Vikan - 27.05.1982, Page 43
Framhaldssaga
aö sér. „Eg á enn nokkurra daga frí.
Ég verö aö vera kominn aftur til
Bandaríkjanna eftir viku.”
„Þess vegna höfum við Brent
ákveðið aö leggja af stað strax í fyrra-
málið,” bætti Susan við.
„Þið eruð alveg frá ykkur,” hálf-
hrópaði William. „Ég þarf að ganga
frá ýmsum málum áöur en ég legg af
staö.”
Susan veifaði hendinni í mótmæla-
skyni. „Ekkert sem ekki getur beðiö.
Eg er búin að tala um þetta við
mömmu og pabba. Ég hef auövitað
ekki sagt þeim hvers vegna við erum
að fara heldur aðeins að Brent vilji
fara til Frakklands og hann hafi ekki
nema eina viku til þess og það væri
skemmtilegt að geta sýnt honum vín-
garðana okkar. Þú ætlaðir þangað
hvort eð er fljótlega,” áminnti hún
hann.
„Hvaö segir þú um þetta, Kristy?”
spurði William.
„Ekkert fyndist mér betra.”
Á morgun ætluðum við til Frakk-
lands og hvar svo sem Ross væri skyldi
égfinnahann. . .
„Hann er kannski að leita sér að
gamalli höll handa Kristy,” sagði Sus-
an í gamansömum tón, og það var
engu líkara en nærvera Brents gerði
henni mikið gott. „Hann er alveg vit-
laus í gamla franska kastala og jafn-
utan við sig og hann getur verið er ekk-
ert líklegra en hann hafi gleymt stund
og stað.. . Trúlegast er að hann sé á
fleygiferð um landið og geri sér engan
veginn ljóst allt fjaðrafokið sem hefur
orðiöútaf honum.”
Kæti Susan smitaði út frá sér og ég
reyndi að dylja óánægju mína yfir að
hafa nú heyrt enn eitt varðandi Ross
sem ég hafði ekki vitaö um áður. Ég
velti því fyrir mér hversu miklu fleira
væri sem ég vissi ekki um.
„Þetta hljómar svo einfalt í þínum
munni, Susan,” sagði William þegar
við settumst loks við borðið. „En það
er það þó alls ekki. Burtséð frá öllu
ööru er Ross ekki vanur að tjá sig á
jafneinfaldan og leikrænan hátt og
hann hefur gert í þessum bréfum.”
„Þetta er áreiöanlega gamall hæfi-
leiki sem nú er loks kominn fram í dags-
ljósiö,” svaraöi hún. „Hann var nú
einu sinni í leikskóla endur fyrir
löngu.”
„Er þaö satt?” sagði Brent undr-
andi. „Hvenær varþað?”
„Þegar þau Alison voru trúlofuð auö-
vitað.”
GAFFALUNN FÉLL
með miklum hávaöa úr
hendinni á mér og Susan leit furðu lost-
in á mig. „Segöu ekki að þú hafir ekki
vitað það! Alison MacDonald er leik-
konaog...”
„Eg veit það,” greip ég fram í fyrir
henni. „Eghef hitthana.”
„Nú, jæja,” sagði Susan hálfrugluö.
„Hún upplýsti mig um sitthvaö en
hún sagði ekki orð um trúlofunina. Og
þú ekki heldur, William,” bætti ég við.
„Eg var viss um aö þú vissir nú þeg-
arumhana.”
En ég hafði ekkert um þetta vitaö,
ekki fremur en um f jöldamargt annað,
og ég sá aö hann hafði meðaumkun
með mér. Þaö var líka eitthvað annaö í
svip hans sem ég skildi ekki fullkom-
lega. „Um hvað rifust þið þá?” spurði
hann lágt.
Eg dró við mig að svara vegna þess
að ég vissi ekki hversu vel Brent var
inni í fjölskyldumálunum hér.
„Okkur féll einfaldlega ekki hvorri
viö aöra,” sagði ég aö lokum.
„Eg get vel skUið að henni hafi ekki
líkað við þig,” sagði Susan. „Hún þolir
ekki samkeppni.”
Eg horfði skilningssljó á hana.
„En hún heldur þó að Ross sé dá-
inn.”
„Eg átti ekki við Ross.” Susan leit í
áttina til Williams og ég fann að ég
roðnaði.
„En hvernig sem í öllu liggur var
það hún sem sleit trúlofuninni,” bætti
Susan við og rauf með þessum orðum
óþægilega þögnina.
„Og það var um áramótin,” hrökk út
úr mér og nú varð mér allt í einu ljóst
samhengið í þessu öllu.
Susan og Wilham störðu á mig og
það mátti lesa aðvörun úr svip Susan.
Brent vissi sem sagt ekki þennan
sannleika um Ross og þau vildu heldur
ekki að hann frétti meira þessa stund-
ina.
Eftir þetta var eins og samtalið fjar-
aði út. Okkur kom saman um að við
værum öll þreytt og ákváðum aö
leggja af staö um níuleytið morguninn
eftir. Framhald i næsia bladi.
BMW520Í
Úr f lokki 500 - Fákanna
BMW 520i hefur til að bera alla þá kosti sem
prýtt geta glæstan gæðing. BMW 520i er
traustur, þoigóður og þægilegur og það jafnt
þó svo að sprett sé úr spori.
BMW 520i lætur vel að stjórn og þú getur
treyst honum fyrir þeim sem eru þér kærastir.
Góðir gæðingar hafa löngum þótt konungs-
gersemar og því mun verðið koma þér á óvart.
Enginn kaupir gæðing óséðan og því bjóðum
við þér að koma og reynsluaka BMW.
BMW þolir að hann sé vel skoðaður.
Þér mun þykja vænt um 500 - fákinn þinn.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
Í '
21. tbl. Vikan 43