Vikan


Vikan - 31.07.1980, Síða 35

Vikan - 31.07.1980, Síða 35
Kummelberg áður en hann vissi af. Hann flýtti sér því að skipta um umræðuefni. . — Sautján ár. Hefur þú virki- lega ekki séð manninn þinn í heil sautján ár? — Það er satt en nú er ég bú- in að fá nóg! Ég þoli ekki lengur þetta innantóma líf sem ég lifi. Ég hef sótt um skilnað. Ég trúi því að lífið geti enn veitt mér einhverjar ánægjustundir, bara ef ég finn rétta manninn. Ert þú "ekk^á sama máli, herra Kumm- elberg? — Að sjálfsögðu, samsir.nti Kummelberg. Aftur reyndi frú Sölverberg að líta í augu Kummelbergs, hún þrýsti þvala hönd hans og sagði svo innvirðulega: — Þú ert góð manneskja, stórkostleg vera ... ég er viss um að þú og ég... Kummelberg flutti sig enn um set en komst ekki langt vegna þess að hann sat á bláenda sóf- ans. í örvinglun sinni greip hann til þess ráðs að hnerra ofsalega þannig að nú var það frú Sölver- berg sem kipptist til hliðar. — Hefur maðurinn þinn aldrei skrifað þér að utan? spurði hann. Frú Sölverberg kinkaði kolli sorgmædd á svip. — Jú, ég fæ jólakveðju á hverju ári — það bregst aldrei. En aldrei línu framyfir það. Reyndar er ég með öll sautján póstkortin hér í töskunni minni. Hún tók kortin upp úr tösk- unni og lagði þau fyrir Kummel- berg svo ekkert færi á milli mála. — Sautján bréf á sautján árum — það er allt og sumt. En nú er þessu lokið. Ég ætla að ná mér í mann sem sýnir mér hlýju og umhyggju og í staðinn lofa ég að... Kummelberg fiktaði við skyrtukragann sinn og leit yfir póstkortin, Tasmanía, Nýja Guinea, Caledonía, Fidjieyjar, Tonga og guð má vita hvað. Hann ákvað að láta til skarar skríða. — Mig langar til að biðja þig um einn hlut, sagði hann auð- mjúkur. — Er það? svaraði hún og eftirvæntingin leyndi sér ekki. — Hvað sem er, herra Kumm- elberg, hvað sem er! — Ég er ákaflega mikill ein- ■ stæðingur eins og þú e.t.v. veist og ef þér er á móti skapi það sem ég nú fer fram á þá skalt þú ekki hika við að neita. Ég lifi mjög fá- brotnu lífi... kannski finnst þér ég vera frekur að fara fram á þetta en,... — Út með það! Út með það! . Frú Sölverberg var farin að iða í sæti sínu. — Já, skilurðu — mig lang- aði til að biðja um leyfi til að rífa frímerkin af kortunum — þau eru sjaldgæf og ég er safnari ... eða þannigsko . . . Þýð.: e.j. 31. tbl. VIKan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.