Vikan - 27.05.1982, Qupperneq 51
Draumar
Kríuegg í
skál
Kæri draumráðandi!
Þann X.X. sl. ól ég mitt
fjórða barn og var það drengur,
fyrir átti ég þrjár stúlkur.
Morguninn sem ég fór heim af
sjúkrahúsinu dreymdi mig
draum sem er sífellt að koma
upp í huga minn og œtla ég að
biðja þig að reyna að gefa mér
ráðningu á honum. Þennan
morgun var komið inn með
börnin að venju kl. 6 til þess
að gefa þeim. Þegar því var
lokið sofnaði ég aftur og þá
dreymdi mig þennan draum:
Mér fannst ég og konan sem
lá með mér á stofu, Ó„ liggja í
stórum sal sem minnti helst á
samkomusal með súlum,
sverum og miklum, svona
hingað og þangað. Mér fannst
þessi salur vera jarðhæðin á
sjúkrahúsinu. Salurinn var með
ópússaða veggi, svo mótaði
fyrir uppslætti mótatimburs, en
læknastofa var smáherbergi,
sem tekið var af einu horni
salarins. Mér fannst ýmist að
væri verið að svæfa fólk þar,
fyrir aðgerðir, eða deyfa það.
Eina fólkið sem ég bar kennsl á
var kona að nafni A. oglá hún
í rúmi, nakin að ofan, og eigin-
maður hennar var að strjúka á
henni bakið. Hann heitir X.
Það var undirbúningur undir
aðgerð. í þessum sal miðjum
fannst mér ég og Ó. liggja með
börnin okkar í vöggunum, við
fótagaflana á rúmunum. Mér
fannst síðan gangastúlka vera
að færa okkur morgunverð.
Morgunverður Ó. var á bakka,
þunnur sveskjugrautur sem
sullaðist til þegar hann var
borinn til hennar og út í
grautnum voru kríuegg. Á
miðjum bakkanum ofan á
grautnum stóð kúfuð skál af
flysjuðum kríueggjum.
Morgunverðurinn sem ég
fékk var sams konar grautur og
Ó. fékk en skálin sem var I
miðjum grautnum hjá mér var
full af ferskum ávöxtum.
Nokkur kríuegg, óflysjuð, voru
ígrautnum mínum. Þegar
þetta er borið fyrir okkur segir
Ó.: „Ég borða þetta ekki því
mér finnast kríuegg svo vond. ”
„Það er allt í lagi, ” segi ég, „ég
skal skipta við þig því mér
finnast kríuegg svo góð. ”
í því að við erum að skipta
kemur gangastúlkan og vekur
mig með morgunverðinum svo
draumurinn varð ekki lengri.
Með fyrirfram þakklæti.
J.H.
Þetta er þér alveg ágætur
draumur og ekki ólíklegt að fjár-
hagurinn sé (eða verði) með
rýmra móti á næstunni, auk þess
sem flest í daglegu lífi ætti að
ganga þér í haginn á einn eða
annan hátt. Lítinn skugga mun
á þessa heillatíð bera.
Ef þú manst hvað eggin í
skálinni þinni voru mörg gætu
þau táknað hve mörg börn þú
munt eignast. Sennilegt er einnig
að þú munir taka einhvern
barnahóp að þér um lengri eða
skemmri tíma eða hafa mikil
samskipti við börn (gegnum
starf eða annað). Það eina sem
gæti angrað þig væru tíðar og
hvimleiðar gestakomur (ef til vill
eftir barneignir) en þú virðist
taka því vel. Flest í þessum
draumi bendir til að þú sért það
sem kallað er gæfumanneskja
hvort sem lífið er þér með - eða
mótdrægt.
Sami strákurinn
Kœri draumráðandi.
Mig langar til að leggja fyrir
þig þrjá stutta drauma. Þeir
eru allir um sama strákinn sem
ég er mjög hrifin af. Fyrsti
draumurinn var þannig: Mér
fannst ég vera með stráknum á
föstu. Við vorum stödd ásamt
tveim elstu systrum hans fyrir
ofan fjöru. Hann var að tala
við síðhærða Ijóshærða stelpu.
Ég var mjög afbrýðisöm. Mér
fannst hann vera með henni.
Síðan vaknaði ég.
Miðdrauminn dreymdi mig
svona viku seinna. Mér fannst
ég vera stödd með bræðrum
mínum úti á túni hjá kindum.
Mér fannst strákurinn koma
þarna. Við vorum eitthvað að
tala saman og gengum síðan
saman út á veginn og brœður
mínir fylgdust að. Ég var mjög
ánœgð. Síðan vaknaði ég.
Seinasti draumurinn var
þannig: Ég var heima hjá mér.
Ég sá strákinn koma á traktor.
Ég var ánœgð, hélt að hann
ætlaði að hitta mig. Þegar ég
opnaði dyrnar spurði hann eftir
pabba og var kaldranalegur við
mig. Mig minnir að þeir hafi
verið að tala saman en ég man
ekki hvað. Síðan vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk.
Sú sama.
Þú mátt búast við einhverjum
árekstrum á heimilinu, eða milli
þín og skyldmenna þinna á
næstunni. Peningamálin fara
batnandi á næstunni og ef þú ert
í einhverjum ástahugleiðingum,
þá hefurðu ákveðinn meðbyr,
en ættir þó að reyna að kanna
hug þinn og festa þig ekki í einu
sambandi. Svo virðist sem þú
þurfir nokkurn tíma til að átta
þig því kostirnir eru fleiri en
einn og hafðu augun vel opin án
þess að hrekja neinn beinlínis frá
þér.
Nöfnin sem þú getur um í
eftirskrift með bréfinu eru mjög
ólík að merkingu til og ýmist
mjög góð eða óþægileg drauma-
nöfn en breyta í sjálfu sér ekki
því sem þegar er sagt um þau
mál. Ef þú hefur áhuga á að vita
hvað nöfnin i draumunum
merkja þá eru S. og G. góð nöfn
í draumi en hin síður.
Skop
21. tbl. Vikna 51