Vikan - 31.07.1980, Qupperneq 63
hefðuð ekki efni á að eignast.
Svo skuluð þið setjast niður og
reikna út upphæðina sem í þetta
fer árlega og þá ætti að liggja
nokkuð ljóst fyrir að dæmið
gengur illa upp. Og að ekki sé
minnst á að ef þið reykið líta
ekki við ykkur þeir strákar sem
ekki reykja. Hver haldið þið að
kæri sig um að kyssa stelpu sem
angar eins og fullur öskubakki?
Ogbragðið... hoj!
Það er ekki nema um eitt að
ræða. Finnið einhverja tvo
spennandi og nýja og gleymið
þeim gamla. Gætið þess þó að
semja vandlega um hvor á að
hrífast af hvorum svo þið lendið
ekki aftur í sömu súpunni. Og
þið þurfið alls ekki að hætta að
vera saman, þótt í odda skerist
varðandi karlpeninginn, vinátta
er yfirleitt meira virði á þessum
aldri en hrifning af gagnstæða
kyninu. Hún varir mislengi, oft
ekki nema í nokkra klukkutíma.
Klofin og rifin
naglabönd
Kœri Póstur!
Ég skrifa þér út af agnarlitlu
vandamáli í sambandi við negl-
urnar á mér. Ég er alltaf með
klofin og rifin naglabönd. Er
ekkert sem ég get gert við
þessu sjálf? Verð ég að fara á
handsnyrtistofu ?
Jæja, kœri Pósíur, þetta var
nú allt og sumt sem ég ætlaði
að spyrja þig um í þetta sinn.
Ilmur.
Bæði í apótekum og snyrti-
vörubúðum eru seld efni sem
bæði eiga að eyða naglabönd-
um og mýkja þau. Eftir notkun
þeirra í skamman tíma ættirðu
að vera laus við þetta vanda-
mál sem er einna algengast
þegar loftið er fremur þurrt,
svo sem á vorin og haustin. Ef
allt þrýtur skaltu fara á hand-
snyrtistofu og fá þar viðeigandi
meðferð og frekari ráðlegging-
ar.
Pennavinir
Mr. Paul Chapman, 334 Caernafon
Road, Banpor, Gwyncdd, Wales. UNIT-
ED KINGDOM, er Islandsvinur sem
vill komasl í bréfasamband við Islcnd
'nga.
Mrs. Milada Matus, P.O. Box 190,
Mudgeeraba, Queensland, 4213
Australia, er 31 árs áströlsk húsmóðir
sem á eina dóttur. 2ja ára. Hún óskar
eftir pennavinum frá tslandi, helst kon-
um. Hún hefur áhuga á sögu íslands og
langar til að fræðast sem mest um land
og þjóð. Önnur áhugamál eru bréfa
skriftir. ferðalög. lestur. tónlist. kvik-
myndir, Ijósmyndun og náttúruskoðun.
Hún ætlar að reyna að svara öllum
bréfum.
Júlía Ástvaldsdóttir, Geithellum 2, 765
Djúpavogi, óskar eftir að skrifast á við
stráka log stelpur) á aldrinum 12—14
ára. Áhugamál: dýr. fótbolti. ferðalög.
sund o.fl.
Svandís Lóa Ágústsdóttir, Kveldúlfsgötu
19, 310 Borgarnesi, óskar eftir að skrif-
ast á við krakka á aldrinum 14—16 ára.
Hún er sjálf 15 ára. Áhugamál margvis-
leg.
Guönýju Þorbjörgu Ólafsdóttur, Plóka-
lundi, 840 Laugarvatni, Árnessýslu,
langar að skrifast á við stráka á aldrin-
um 14—18 ára. Hún cr sjálf 14 ára. Hún
svarar öllum bréfum.
Margrét Rósa Garðarsdóttir, K'eldúlfs-
götu 18, 310 Borgarnesi, óskar cftir að
skrifast á við krakka á aldrinum 13— 15
ára. Hún er sjálf 14 ára. Áhugamál
margvisleg.
Sigríður Guðný Guðnadóttir, Klébergi
16, 815 Þorlákshöfn, Árnessýslu, óskar
eftir að skrifast á við stelpur og stráka á
aldrinum 12—14 ára. Hún er sjálf 12
ára. Áhugamál: sund og aðrar iþróttir.
bækur. frímerki. diskótónlist. leikarar.
söngvararogdýr.
Gas og grillvörur
Suöulandsbraut 4
síni 38125
Cssa
Alhliða ferðamannaverzlun
SALA Á BENZlNI OG OLlUM
olis
Benzín- og olíustöð
ESSO OLlS SHELL
viS Aðalgötu, Stykkishólmi
Sími 93-8254 og 93-8286
ALLS KONAR FERÐAVÖR-
UR
ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR
PYLSUR OG FL.
FERÐAMENN!
VERIÐ VELKOMIN
31. tbl. Vikan63