbamein eðlilega og tæpitungulaust eins og aðra sjúkdóma. Þessu þarf að breyta og því eru þær 4 konur sem hér á eftir skýra frá reynslu sinni allar sammála. Þær skýra frá upphafi sjúkdómsins, frá ótta sínum og örvæntingu, kvíða fyrir því hvernig makinn myndi taka þessu, lækningu, líðan í dag og að lokum er ráðlegging til þfeirra kvenna sem standa í sömu sporum og þær gerðu. Gift, 3 börn SIGRÍÐUR JÓHANNES- DÓTTIR 34 ára: Ég fékk krabbamein í brjóstið fyrir einu ári svo mér er í fersku minni það tímabil ævi minnar. Ég fór i Leitarstöðina í skoðun og þar fannst ber í brjóstinu og mér var sagt að yrði að rannsaka það betur og var send í mynda- töku. 'Mér brá alveg ofsalega. Einhvern veginn hafði mér aldrei dottið í h'úg að ég fengi krabbamein en það fannst mér strax að það væri. Kannski hugsa allar konur svona undir sömu kringumstæðum. Alla- vega var ég alveg .viss um að þetta væri krabbamein og brjóstið yrði tekið af mér. Þetta var voðaleg reynsla og biðtíminn var verstur. Hugsanirnar sem sóttu á mig, að kannski yrði ég dáin frá börn- unum mínum innan skamms tíma, hvað manninum minum fyndist um mig, hvort honum fyndist ég óaðlaðandi með eitt brjóst. Þetta voru fyrstu hugsanirnar, sem sóttu á mig. Síðan kom óttinn — óttinn við dauðann. Mig langaði að lifa. Hafði nýlega misst náinn ættingja og því var dauðinn mér í fersku minni. Einhvern veginn tókst mér að komast í gegnum þetta tímabil og á ég það ekki síst manninum mínum að þakka, því hann reyndist mér dásamlega vel, studdi mig og uppörvaði á allan hátt. Núna, þegar ég lít til baka, finnst mér að erfiðast af öllu hafi verið að þurfa að bíða eftir að fá úrskurðinn, því þó ég héldi sjálf að þetta væri krabbamein gat mér vonandi skjátlast. Sjálf aðgerðin var ekki svo slæm og ég var heppin, örið eftir aðgerðina er ekki mjög ljótt og alls ekki eins ljótt og ég var búin að imynda mér og mér líður ágætlega. Mig langar að ráðleggja konum að reyna að vera rólegar fái þær krabbamein í brjóst. Hér eru mjög færir og nákvæmir læknar og þær eru í eins öruggum höndum og unnt er og svo er að treysta á Guð. EINA LAUFEY GUÐJÓNS- DÓTTIR 49 ára: Það var í júní árið 1974, eða fyrir tæpum 6 árum, að ég var lögð inn á Landspítalann til rannsóknar vegna liðagigtar og í þessum rannsóknum fannst ber í brjóstinu. Sjálf hafði ég ekki verið búin að finna það áður. í framhaldi af þessum rannsókn- um^va^ gerð á mér aðgý/ð á fótum og var mér sagt að tekið yrði sýni úr berinu um leið og jafnframt að berið væri mjög sennilega góðkynja. Ég var ekkert smeyk og kveið engu en þegar ég vaknaði af svæfingunni varð ég þess fljót- lega áskynja að eitthvað meira en lítið hafði verið gert við brjóstið en gerði mér samt enga grein fyrir hvernig komið var. Læknirinn kom síðan til mín og sagði mér að hann hefði orðið að taka af mér brjóstið vegna þess að ég hefði verið með illkynja ber. Ég fann ekki til ótta og ég hef oft hugsað til þess siðan að mér hafi hlotnast styrkur frá æðri stöðum undir þessum kringumstæðum. Áður hafði mér alltaf brugðið illa þegar ég heyrði um konur sem brjóstið hafði verið tekið af og leit á krabbamein sem dauðadóm. Ég skil varla enn þá ró sem ég bjó yfir þennan tíma. Allir vildu aðstoða mig og IO Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.