Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 12
Ár trésins i Vikunni Hér getur að líta flest þau verkfæri sem þú þarft að hafa við höndina í garðinum. Þú þarft ekki að kaupa þetta allt í einu, svo það er ekki ástæða til þess að verða hræddur. VERKFÆRIN í GARÐINN ÞINN A þessum tíma árs eru margir farnir að hyggja að garðinum sinum og eitt af þvi sem þarf að huga að er hvaða verkfæri eru nauðsynleg. Á ári trésins er ekki óliklegt að einhver leggi út i að planta trjám og aðrir hyggi að þvi hvernig þau séu best hirt. Og aðrir hlutar garðsins, flötin, blómabeðin, og matjurtagarður- inn hjá þeim sem hann hafa, þurfa auðvitaðsina umhirðu líka. VIKAN tók á dögunum þessar myndir af helstu garðáhöldum sem ætla má að menn þurfi. þótt auðvitað sé misjafnt hvaða áhöld hcnta i hverju tilviki. Þessi áhöld fást i Sölufélagi garðyrkjumanna og verðlagningin er auðvitað háð verðbreytingum frá sendingu til sendingar, ekki síst á þessum tima árs, þegar hver sending stendur stutt við. Þeir sem eru að hefja trjárækt þurfa ekki mikið af áhöldum, oftast nægir stunguskófla til að byrja með, og þegar sprotarnir eru komnir i niold þarf að muna að vökva þá vel þvi ungar plöntur þurfa rækilega vökvun. Þá er garðkannan að sjálfsögðu ómiss- andi. Það vill stundum gleymast að úða ungar trjáplöntur en þær þarf að úða eins og annan trjágróður ef þær eiga að dafna. Lítil úðadæla kostar ekki nema u.þ.b. 10 þúsund krónur og ætti ekki að vera neinum garðeiganda ofviða. En best er fyrir þá sem hyggja á trjáræktun að vera óragir að spyrja þá sem selja þeim plöntur, áhöld og annað slikt. Lesa sér til i þeim bókum sem eru á boðstólum og afla sér á annan hátt hald- góðra upplýsinga. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur má áreiðanlega fá nota- drjúgar upplýsingar og afgreiðslumenn hjá Sölufélagi garðyrkjumanna geta gefið góðar upplýsingar um garðáhöldin. Þeir sem eiga gróna garða þurfa auðvitað að huga að klippingum og til eru nokkrar gerðir klippna sem þjóna mismunandi tilgangi. Yfirleitt munu nienn vera heldur latir eða ragir við að klippa til trjágróður, en fagmenn mæla með réttum klippingum. Annað sem huga þarf aðer að klippa hiklaust rætur ef þær ætla að vaxa upp nærri aðal- trénu, eins og t.d. við reynitré. Þá er gott að hafa rétt verkfæri til starfsins. En það er rétt að lita nánar'á myndirnar og þá ætti að koma í Ijós hvaða áhöld þar er að finna, hvað þau heita og hvað þau kosta. Lokaorð: Auk allra þessara verkfæra er til stærri og flóknari útbúnaður fyrir áhugasama garðræktendur. Þar má t.d. nefna að fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta garðúrgang, fallin lauf og fleira, eru til ílát fyrir affall úr görðum, útbúnaður upp á 70 til 80 þúsund, en með því að setja sérstök ódýr rotnunarefni saman við úrganginn má fá góðan áburð. Og garðaplastið þekkja allir. algengasta plast, 2 m á breidd og 0.05 mm á þykkt, er á verði undir 300 krónum metrinn. Og þá er vonandi að menn viti eitthvað um öll þau áhöld og hjálpargögn sem eru notuð til að rækta garðinn. aób sem vert er að nefna, það er sú sem er á verðinu í kringum 10 þúsundir króna. a. Sláttuvél sem þessa er hœgt að fá á verði i kringum 45 þús. kr. b. Hjólbörur má gera ráð fyrir að kosti frá 30 til 50 þús. krónur. c. Garðslöngur eru á um 300 kr. metrinn. d. Karfan er fyrir rusl úr garðin- um og kostar um 10 þúsund krónur. e. í henni er stór úðadæla, dælur af þessari gerð eru á verði frá 42 og upp í 50 þús. krónur. f. Garðkannan kostar um 4 þúsund krónur en til eru minni könnur og ódýrari, og sjálf- sagt dýrari lika. g. Heyhrífaner sú sem er í hvarfi við bakkann, hún fæst á verði eitthvað undir 4 þúsundum króna. h. Við hlið hennar er kantskeri. 12 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.