Vikan


Vikan - 27.05.1982, Side 26

Vikan - 27.05.1982, Side 26
'Z>-,; Börn látin rota börn tslendingar eru ein af fáum þjóðum sem hafa farið að viðvörunum lækna og bannað hnefaleika. Þessi íþrótt, ef íþrótt skyldi kalla, ógnar heilsu þeirra sem hana stunda og nú hafa menn tekið upp á því í ýmsum löndum að senda börn sin til keppni. í Virginia-fylki í Bandaríkjunum barðist ekki alls fyrir löngu Harlan Hossier í sínum 28. kappleik við andstæðing sem hann fór tiltölulega létt með. Þrettán ára gamall varð Harlan þar með barnameistari í hnefa- leikum. Þegar átti að afhenda Harlan bikarinn féll hann í gólfið meðvit- undarlaus. Litlu síðar dó hann í sjúkrahúsi og var dánarorsökin heila- blæðing. Sumstaðar þar sem menn leyfa enn hnefaleika er ekkert lágmarks- aldurstakmark. í Sovétríkjunum er aldurstakmarkið 12 ár, þau eru fremsta land í hnefaleikum. í Vestur-Þýskalandi er ekkert aldurstak- mark. í Frakklandi er lágmarksaldurinn 16 ár. Sem betur fer má enginn aldursflokkur stunda hnefaleika hér á landi og verður svo um allan aldur. Hnefaleikar valda nefnilega heila- skemmdum og því sjálf sagt að hafa vit fyrir fólki. Texti: Jón Asgeir Sjö ára gamall bídur Tony Walker eftir því ad fara inn á hnefaleika- 8vædid í fyrsta skipti. Tony á heima í Bandaríkjunum og hefur œft þrisvar í viku til ad geta komist í keppni. Kothögg lenti á höku Dean Baptiste þegar hann var ad sýna hnefaleika í heimaborg sinni, London. Andstœdingurinn rétti hinum ellefu ára gamla Dean hœgri handar rothögg, þrátt fyrir ad bádir vœru meö leöurhlífar á höföinu. Sérhvert högg sem veldur meövitundartruflun orsakar um leiö heilahristing. 26 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.