Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga öll í einu eða hvert þeirra sem vera skyldi, ef aðstæður krefðust slíks. Meðlimir 01B mega opinberlega ekki sjálfir leggja stund á svörtu listirnar. rétt eins og leynilögregla I Bretlandi ber ekki vopn við rannsókn venjulegs máls. En ef kringumstæður krefjast er hægt að fá vopnaleyfi. Og vissir foringjar hafa hlotið slíka þjálfun, ef þannig neyðartil- felli verða. Það er hálfopinbert leyndarmál, að foringjar innan OIB, eða æðri foringjar, en þeir eru alls ellefu á höfuðborgar svæðinu, eru hvattir til að vopnast að minnsta kosti fyrstu sex af grundvallar- atriðunum fjórtán. I þessum tilgangi hafa verið stofnaðir sjóðir til sérþjálfun- ar og foringjarnir fá stöku sinnum fri til námskeiðahalds, fyrst i Van Allen stofn- uninni til dulrænna rannsókna við Great Missenden, og ef þeir ná einhvern tima því stigi, eru þeir loks tengdir hugsanatengslum við sjötta og síðasta kennara sinn. Wall var einn af þrem fyrstu OIB- mönnunum til að glíma við sjötta at- riðið. Sjötta kennarann sinn þekkti hann einfaldlega sem R. Með aðstoð fimm annarra kennara hafði hann náð valdi á fyrsta atriðinu, afneitun sjálfsins. síðan öðru, styrk úr veikleika. þriðja, skilnaði við iarðneska fjötra. og loks fjórða og fimmta.að þekkja óvininn og myndun aflsvæðis. Fimmta atriðið var það sem Jan Kopek notaði til að bægja burt högginu, sem stefnt var að honum. Og án efa hafði þvi verið beitt í vöm Gray Jordan gegn árás Mike Benson. En að því er Gray Jordan viðvék hafði verið um fleira að ræða en bara vörn. Eldingar-lostið, sem svo er nefnt, er nokkuð sem ekki einu sinni grundvallar- atriðin ná yfir. Mannlegar verur geta sjaldan framið það, þó að myrkrahöfð- ingjarnir noti það gjarnan. Ef það mis- tekst, er það banvænt, bæði fyrir þann sem beitir því og fórnarlamb hans. Sjötta grundvallaratriðið, sem er lykill að öllum þeim, sem eftir eru, er eining hugans. Og það var hlekkurinn milli lan Wall og R. Tilhugsunin um R var huggun. Þó hann virtist vera rólegur á ytra borðinu, hafði hvert það mál, þar sem myrkravöld in virtust koma við sögu, djúp áhrif á Wall. Hann var heill og óskiptur í and- stöðu sinni við þau, en hann þekkti styrk þeirra, og hann var oft hræddur. Ótta sinn faldi hann á bak við grimu ósnort- ins rólyndis. En samt var hann til staðar. Þar sem hann sat þarna við borðið i næstum mannauðum borðsalnum og gældi við ótta sinn, sendi hann af ásettu ráði huga sinn aftur í tímann að sækja þrótt og huggun í minningarnar um R. sem hann hafði aldrei séð, þó þau hefðu eytt saman þrjátiu dögum og nóttum í innri klefanum í Great Missenden. Þetta er aðferð sem Van Allen stofn- unin hefur þróað og aðrar viðurkenndar stofnanir sama eðlis síðan tekið upp, þar Eeð talin hin fræga Oppenheim Centre i allas og Laboratorium Maximillanhof i Dresden. Klefinn er lítill og kassalaga, tilraunastofumegin í stofnuninni. Hann er einangraður frá umheiminum, þó að þar inni sé neyðarbjalla, sem hefur því miður allt of oft verið notuð til marks um uppgjöf. Inni er algert myrkur og al- ger þögn. Einhvern daginn verður sögð öll sagan um dagna og næturnar þrjátiu. Hvernig þau náðu fyrst einingu líkam- ans. Hvernig svo, einhvern tíma á þess- ari tímalausu þöglu ferð gegnum myrkrið, að hann fann fyrir fyrsta þrýst- ingi frá huga hennar og slakaði smám saman á sínum. Hvernig þau náðu loks einingu hugans og glötuðu henni aldrei upp frá því. Það verður sagan um R. en hana hafði hann aldrei séð, þegar þarna var komiðsögu. FJÓRÐI KAFLI Mike Benson opnaði augun og starði vantrúaður á umhverfi sitt. Litla hvita sjúkrastofan var horfin. Þess í stað lá hann i stórri himinsæng í herbergi, sem var næstum hringlaga. Á tveim hliðum hins hvelfda veggjar voru gluggar, rúmið stóð við þriðju hliðina og veggur- inn sem fullkomnaði hringinn var flatur og á honum þungar dyr. Hann var enn óskýr í hugsun, en sviminn og ógleðin voru horfin. Hann verkjaði í meidda fótinn, en þegar hann hafði ýtt rúmfötunum frá og mjakaðsér fram úr, gat hann staðið og jafnvel gengið að einum glugganum. Morgunn- inn var bjartur og sólríkur. og útsýnið frá glugganum glæsilegt — aðeins þungir rimlarnir fyrir honum spilltu þvi. Langt fyrir neðan hann var verönd, sem greinilega var ekkert hirt, þvi þar óx ill- gresi og steinhnullungar lágu á við og ,, , IConica FS-1 Ennþa SKREF/ Á UNDAN ÉR NU ER HÚN KOMIN Fyrsta sjálfvirka reflexmyndavélin með innbyggðum trekkjara (auto winder). Þú setur filmu í vélina og lokar filmubakinu og vélin trekkir fram á fyrstu mynd. ínnbyggði trekkjarinn í samvinnu við hina þekktu Ijósopssjálfvirkni Konica hjálparþér að ná hröðum myndskiptum. Konica býðurþér upp á mikið úrval aukahluta, m.a. linsurfrá 15 mm til 100.0 mm. Líttu inn og skoðaðu Konica FS 1 eina afmestu myndavélanýjungum / mörg ár. Verð með 40 mm FI.8 fínsu og tösku kr. 235.200.- Verslunin Austurstrœti 6 — Sími 22955. 42 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.