Vikan


Vikan - 27.05.1982, Page 22

Vikan - 27.05.1982, Page 22
Nauðsynlegt er aö jarðvegur sé eins vel undirbúinn og kostur er. Ef jarðvegur er lítt frjór er nauðsynlegt að blanda húsdýraáburði saman við moldina árið áður. Meö því móti nær áburðurinn að gerjast og minni hætta á að rótarkerfi plantnanna skaðist (brenni) af hans völdum. Jafnframt skal gæta þess að lóð sé hæfilega framræst. Síðan gróðrarstöðvar fóru að rækta upp trjáplöntur í pottum hefur gróðursetning orðiö öruggari og dreifst lengra fram á sumar þar sem minna hnjask verður á rótar- kerfi pottaplantna en þeirra sem opna rót hafa. Rétt er þó að hafa hugfast að ekkert mælir með því að draga gróðursetningu á langinn. Þegar garðeigandi kaupir trjá- plöntur hjá gróðrarstöðvum skal gæta þess vel að rótarkerfi plantn- anna sé vel rakt og að ekki sé skemmd á stofni. Er á áfangastað er komið skal ganga vel frá plöntunni þar til gróðursetning fer fram. Ef gróðursetning dregst á langinn er nauðsynlegt að geyma plönturnar á fremur skuggsælum stað og jarð- slá þær sem eru með opinni rót. Ef pottaplönturnar verða mjög þurrar er gott aö stinga hnausnum niður í vatn þar til loftbólur hætta að koma frá rótarhnausnum. Veljið sólarlausan dag til gróður- setningar. Grafið nógu djúpar og breiðar holur til þess að vel greiðist úr rótum plantnanna. Gott getur verið að setja lag af húsdýraáburði í botn holunnar, þó þannig aö 4—5 cm moldarlag verði á milli áburðar og róta. (Varist að láta áburð snerta rætur!) Greiðið vel úr rótinni og klippið burt alla skemmda rótar- hluta svo og þá sem eru óeölilega 4 langir miðað við aðrar rætur. Plant- an er síðan sett jafndjúpt og hún stóð áður og rætur lagðar vel út. Ýtið dá- lítið af mold að rótunum og komið henni vel inn á milli rótarhlutanna svo ekki verði loftrúm við rætur. Smám saman er holan fyllt upp og þjappað hæfilega með fæti. Gera má ráð fyrir 3—4 cm jarðsigi. Varist að þjappa svo fast að loft nái ekki að anda gegnum moldina því þá er voð- inn vís. Vökvið nægilega vel á eftir til að moldin nái að blotna niður fyrir rætur. Ef þurrt er í veðri næstu vikur á eftir skal gæta þess vel að plönt- 22 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.