Vikan - 13.08.1981, Page 12
verður líka til þess að maður pælir meira
í því hvernig maður er sjálfur. Ég velti
fyrir mér hvernig kringumstæðurnar
voru og af hverju ég gerði þetta.
Hvað um Shakespeare?
Ég lít ekki á Shakespeare sem neinn
guð, eins og Bretar hafa tilhneigingu til
að gera. Sumt af því sem hann hefur
skrifað finnst mér vitleysa og leiðinlegt
en annað sem hann hefur skrifað er
mjög gott og mér finnst voðalega gaman
að leika Shakespeare. Hann hefur alveg
einstakt lag á enskri tungu, — samt sem
áður má maður ekki lesa hann með þvf
hugarfari að þetta sé þungur háfleygur
texti. Leikrit hans krefjast þess að vísu
að maður sé stór í því sem maður gerir.
En þetta er allt bundið við að vera
einlægur í sinni túlkun á hlutverkinu.
Það sem mér fannst erfitt meðal
annars við Shakespeare er að þótt maður
hafi tilfinningu fyrir nútíma-enskunni
þá gegnir öðru máli með þetta gamla
mál. En þar stóð ég svo sem ekkert ver
að vígi en sumir breskir skólafélagar
mínir, að ég tali nú ekki um þá sem
höfðu talað cockney-ensku frá blautu
barnsbeini.
Við sýndum leikritið Kaupmaðurinn l
Feneyjum eftir Shakespeare og þar lék
ég Jessicu dóttur gyðingsins. Það var
ekki stórt hlutverk en mér fannst gaman
að leika það. í raun finnst mér gaman að
öllu í leikhúsinu, mér finnst gaman að
kynnast leikritum af öllum gerðum og
stefnum.
Leikhús er pólitískt
En þótt ég sé hrifin af leikhúsi
almennt þá hef ég sérstakan áhuga á
leikhúsi í líkingu við Alþýðuleikhúsið.
Allt leikhús er pólitískt en mér er
sérstaklega hugað um þá stefnu að
leikhús sé bæði skemmtilegt og uppfræð-
andi.
Við unnum meðal annars meö barna-
leikhúsi sem nefnist Theater Center. í
Bretlandi styrkir ríkið litla leikhópa sem
setja upp frumsamin eða önnur verk og
sýna í skólunum. Við settum upp leikrit
með slíkum leikhópi og sýndum 1
skólunum. Það heitir Drink the Mercury
og er eftir einn úr þessum leikhóp, David
Holmann, og fjallaði um kvikasilfurs-;
eitrunina sem varð i Japan fyrir
nokkrum árum.
Það gaf manni eitthvað aukalega að
finna að maður var að flytja fólkinu
eitthvað sem var lifandi, áþreifanlegt —
eitthvað sem fólk þarf að vera meðvitað
12 Vikan 33. tbl.