Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 23
lega fram við konungborið fólk, sagði Ted um leið og hann lagði handlegginn um herðar Billys og leiddi hann stoltur út. —Hvað? sagði yfirþjónnitin á báðum áttum. —Hann ererfðaprinsinn af Spáni. ELLEFTI KAFLI —Gleðileg jól, Ted. Þetta er Jóhanna. —Jóhanna? —Ég er á leið til New York. Ég ætla að heimsækja foreldra mina i Boston. Mig langar til aðsjá Billy. Hún var hraðmælt, rödd hennar hljómlaus. —Hvernig íýður þér? spurði hann ráðvilltur. —Vel. —Mig langar til að sjá hann hélt hún svo áfram. — Éfe verð í New York á laugardaginn. Ég vildi helst ekki þurfa að koma heim til ykkar. ef þér er sama. Bæði rödd hennar og orðaval gáfu fyllilega I skyn að þetta simtal boðaði engar sættir. —Þig langar til aðsjá Billy? —Ég verð á Americana hótelinu. Geturðu komið með hann þangað klukkan tiu á laugardagsmorguninn? Mig langar til að eyða deginum með honum. fara út með hann. skoða borgina. Ég skal skila honum aftur fyrir háttatima. —Ég veit ekki. —Hvers vegna? Ertu að fara eitthvað? —Nei. Ég veit bara ekki. —Veistu ekki hvað? —Þaðgæti haft slæm áhrif á hann. —Láttu ekki svona. Ted. Ég er engin galdranorn. Ég er móðir drerigsins og mig langar til að sjá hann. —Ég verð að hugsa málið. —Ted. vertu ekki svona viður- styggilegur. —Þetta bætir ekki málstað þinn. —Ég ætlaði ekki að taka svona til orða. Leyfðu mér að sjá hann. Gerðu það. Ted. —Ég þarf að sofa á þessu. —Ég hringi til þin á morgun. Hann ráðfærði sig við Thelmu sem staðfesti það augljósa fyrir honum. Jóhanna var greinilega ekki að leita eftir því að hverfa aftur til hans. Hvað Billy snerti tók hún málstað Jóhönnu. —Þetta er dýrkeypt sjálfstæði. sagði hún. Ted vildi ekki taka ákvörðun fyrr en hann vissi hvar hann stæði. Hann hringdi í lögfræðingsinn. — Heldurðu að hún ræni honum? spurði Shaunessy. —Nei, mér datt ekkert slíkt í hug. —Slikt hefurgerst. —Ég veit ekki hvað hún er að hugsa en ég efast fastlega um að hún ætli að ræna honum. —Jæja. lagalega séð geturðu neitað henni um að sjá drenginn. Og hún á rétt á þvi að leita réttarúrskurðar til að fá að sjá hann. Hvaða dómari sem er mundi dæma henni i vil. Móðir. jólin. Þú mundir aldrei vinna það mál. Ég held að það sé skynsamlegast af þér að leyfa henni að sjá hann ef þú óttast ekki að hún ræni honum. Það mundi spara þér mikið þras að leyfa henni að hafa hann i einn dag. Hvort var betra fyrir Billy að hitta móður sína eða hitta hana ekki? Ætti hann að nevða hana út í réttarhöld? Leyfa henni að hafa dálitið fyrir þessu? Gerði hann það mundi hann að vísu ná sér niðri á henni en á kostnað eigin tilfinninga. Þegar Jóhanna hringdi spurði hann blátt áfram: —Þér mundi aldrei detta í hug að ræna honum, er það? —Hvers vegna Ted? Þú mátt fylgja i humátt á eftir okkur allan daginn ef þú vilt. Þú getur læðst fyrir horn, veitt mér eftirför. Ég verð ekki i New York nema fáeina klukkutíma. Svo fer ég til Boston og þaðan til Kaliforniu. Þaðer nú allt og sumt. Mig langar bara til að fara í leikfangaverslun með syni mínum og kaupa handa honum jólagjöf. Þarf ég að grátbiðja þig? —Allt i lagi. Jóhanna. Á laugardaginn. Americana hótelið, klukkan tíu. Ted tilkynnti Billy að móðir ha'ns væri væntanleg til New York og ætlaði aðeyða næsta laugardegi með honu. ■. —Mamma min? —Já, Billy. Barnið varð hugsandi á svip. —Kannski kaupir hún eitthvað handa mér, sagði hann svo. Ted vandaði sig vel við að útbúa Billy á laugardagsmorguninn. Hann burstaði á honum hárið, klæddi hann í bestu skyrtuna sina og buxurnar. Hann fór líka sjálfur i sparifötin — þessi sem ekkert voru farin að snjást. Þeir fóru til Americana hótelsins og Jóhanna gekk út úr lyftunni á slaginu tíu. Ted varð inátt- laus i hnjánum. Hún var bráðfalleg. Hún var i hvítri kápu. með skærlitan klút á höfðinu, sólbrennd þó nú væri miður vetur. Allar stúlkurnar sem Ted hafði hitt i hringekju ástarinnar bliknuðu fyrir henni. Hún leit ekki á Ted. Hún gekk beint að Billy og kraup fyrir framan hann. - Ó. Billyl Hún faðmaði hann að sér. neri hökunni að kolli hans og fór að gráta. Svo stóð hún á fætur og virti hann fyrir sér. —Halló. Billy minn! — Halló. mamma! Nú sneri hún sér loks aðTed. —Þakka þér fyrir. Við hittumst þá hérna klukkan sex. Ted kinkaði kolli. —Komdu, sagði hún við Billy. — Við skulum skemmta okkur vel í dag. Svo leiddi hún Billy út úr anddyri hótelsins. Framhald í næsta blaði. Núer Œ $ SQMDE] sumar & v 9 Strandgötu 34 Sími52070 Hafnarfirði ÆSKAN Selfossi Sími99-1830 * Verz/unin Tröð Neðstutröð 8 Sími 43180 Kópavogi. SEdEQ Barna- og unglingafatnaður ísérflokki. 22. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.