Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 25
Það er engin tilviljun að Halldór Ásgríms- son er framsóknarmaður. IMýi vara- formaðurinn er fæddur í kaupfélaginu á Vopnafirði og uppalinn í nálægð kaup- félaganna í Höfn í Hornafirði. Hann hefur greinilega orðið fyrir áhrifum hugsjóna og umhverfis samvinnuhreyfingarinnar. Þó Halldór Ásgrímsson sé ekki nema 32ja ára gamall er hann orðinn vara- formaður Framsóknarflokksins. Næst- stærsta stjórnmálaflokksins eins og sagt var hér áður fyrr. Einhverjum kann að þykja það skrýtið að jafnungur og efni- legur maður og Halldór skuli vera I Framsóknarflokknum en hann er ekki á sama máli. „Ég hef að vísu ekki tekið það saman en mér sýnist að núverandi þingflokk- ur Framsóknarflokksins sé sá yngsti á þingi. Það er engin tíma- skekkja þótt ungir menn kjósi að hasla sér völl innan flokksins. Framsóknar- flokkurinn er að hluta til sprottinn upp úr ungmennafélagshreyfingunni, vildi og vill sýna samhygð með ungu fólki og þannig er nafn hans einmitt tilkomið; Framsókn. Ég var 18 ára þegar ég gekk í flokkinn.” 13 ára gamall var Halldór sendur suður til náms og það varð engin frægðarferð. Hann hafði einfaldlega engan áhuga á að læra, fór að vísu I landspróf, féll og náði ekki einu sinni framhaldseinkunn. „Ég held að það sé mikið áfall fyrir margan dreifbýlisunglinginn að vera sendur frá ástvinum sínum og félögum til að stunda skóla I framandi umhverfi,” segir Halldór. „Ég brást við þeim vanda sem mætti mér á þessum árum með því að snúast gegn öllu kerfinu með hástemmdum yfirlýsingum um hvað þetta væri allt vitlaust. Eftir landsprófið góða fór égásjóinn.” En það hafa allir áhuga á að læra, það er aðeins spurning um hvenær sá áhugi vaknar. Hjá Halldóri vaknaði hann þegar eftir að hann þreytti inntökupróf i Samvinnuskólann. Eftir Samvinnu- skólann tók við nám í endurskoðun og þvi lauk Halldór 23 ára gamall. Sá hængur var f)ó á málinu að til þess að hljóta löggildingu i faginu verða menn að vera minnst 25 ára. Þarna vantaði Halldór 2 ár upp á og þvi var það að hann notaði timann og fór í framhalds- nám við verslunarháskólann i Bergen og siðar við verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Þegar heim kom vantaði einmitt lektor i reikningshaldi og endurskoðun við viðskiptafræðideild Háskólans. Þangað réðst Halldór og var i 2 ár. Þeir eru líklega ekki margir kennararnir við Háskólann sem ekki hafa stúdentspróf. En þannig var það meðHalldór. Þrátt fyrir allt er það mál þeirra sem til þekkja að Halldór sé bestur í reikningi í Framsóknarflokknum. Sjálfur brosir hann þegar á þetta er minnst og vill sem minnst úr því gera. „Það reynir ekki svo ýkja mikið á stærðfræðikunnáttu i pólitík,” segir hann, „hitt er mikilvægara að menn geti hugsað rökrétt og af skynsemi.” Halldóri finnst það einkenna um of störf Alþingis og mannlíf allt hér á landi hversu klumsa menn verða þegar komið er að kjarna málsins. Sérstaklega er honum minnisstætt þegar hann starfaði í svokallaðri verðbólgunefnd. þar sem fulltrúar úr flestum hagsmunahópum voru kallaðir saman og mikið rætt. Eftir enn meiri bollaleggingar stóðu menn frammi fyrir nokkrum kostum, þó engum góðum, en kjarni málsins var ljós. Þá var eins og menn tækju til fótanna og vildu sem minnsta ábyrgð bera á málinu. Halldór segir að nóbels- skáldið lýsi þessari þjóðarmeinsemd betur en flestir í Innansveitarkroniku sinni: Því hefur verið haldið fram að islend- ingar bevgi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjórmunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandrœði sin með þvi að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskit sem ekki kemur málinu við; en verða skelfingu loslnir og setji hljóða hvenœr sem komið er að kjarna máls. Afturámóti klífa þeir þritugan hamarinn til að verða við bœnarstað vina og frcenda, enda mundi landsbygð á Islandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi vœri svo. Þó er enn ein röksemdsem íslendingar eru fúsir að hlíta þegar allt þrýtur, en það er fyndni; má vera aula- fyndni. Við þægilega lygasögu mýkist þjóðfélagið og fer að Ijóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvœður. (Innansveitarkronika bls. 66). 22. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.