Vikan


Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 31.07.1980, Blaðsíða 22
REIMLEIKAR HJÁ GRYPHON OFURSTA Smésaga það gerðist var eins og allt umhverfið glataði festu sinni vegna þéttleika hennar. Hún tók rúm; hún dró alla vídd ; til sín svo allt annað varð hálfóraun- i verulegt, eins og i draumi. Þetta var allt ein þverstæða. Þar sem i frú Gryphon birtist, sitjandi uppi á kústaskápnum, á klæðaskápnum, i miðj- um stiganum eða inni í áhaldaskýlinu, var eins og hún yrði það eina raunveru- lega í draumaheimi. Hún sagði aldrei orð; hún þurfti ekki að segja neitt. Hún átti næg orð og nú birtust þau öll i augum hennar. „Enn ekki nógu gott," virtustaugu hennarsegja. „Ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér; það þarf einhver að sjá um að allt sé í röð og reglu hjá mér," sagði Gryphon of- ursti aulalega. Niðri hjá blaðasalanum las hann allar auglýsingarnar á töflunni. „Einstæð kona þarfnast félaga.” Nei það gengi alls ekki; hún myndi ekki hafa reglu á hlutunum hjá honum. „Sláttuvél til sölu.” „Svartan kettling vantar gott heimili.” Og svo loksins: „Elda- buska/ráðskona, getur hafið störf strax." Það var aðeins þessi eina auglýsing. Á báðum áttum skildi hann nafn sitt og heintilisfang eftir og gekk heim, við og við muldraði hann eitthvað í barm sér og leit fullur varúðar i kringum sig. Að kvöldi þessa dags, þegar rauð vetrarsólin hneig á bak við kræklótt trén og húsið fylltist lágum hljóðum, var' barið fast og ákveðið að dyrum. Gryphon ofursti hrökk við eins og hljóðið hefði verið mun meira ógnvekj- andi. I gegnum þykka mjólkurlitaða rúð- una sá hann dökkan skugga, knýttan og einkennilegan, og eitt augnablik flaug sú hugsun að honum að móberjatréð vildi komast inn til hans. Hann tók á öllu sínu viljaþreki og opnaði dyrnar. Ásamt vindhviðu kom lítil kona inn. Undir ullarhúfu, sem skreytt var með lyngvöndli, sá Gryphon ofursti einkennilega samsetningu and- litshluta, nef sem náði allt of langt niður og höku sem skagaði allt of langt út, en þvílik lífsgleði í svipnum. Hvað var svona ánægjulegt? Hann velti þessu fyrir sér og fann um leið fyrir óþægilegri nálægð svipsins illa sem leyndist i dimmum skotum i húsi hans. Hann leit hálfhræddur á glaðlegt andlit konunnar. „Sæll, góði," sagði hún. „Ég kem vegna starfsins. Ég sé að þú þarft á um- sjá að halda.” „Já,” sagði Gryphon ofursti. „Já, svo sannarlega.” Vindurinn blés undir hurðina og stt^pdi, nokkur visnuð laufblöð þyrluð- ust um fætur þeirra og stönsuðu við stig- ann. Út undan sér sá Gryphon ofursti hina látnu konu sina, Mintu; hún virtist sitja á handriðinu. „Þessi gömlu hús eru oft nokkuð draugaleg,” sagði litla konan glaðlega. „En ég kann vel við þau. Þau hafa sál og það kann ég að meta.” Rödd hennar var þægileg xrg augun voru mjög dökk og skínandi. Gryphon ofursti dró djúpt andann og sneri baki í stigann. „Ég er ekki erfiður maður,”sagði hann út i loftið. „Auðvitað ekki, góði. Ég sá það undir eins. Ég heiti Aggie Plum og ég byrja strax á mánudaginn. Það er að segja ef það hentar þér." „Ég væri yður mjög þakklátur,” kvak- aði í ofurstanum. Hann kom alltaf fram við Aggie með virðingu. Þegar hann steig yfir fætur hennar, þegar hún var að skúra gólfið; eða þegar hann þrengdi sér fram hjá henni, þegar hún hreinsaði stigann með harða burstanum sínum, sagði hann ævinlega: „Hafið mig afsakaðan.” Þá hætti Aggie starfi sínu eitt augnablik og holdugur líkaminn hristist af hlátri. Hlátur hennar var hár og glaðlegur, hann gladdi vesalings ofurstann sem þurfti sannarlega á því að halda því nú tóku þrautir hans að þyngjast. Ástandið versnaði stöðugt. Frú Gryphon sáluga birtist oftar og fyrr á daginn, brátt var hún stöðugt til staðar. Frá húsgögnunum ferðaðist hún í gegn- um loftið um það bil einn metra fyrir ofan eiginmann sinn. Hún lá alltaf og studdi hönd undir kinn, hatturinn hall- aði út á hlið. Hún var i teygjaniegum sokkum og í grænu tweed-fötunum. Hún elti Gryphon ofursta út i búð og á daglegum gönguferðum hans í al- menningsgarðinum. „Ég er ofsóttur maður,” stundi Gryphon ofursti. Hann hafði alveg misst hermannlegan likamsburð sinn og drúpti nú alltaf höfði. „Hún ásækir mig — ásækir mig.” „Guð blessi þig, ofursti, þú ert indæll maður,” sagði Aggie sem náði ekki alveg því sem hann sagði. Nálægð Aggie Plum veitti honum öryggi, hún virtist halda skuggunum I fjarlægð, loftið i kringum hana var fullt af ódrepandi gleði. Hann bað um að fá að drekka teið sitt með henni í eldhúsinu — þau fóru þá yfir úrslitin i veðreiðun- um og Aggie sagði honum stjörnuspána hans. Hún talaði um uppvaxtarár sín í Suffolk eða stríðið og sveitalífið. Ofurst- inn hefði haft gaman af að segja henni frá hernum en frú Gryphon, sem horfði á hann frá uppþvottaborðinu, hindraði hann í því. „Afsakaðu að ég spyr, en sérðu nokkuð óeðlilegt þarna hjá vaskinum?” Aggie leit yfir öxl sér. „Ekki neitt. góði,” sagði hún. „Hvað áttu við?” „Þú kemur ekki auga á stóra konu í þykkum grænum tweed-fötum?” „Hvað þá, á uppþvottaborðinu?” „Já,” sagði Gryphon ofursti. Aggie hló hátt. Hún hellti meira tei i bollann hans. „Skiptir ekki máli, góði,” sagði hún. „Frænka mín var miðill og þú myndir ekki trúa því sem hún sá. Þegar sígauninn gaf mér lyngvöndulinn minn — taktu eftir því að hún gaf mér hann, seldi mér hann ekki — þá sagði hún mér að bera hann alltaf, það væri gæfumerki. Þess vegna er ég alltaf með hann.” „Þú ert mjög skilningsrik kona,” sagði ofurstinn auðmjúklega og á næstu vikum, þegar hegðun hans varð sífellt einkennilegri, hló hún þess meira. „Ég kann vel við menn með sérstakt lundarfar,”sagði hún. Ofurstinn var þakklátur en hann þurfti enn að mæta Mintu einn og það varstundum erfitt. Það eru takmörk fyrir þolinmæði manna, jafnvel hjá mjög þolgóðum mönnum. Undir lok langs vetrar sí- felldra ofsókna, þegar laufin voru farin að gægjast út úr trjánum við Condiment stræti, gaf sig eitthvað i vesalings Gryphon ofursta. Hann fylltist baráttu- þreki og tók að berjast á móti. „Ég sé þig horfa á mig þarna úti.” Gryphon ofursti var aftur að tala við konuna sína sálugu, hann hrópaði til hennar út um gluggann. „Ég veit hvers vegna þú ert alltaf að horfa á mig. Þú ert að reyna að gera mig vitlausan, en þú ert aðeyða tíma þinum til einskis. Farðu,” hrópaði vesalings Gryphon ofursti. Hann gengur stundum nokkuð langt, hugsaði Aggie og hló með sjálfri sér niðri í eldhúsi. Hún heyrði ekki vel hvað ofurstinn var að segja og giskaði bara á það. Sólargeislarnir komu upp um sprungur í rauðum gólfdúknum og flagnandi málningu bak viðeldavélina. Það þyrfti svo sannarlega að lappa upp á húsið, hugsaði Aggie, en það borg- ar sig ekki að segja honum það meðan hann er með þessa flugu i höfðinu. Ég hef aldrei fyrr hitt mann sem hefur þurft eins mikið á umönnun að halda. NÝJUNG í FERÐALÖGUM A ÍSLANDI HRING m: MEÐ SÉRLEYFISBIFREIÐUM GEFA YÐUR KOST Á AÐ FERÐAST UM ÍSLAND Á ÓDÝRAN ()G ÞÆGILEGAN HÁTT LEITIÐ UPPLÝSIN' AHJÁ: I EROASkl' UMFERI'' V IIRIM sími:: sroi-v nÐsröÐiNNi II RIAKJWlK TOST XX Vikan ii tbi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.