Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 31

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 31
Opnuplakat Ungfrú Útsýn 1982 Einu sinni var lítil stúlka. Hún var ljóshærð og litfríö og létt undir brún. Samt var hún ekki látin heita Sigrún heldur var hún vatni ausin og gefið nafnið Elísabet. Björnsdóttir var hún. Þetta gerðist í Álaborg í Danmörku fyrir um sautján árum. Samt er Elísa- bet ekki dönsk heldur íslensk. Hins vegar dvaldi hún eins og börnum er títt með foreldrum sínum og systkinum (og gerir reyndar enn), sem um þetta leyti dvöldu langdvölum í Danmörku. Þar hóf Elísabet líka skólagöngu sína, nánar tiltekið í Gladsaxeskole í Her- lev. Hún var orðin tíu ára þegar hún fluttist endanlega til Islands og hóf nám í Breiðholtsskóla. Þá varö hún aö byrja á því að læra aö lesa íslensku. Hún gleymir sennilega aldrei hvaö það var erfitt að læra íslensku hljóðin sem táknuð eru meö samstöfunum „au” og „ei”. Því þótt fjölskyldan talaöi is- lensku heima fyrir varð danskan samt yfirsterkari í félagahópnum og skólan- um, og það er vissulega eitt að lesa dönsku og kveða að henni og annað aö gera hið sama við íslenskuna. Svona liðu árin og segir nú ekki af högum Elísabetar fyrr en á vordögum árið sem hún varð sextán ára. Þá efndi Vikan til keppni um efnilegt fólk til módelstarfa — Vikan velur módel. Eétt í þann mund sem skilafrestur þátttökutilkynninga var aö renna út var nafni Elísabetar rennt inn á borö ritstjórnar — og var Elísabet þó á báð- um áttum um hvort hún ætti erindi í þessa keppni. En aörir voru á öðru máli. Elísabet Björnsdóttir var umsvifalaust valin í þrjátíu manna hópinn sem tíu manna úrvalslið var síðan valiö úr. Og auðvit- aö var hún líka í því. Þar með tóku hjólin að snúast. Þessi tíu manna úrvalshópur fékk sérstakt námskeiö fyrir sýningarfólk hjá Módelsamtökunum. Og Elísabet fékk nóg að gera við sýningarstörf og sem ljósmyndafyrirsæta. Svo kom að keppninni um titilinn ungfrú Utsýn. Hjá því gat ekki farið eftir allt þetta að Elísabet væri þar meðal keppenda. Utsýnarkeppnin er eina stóra fegurðarsamkeppnin sem upp á síð- kastið hefur veriö haldin reglulega á Islandi. Mörgum hefur reynst hún stökkbretti til nýrra sigra og eftirsókn- arverðra starfa. Á hverju ári hefur mikill kvennablómi valist í þessa keppni og baráttan um úrslitin hefur verið hörð. „Þaö komst einhvern veginn á kreik að ákveðin stúlka hefði veriö valin ung- frú Utsýn og við trúðum því,” sagði Elísabet á eftir. En að þessu sinni var ekki aðeins valin ungfrú Utsýn heldur fengu allar stúlkumar ellefu, sem tóku þátt í lokakeppninni, hver sinn titil. Titlarnir báru nöfn helstu áfangastaða í ferðum Utsýnar. Þannig varð ein sól- arstúlka Utsýnar í Marbella, önnur á Lignano og svo framvegis. Áður en úr- slitin voru kunngerö sagðist Elísabet í gríni búast viö að veröa útnefnd sólar- stúlka Utsýnar í Hafnarfirði. „Viö bjuggumst við að verða allar kallaðar upp og útnefndar sólarstúlkur og síðan yrði ungfrú Utsýn kölluð fram úr hópnum sérstaklega,” sagöi Elísa- bet. „Svo voru hinar tíu komnar upp og þá fór Baldvin (Baldvin Jónsson, for- maður dómnefndar keppninnar) eitt- hvaö aö tala um Hafnarfjarðarstrætó. Þá fór ég alveg í steik. Eg heyrði ekki meir. Skynjaði bara einhvern veginn að hann nefndi nafniö mitt og fór upp. Ég held ég hafi ekki skilið hvaða titil ég hafði fyrr en boröinn var hengdur á mig.” Og hvað er þá næst? Ungfrú Utsýn hefur að sjálfsögðu í ýmsu að snúast í sambandi við þennan vegsauka. En frekari keppni er ekki fyrirsjáanleg eins og er. Hins vegar er ákveðið hvaö Elísabet Bjömsdóttir ætlar að hafa fyrir stafni næsta vetur: „Eg fer í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þaö er ákveðið og því verður ekki breytt.” Elísabet er ekki alveg ókunnug augum lesenda Vikunnar. Síðan módelkeppninni lauk hefur hún verið ljósmyndafyrirsæta hjá okkur, svo sem á þessari forsíðu og nú síðast í 20. tölublaði, 20. maí, þegar hún var eitt módelanna í tískuþætti Vikan velur módel — tíu manna úrvalshópurinn fagnar átanha • M",lvwood. 21. tbl. Víkan 3X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.