Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 14

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 14
Texti: Jón Ásgeir Ljósm.: RagnarTh. Hver er Sóley? Kvikmynd sem unnin er í samvinnu íslenskra og ítalskra kvikmyndagerdarmanna. Hún hefur hlotið góða dóma en fremur fáir séð hana. Myndin var af vanefnum unnin en vandað til verka. Vikan spurði Rósku, sem skrifaði handrit myndarinnar, um tilurð þessarar myndar, sem um þessar mundir er sýnd á fyrstu rás ítalska sjónvarpsins og var sýnd um miðjan maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hugmyndin aö Sóley spratt upp úr því aö vegna gerðar 7 heimildarmynda fyrir ítalska sjónvarpiö byrjaði ég aö safna, skrifa niður og útskýra fyrir Itölum alls konar efni um nútíma- og fommenningu okkar. Fljótlega fór ég aö taka eftir því aö sömu persónumar komu fyrir oftar en einu sinni í hand- ritunum. Til dæmis var ég meö Sóleyju á heilanum. Ég byrjaöi aö velta fyrir mér hvers vegna þetta væri. Ég fór í gegnum kvæöi og texta: Þjóösögur eins og Djáknann frá Myrká, Móöir mín í kví, kví og Olaf liljurós. Ljóö eins og Tím ann og vatnið eftir Stein Steinarr og ljóöið um hestinn aö noröan sem strauk suöur... eftir SigfúsDaöason. Þaö voru heimildir af þessu tagi sem handritið um Sóleyju varö til úr. Svo hef ég auðvitað haft í huga huldufólks- sögur og aörar sem ég heyrði á unga aldri... — Hvar ólstu upp? — Hér í Reykjavík en svo var ég í sveit á sumrin, bæði fyrir noröan og sunnan, meöal annars hjá Sveinbirni Beinteinssyni aö Draghálsi. Hjá hon- um var kaupamaður, Þorsteinn, ljóö- skáld, sem er dáinn núna. Bæöi þar og heima hjá mér í Reykjavík var til siðs að lesa úr þjóðsögunum, Islendinga- sögunum og Þúsund og einni nótt. Þetta blandast allt saman í meöför- um hjá mér, eins og til dæmis sagan af Þór. Hún er eins og fengin beint úr austurlenskri heimspeki, segir aö líf mannsins sé eins og feröalag. Því lýk- ur í takmarkinu, annaöhvort dauðanum eöa þegar þú eignast son. Þeir segja að þegar maöur eignast barn sé maöur að láta sinn lífsgang halda áfram. Myndin endar á því aö þegar Þór loksins finnur hestana sína fer Sóley frá honum en segir um leiö aö eftir sex ár muni sonur hans banka á dyr hjá honum. — Hvernig var staðið aö myndinni? —Ég byrjaöi aö vinna handritið í endanlegri mynd áriö 1978 og sótti áriö eftir um styrk úr Kvikmyndasjóði. Ég lagöi fram fullunniö kvikmyndahand- ritiö og geröi grein fyrir því hvemig skyldi unniö aö gerö kvikmyndarinnar. Égfékkekkertsvar. Ekki var ég sátt viö þessa framkomu svo aö ég birti handritið aö hluta í Þjóöviljanum svo aö fólk gæti vitaö eitthvað um þær myndir sem ekki fengu styrk úr Kvikmyndasjóði. Ég ákvaö aö byrja samt sem áöur á kvikmyndinni og talaði viö vini mína og kunningja um hvemig væri best aö standa aöþessu. BöövarGuömundsson kom meö þá hugmynd aö stofna hluta- félag, en mín fyrstu viöbrögö vom „hvaö er hlutafélag?” Eftir aö hafa fengiö nánari útskýringar réðst ég í aö stofna hlutafélag. Þaö gekk vonum framar og held ég aö hafi hjálpað aö fólk haföi lesið handritiö sem birst hafði. — Haföi hlutafélagiö einhvem til- gang utan þess aö f ramleiöa Sóleyju? — Já, þaö kemur fram í yfirlýsingu um tilgang félagsins aö því er ætlaö aö koma á framfæri listamönnum. Ein hugmynd er sú aö hafa kvikmyndasýn- ingar um viku skeiö á verkum einhvers ákveöins höfundar, til aö menn geti gert sér grein fyrir ýmsum höfundum — ekki bara þeim sem er í tisku þann daginn. Viö ætluöum aö koma út kvikmynda- blaði en ekkert varð úr því. Hins vegar höföum viö kvikmyndaviku, sem ekki var f jölsótt — ef til vill vegna þess að viö byrjuöum ekki á réttum manni, Dryer sem þykir fremur þungur. En viö gefumst ekki upp. Þorlákur Kristinsson hefur lengi unniö aö mynd um farandverkafólk án þess aö fá krónu frá hinu opinbera. Hann vinnur nú áfram að myndinni á vegum kvik- myndafélagsins Sóley h/f. Þetta er ein af þeim myndum sem ég held aö marg- ir hljóti aö hafa áhuga á, þaö eru svo margir sem vinna þannig störf, þar á meðalTolli sjálfur. Á aöalfundi hlutafélagsins var ákveöiö að f yrsta verkefniö skyldi vera Sóley. Þá var aö finna leikara. Ég haföi lesiö grein um leikflokkinn Kröku í Danmörku og þar haföi Rúnari Guö- brandssyni veriö hrósaö. Hann kom heim og meö honum dönsk stúlka sem mér fannst alveg tilvalin að leika Sól- eyju. Tina Hagedom varfeikilega dug- leg. Hún læröi til dæmis aö bera allan textann fram á íslensku, til þess aö síö- an væri hægt að lesa aöra rödd inn á myndina. En þaö er í raun rödd Birnu Þórðardóttur sem heyrist þegar Sóley talar í myndinni. Birnu tókst þetta alveg ótrúlega vel. Maður getur kannski sagt aö þær séu svipaðar týpur, báöar hávaxnar og ljóshæröar! —Um hvaö er Sóley ? — Myndin f jallar um líf mannsins. Þar er á ferö jaröbundinn maöur, Þór. Hann er sterkur, raunsær og lokaður fyrir öllum nýjungum. Hann hugsar bara um hestana sína, án þess að gera sér í hugarlund aö hesturinn er ekki „þarfasti þjónninn” heldur líka tákn frelsisins. Á þessum tíma geturöu ekk- ert komist ef þú átt ekki hest. Og þess vegna er á þessum tíma hestaþjófnað- ur þaö voöalegasta sem þú getur gert á Kvikmyndafélagið Sóley hf kynnir: Sðley leikstjöm: Rðska og Manrico Pavo- lettoni aðalleikarar: Tine Hagedom, Rúnar Guðbrandsson, Jón frá Pálmholti, Pétur Hraunfjörð, Þðrður Hjartarson, Hallgrímur Guðfinnsson, Rúnar Svein- bjömsson, Ragnar Stefánsson, Daníel Engilbertsson kvikmyndun: Charles Rose, Mario Gianni hljððuþptaka: Carlo Duca samtöl: Einar Ólafsson tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson klipping: Giuliano Mattioli framkvæmdastjóm: Ólafur Gísla- son, GuðmundurBjartmarsson. Islandi. I aldaraöir hafði hestaeign bjargað fólki. Ef þú lest eöa hlustar á allar þessar sögur, dæmisögur eöa ævintýri — raunar sannar sögur líka — þá kemstu aö raun um aö þær segja allar frá manninum sem leggur af staö til aö leita aö hestunum sínum. Sagt er frá lífi mannsins og leit hans aö frelsinu. En til þess að ná takmarkinu, og það segja bæði súrrealistar og Freud-sinn- ar, þarf undirmeövitundina. Án henn- ar og draumsins er meövitundin ófull- komin. Þess vegna lendir maöurinn í ýmsum ógöngum þar til hann hittir Sóleyju. Hún er tengiliðurinn, baráttu- hugúrinn fyrir frelsi. Sóley er dóttir draumsins, dóttir huldufólksins. Hún er hinn algjöri draumur, draumur fólksins. Þór þekkir lífið eins og þaö er á sínu þrönga sviði en Sóley er líka á þröngu sviði, hún er svo aö segja ekk- ert betur sett. Sóley þekkir bara eiliföina en veit ekki hvaö lífiö þýöir. Þau miðla hvort ööru og Þór sér aö lífið er eitthvaö meira en hann hafðiáður vitað. I sögum H. C. Andersens kemur stundum fyrir lítiö bam sem segir eitt- 14 Víkan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.