Vikan - 27.05.1982, Page 37
Hann vildi aldrei viöurkenna þaö á
meðan hann var lítill,” hélt William
áfram meö sársaukafullu brosi á vör.
„Tíu ára gamall drengur er stoltur.
En hann bætti sér þaö upp á hestbaki.
Enginn var jafnsnjall reiömaður og
hann. Hestar voru hans líf og yndi. Þú
vissir þaö kannski ekki heldur?” bætti
hann viö hikandi.
Eg hrísti höfuöiö og fann aö William
horföi rannsakandi á mig.
„Mér finnst nú ansi margt sem þú
ekki veist umRoss.”
Eg komst hjá því aö svara honum
vegna þess aö á sömu stundu nam bíll-
inn staðar fyrir framan gult tígul-
steinahús.
,Jdér þætti vænt um «f þú talaöir
ekki um Ross viö mömmu og létir hana
ekki einu sinni vita hver þú ert,” sagöi
hánn hraðmæltur um leiö og hann
hjálpaði mér út úr bílnum., .Læknirinn
hefur varað okkur viö þvi að láta hana
verða fyrir óþarfa áföllum. Ef þú hefur
ekkert á móti því hafði ég hugsað mér
aö kynna þig meö höfundarnafninu
þínu.”
Það skrjáfaöi í þurrum laufblööun-
umvið fætur mér.
„Og hvað um bréfin? ” spuröi ég ráö-
þrota.
„Þú mátt síst af öllu segja nokkuð
um bréfin,” svaraöi hann stuttur í
spuna.
FRO MANVILLE stóö
fyrir innan girðinguna
og beiö eftir okkur þegar viö komum.
Þetta var fíngerö kona í svartri kápu,
meö langan ljósrauöan siffonhálsklút
sem flögraöi umhverfis hana í vindin-
um og varö til þess aö andlit hennar
virtist enn fölara en það í raun var.
William sagði eitthvaö viö hana og hún
leit hálfhrædd í áttina til mín. Þegar
þau gengu hægt og rólega til mín sá ég
að hún var yngri en ég hafði búist viö
og aö hún hlaut aö hafa verið mjög lag-
leg þegar hún var ung. Nú var eins og
allt líf væri horfið úr andliti hennar.
„Mamma, þetta er Kristy, ágæt vin-
kona min,” sagði William og horföi
hlýlega til mín.
Skamma stund fannst mér eins og
glampi kæmi í augu hennar en mér
hlýtur aö hafa missýnst vegna þess aö
hún svaraði áhugalaust: „Þaö er alltaf
skemmtilegt aö hitta vini Williams.”
Orðin hljómuöu eins ogmeiningarlaust
raus ímunni hennar.
Viö sögöum ekki eitt einasta orö á
leiöinni til Waynewater. Við vorum öll
niðursokkin í okkar eigin hugsanir og
ég hugleiddi hvort þeirra hugsanir
væru eins mikiö svartnætti og mínar
voru. Mér var kalt og ég vaföi kápuna
þéttar utan um mig. Rúöurnar voru
hálfuppdregnar og vindstrókurinn stóö
í aftursætið og með honum barst sterk
ilmvatnslykt svo við lá aö mér yröi illt í
höfðinu. Ég velti því fyrir mér hve
langt viö ættum enn ófariö. Sólin var
farin að lækka á lofti yfir trjátoppun-
um. I þessari birtu var sólbrenndur
háls Williams eins og steyptur úr
bronsi og það brá meira aö segja
mjúkum bjarma á svipbrigðalausan
vangann á frú Manville.
Löngu áöur en viö komum að húsinu
sá ég því bregða fyrir handan við gras-
lendiö sem vegurinn teygði sig í
kringum. Húsiö stóö á hæð og tum-
amir gnæföu hátt og vom eins og
skuggamyndir á himninum sem logaði
bak viö þá. Aftansólin speglaðist í
gluggunum og trjágöngin upp að
húsinu voru líkust dimmum göngum.
Svo þetta var Waynewater, heimili
Ross. Einn góöan veöurdag heföi það
getaö oröiö mitt. Mér féll ekki sú
tilhugsun.
Hátt jámgrindahliöiö stóö upp á gátt
og viö renndum okkur inn undir risa-
stórar trjákrónumar. Trjágöngin
enduöu fyrir framan húsiö á kringlóttu
opnu svæði. Allt var þetta enn dmnga-
legra þegar nær var komiö. Steinstólp-
ar, súlur og tvær risastórar marmara-
styttur sem þögular stóðu vörö sitt til
hvorrar handar við innganginn. Og
21. tbl. Vikan 37