Vikan


Vikan - 31.07.1980, Side 41

Vikan - 31.07.1980, Side 41
Þýðandi: BJörn Baldursson. (Ljósm. einkaréttur Vikan — Worldvision Enterprices Inc.) Annar hluti Við ættum ekki í stríði og þvi þyrfti þá si og æ að ganga i stígvélum? ,.Þú verður að gera það," sagði hún. „Fólk ber virðingu fyrir þér. Kaupmenn- irnir i grenndinni vita hver þú ert. Þá fæ ég besta kjötið. ávextina og grænmetið. Sá sem er voldugur á að nota vald sitt." Ég sagði ekkert. Aldrei hafði hvarflað að mér að meðal þeirra friðinda sem SS- búningurinn veitti væru þykkari kjöt- sneiðar og þroskaðri melónur. En Marta er svo séð. Hjartakvillinn hefur aldrei dregið úr snerpu hennar eða gáfum. Ég reyndi að fá Pétur til að bjóða mér góða nótt með kossi en hann hljóp burt frá mér. Ég kyssti Mörtu i kveðjuskyni áður en ég færi til vígsluathafnarinnar og minntist atriðisins í llións-kviðu Þegar Hektor setti á sig gljáfægðan. fjöðrum skrýddan hjálm sinn og eigin- kona hans heldur á loft syni þeirra til að 'eyfa honum að dást að föður sínum og barnið æpir yfir sig af skelfingu. svo óttaðist þaðútlit hans. Viðbrögð Péturs valda mér leiðindum. Ég hafði aldrei ímyndað mér að ég væri þess háttar maður að börn mín forðuðust mig. Frásögn Rúdís Á árunum 1935—38 hertist enn kverkatakið á gyðingum i Þýskalandi. Við fórum hvergi. Móðir min hélt þvi stöðugt fram að ástandið myndi batna og faðir minn samsinnti henni. Anna hafði neyðst til að hætta i skólanum og stundaði nú nám í einka- skóla i eigu gyðinga. Hún var afbragðs- nemandi, miklu betri að mér fannst en Karl eða ég. Karl reyndi að sjá sér far- borða með listmálun og fékkst sama og ekkert við auglýsingagerð. Inga dáði hann, starfaði sem ritari' og var Barta Weias og dóttír hennar, Anrta, æfa saman lag tíleinkað af- mæli Jósefs Weiss. aðalfyrirvinna heimilisins. Ég hjálpaði til við heimilisstörfin og var orðinn hálf- atvinnumaður í knattspyrnu. Við rétt skrimtum. Nú var orðið augljóst að sjúklingar föður míns voru þeir einir sem voru ekki svo forsjálif, frekar en við, að fara úr landi. Dagbók Eiríks Dorfs Berlin í nóvember 1938. I dag lágu fyrir hin hversdagslegustu verkefni, m.a. skýrslur frá fólki sem njósnar um nágranna sina. Ég rakst á kunnuglegt nafn á borði mínu, Jósef Weiss lækni. Satt að segja var það kærkomin til- breyting frá þeim leiðindastörfum sem ég hef haft með höndum að undanförnu. öðru hverju fæ ég að fara á fundi með Heydrich en sjaldan verð ég vitni að þeim ákvörðunum sem teknar eru af æðstu valdamönnum. Samt féyni ég,að kvarta ekki. Ég er duglegur, vipn skipu- lega og Heydrich getur treyst þvi að ég sjái svo um að skipunum hans sé full- nægt. „Látum Dorf um þetta,” segir hann oft þegar einfalda þarf orðalag eða umskrifaskýrslu. Ég þarf ekki að kvarta. Marta virðist betri fyrir hjartanu og börnin eru hraust. Við fáum nægan mat. Þegar ég rakst á nafn Jósefs Weiss í dag minntist ég þess að heilsa Mörtu var nú stórum betri. Dvöl okkar á lækninga- stofu hans fyrir þremur árum rifjaðist upp fyrir mér. Ég las orðsendinguna. Hún var frá lítilsigldum skrifstofumanni sem bjó andspænis læknishúsinu. Gyðingurinn Jósef Weiss, sem rekur læknisstofu að Groningstrasse 19, hefur stundað a.m.k. einn sjúkling af arískum stofni. Þetta er brot á Nurnberg-lög- unum og þarf að athuga nánar. Hér er um að ræða konu, ungfrú Gutmann, sem sést hefur fara á stofu læknisins. Litilfjörlégt málridrtdtr—venjttfegum kringumstæðum hefði ég falið rann- sóknina starfsmanni RSHA þar sem sú deild fer oftast með mál gyðinga. Ég velti þessari skýrslu fyrir mér um hríð. Varðaði mig nokkuð um þetta mál? Ég er samþykkur áætlun okkar og styð skoðanir Heydrichs á málefnum gyðinga. Ég hef brotið Mein Kampf til mergjar og f^llst á að þýsku þjóðinni standi eilíf ógn' af gyðingum og líklega á ég ekki að láta gamla þakkarskuld við lækni hafa áhrif á mig. Því veit ég ekki með vissu hvers vegna ég hegðaði mér eins og ég gerði í dag. Ég afklæddist einkennisbúningi mínum, fór í látlaus, grá jakkaföt og hugsaði með mér: „Ef til vill á ég Weiss skuld að gjalda.” Biðstofa hans var óhrjálegri en rrlíg hafði minnt. Málningin var tekin að flagna af veggjum og lofti. Inni sátu gamall gyðingur og ungt par. Ég barði á matt glerið. Weiss læknir opnaði. Hann var klæddur hvítum sloppi. Hann var tekinn í andliti og gráhærður. Hann bað mig að bíða andartak, hann væri að skoða sjúkling. Þá bar hann kennsl á mig. „Guð minn góður,” sagði hann. „Þetta er Dorf. Gakktu í bæinn.” Hann bað sjúklinginn að biðaframmi. Aftur leit ég á myndirnar á veggnum — af konu hans, börnum og brúðhjón- unum. Ég virti vandlega fyrir mér myndirnar af yngri börnunum. Pilturinn virtist harður af sér. Hann var i knatt- spyrnubúningi. „Þetta er Rúdí, yngri sonur minn,” sagði læknirinn. „Hann var miðherji hjá 31. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.