Vikan


Vikan - 27.05.1982, Page 19

Vikan - 27.05.1982, Page 19
Fjölskyldumál »> og einmana. Sveinn ásakar hins vegar Jónu fyrir aö gera allt of mikið úr hlutun- um. Hann skilur ekki sjálf- ur af hverju sambúðin hef- ur versnað svona en finnst líklegt aö það sé vegna þess að þau hafi of mikið að gera og að þau séu í fjárhags- basli út af íbúðarkaupun- um. Honum er líka illa við vinkonur Jónu sem honum finnst ýta undir óánægju hjá henni. Sveinn finnur líka fyrir vanlíðan og ein- manaleika og langar oft til að stinga af frá öllu saman, sem hann á til að gera um helgar. Þau hafa æ oftar talað um skilnað sem lausn. Aðdragandi skilnaðar byrjar mjög oft með ósætti og rifrildi á þann hátt sem dæmið af Sveini og Jónu sýnir. En hann getur líka byrjað með spennuhlöön- um tímabilum þar sem hjónin yrða ekki hvort á annað og gera sér far um að hafa sem minnst af- skipti hvort af öðru. Þegar skilnaðurinn er staðreynd Þegar fólk byrjar sam- búð hefur það von og trú á að það komi til með að búa saman og deila lífinu um alla fyrirsjáanlega fram- tíð. Það getur verið erfitt að horfast í augu við þær brostnu vonir þegar skilnaðurinn stendur fyrir dyrum. Þegar tekin hefur verið ákvörðun um skilnað má oft sjá ákveðin viðbrögð hjá þeim fráskildu. í fyrstu verður ákvörðun um skilnað oft slíkt áfall fyrir fólk að líkja má við lömun eða sjokkviðbrögð. Þaö verður altekið af vonleysi, getur ekki sótt um vinnu eða tekið sér neitt fyrir hendur. Þessi viðbrögð eiga sérstaklega við um þann aðila sem sættir sig illa við skilnaðinn. Því næst koma yfirleitt ýmis sálræn viðbrögð við skilnaðinum, einkum þung- lyndi, kvíöaköst og sjálfs- ásakanir. Einnig má nefna svefnleysi, einbeitingar- örðugleika og ýmis líkam- leg einkenni sem stafa af of miklu sálrænu álagi. Þessi viðbrögð má yfirleitt sjá hjá báðum aðilum sem finna til óöryggis gagnvart því tímabili sem í hönd fer. Þegar fram líða stundir átta báðir aðilar sig smám saman og fara aö semja sig aö breytingunni. Það tíma- bil sem í hönd fer má kalla úrvinnslu. Þá gera báðir aðilar upp fortíðina og prófa sig áfram á nýjum grunni. Þetta tímabil getur tekið mjög langan tíma og í besta falli fá einstakling- arnir sem í hlut eiga nýjan kraft og þroska til að takast á viö lífið. En oft festist fólk í ósætti og ósamlyndi sem getur þróast yfir í bitur- leika, hatur og baráttu ef ekkert er að gert. Skilnaðarmeðferð Eftir skilnaðinn þarf að takast á við margt: Um- gengni viö börnin ef þau eru til staðar, viðbrögð ætt- ingja og vina við skilnaðin- um, skiptingu eigna og e.t.v. leit aö húsnæði svo eitthvaö sé nefnt. Það helst oft í hendur að ráða þarf fram úr öllu þessu á sama tíma og innra álag er sem mest. Þá getur verið erfitt að hafa yfirlit yfir aðstöðu sína og sjá mögulegar lausnir. Það er á þessum tíma sem flestir hafa þörf fyrir hjálp. Þegar fólk kemur í skiln- aðarmeðferð gerir það grein fyrir hvernig málum þess er háttað en síðan er það hlutverk þeirra sér- fræðinga sem leitað er til að hjálpa fólki að skilja af hverju einmitt þess sam- búð hefur þróast á þennan veg. Þá eru eftirfarandi atriði gjarnan höfð til hlið- sjónar: 1. Mótun einstaklinganna á uppvaxtarárum. 2. Sjálfstæði þeirra á full- orðinsárum. 3. Samskipti þeirra í sam- búðinni. I dæminu um Svein og Jónu kom í ljós að sambúð- arerfiðleikar þeirra stöf- uðu aðallega af því aö þau höfðu hvort í sínu lagi mjög ólíkar hugmyndir um hvernig hitt ætti að vera, skoöanir sem mótuð- ust af því hvaö þau höfðu reynt í uppvexti. Eftir að hafa öölast þennan skilning þurfa þau síðan að ákveða hvort þau vilja og hvort þau treysta sér til að tak- ast á við þessa erfiöleika og reyna að breyta samband- inu. Það getur tekið á kraft- ana en reynslan sýnir að sambúð getur gjörbreyst ef hjón eru tilbúin að fara í slíka meðferð. Þó svo að sambúðarerfið- leikar endi í skilnaði er engu að síður mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því af hverju sambúðin gekk ekki. Slíkt innsæi og skiln- ingur hefur áhrif á það sem á eftir kemur, svo sem hvernig tengsl við börnin verða eftir skilnað og hvernig sambandið verður í framtíöinni. Reynslan hefur einnig sýnt að þegar fólk hefur farið í gegnum skilnaðar- meöferð sættir það sig bet- ur við skilnaðinn og ef það byrjar sambúð að nýju eru mun meiri líkur á að hún gangi vel. 21. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.