Vikan - 27.05.1982, Side 63
Pósturinn
Nýir 8iimarbúningar fyrir flugfreyjur
og flugþjóna Flugleida voru teknir upp
15. maí. tíúningarnir eru léttir og Ijósir
og henta vel yfir sumartímann. í haust
klœdast flugfreyjur og flugþjónar sídan
aftur8Ömu búningum og í vetur. Á mynd-
inni eru þær Sigurlaug Halldórsdóttir og
Erna Matthíasdóttir i hinum nýja
búningi.
Þær linsur sem eru
vinsælastar núna og þykja
þær bestu á markaðnum
eru svokallaðar mjúkar
linsur. I gleraugnaverslun
Ingólfs Gíslasonar fékk
Pósturinn þær upplýsingar
að þær kostuðu 2420 kr.
Verðið er hið sama hvort
sem um er að ræða sterkari
eða veikari sjóngler. Allir
eiga að geta notað þessar
linsur, nema ef til vill fólk
með mikla sjónskekkju. Þó
eru í náinni framtíð
væntanlegar linsur fyrir
þannig sjón.
Skiptinemasamböndin
eru tvö: ICYE- Alþjóðleg
kristileg ungmennaskipti,
Hallgrímskirkju, sími
24617, og AFS, Hverfls-
götu 39, sími 25450.
Aldurstakmarkið er á
bilinu 16—19 ára. En til
þess að fá sem bestar
upplýsingar er langbest að
hringja á skrifstofur sam-
takanna.
Flugfreyjustarfið er starf
en ekki fegurðarsamkeppni
þannig að málakunnátta
vegur að sjálfsögðu þyngra
en útlit. Ef þú ert vel að þér
í fjórum tungumálum og
hefur áhuga á starfinu
skaltu endilega drífa þig á
námskeið þegar þar að
kemur. Kreppan í flug-
málum þjóðarinnar undan-
farin ár leiddi til þess að
starfsfólki við flug fækkaði.
En allt útlit virðist vera fyrir
að flugfélögin séu að rétta
úr kútnum og ættu
atvinnuhorfur þá að
vænkast.
Fulltrúi
ungu
kynslóðarinnar
Kceri dásamlegi Póstur.
1. Er enn kosinn , ,full-
trúi ungu
kynslóðarinnar ’ ’?
2. Ef svo er, hvert á
maöur aö leita ef maöur
hefur áhuga á aö taka þátt
í keppninni?
3. Ef þaö er enn kosiö,
hver eru þá verölaunin?
4. Hvaða eiginleika
þarf maður aö hafa?
5. Af hverju hefur
Pósturinn ekki meira
pláss?
6. Geturöu nefnt
eitthvert enskt blaö sem
pennavinadálkar eru í?
7. Af hverju er ekki
haft ár unglingsins, ár
konunnar, ár húsbóndans?
Jceja, meö fyrirfram
þökk,
711—1
Spurningum 1—4 má
svara saman. Keppni þessi
hefur ekki verið haldin
undanfarin tvö ár og óvíst
er með framhaldið. Má
segja að módelkeppnin
hafi komið í staðinn fyrir
þessa keppni í fyrra, en
ekki þykir rétt að hafa
módelkeppni á hverju ári.
Verðlaunin voru oftast
utanlandsferð og fataút-
tekt. Þátttakendur þurftu
að vera á aldrinum 15—17
ára, vera líkamlega vel á sig
komnir og búnir ein-
hverjum góðum kostum,
oftast gátu þeir sungið og
dansað og því um líkt.
Plássið sem Pósturinn
hefur til umráða er
nokkurn veginn í samræmi
við afkastagetuna á viku
hverri. Stundum þegar
auglýsingaflóðið verður
mikið verður að skella
auglýsingum á Póstsíðuna
en það er fremur sjaldgæft.
Einnig hefur stundum
verið reynt að lífga upp á
síðurnar með skrítlum og
myndum og það tekur sitt
pláss svo og lukkuplata og
pennavinir. Ekki er víst að
allir lesendur blaðsins yrðu
jafnhrifnir ef Pósturinn
fengi fleiri síður til
umráða.
Pósturinn man í svipinn
eftir einu ensku blaði sem
birtir pennavini. En blað
þetta er sérrit um popptón-
list og þeir sem það lesa
eru því einkum áhuga-
menn um þess konar tón-
list. En ef þú hefur áhuga,
skrifaðu þá til:
RSVP,
Smash Hits,
52—55 Carnaby Street,
London WIV IPF,
England.
Þeir sem óska eftir
pennavinum í þessu blaði
taka yfirleitt fram hvaða
tónlistarmenn eru í uppá-
haldi hjá þeim.
í seinni tíð hafa ýmis ár
verið helguð ýmsum mál-
efnum og þá einkum og
sérílagi málefnum þeirra
sem minna mega sín í sam-
félaginu. Með þessu er
reynt að vekja athygli al-
mennings á málefninu sem
fyrsta skrefið í átt til úr-
bóta. Árið 1979 var ár
barnsins og var hugtakið
barn þá mjög víðtækt og
náði yfirleitt yfir börn og
unglinga, það er að segja
yngstu og valdaminnstu
þegna samfélagsins.
Kvennaár var haldið 1975
en ár húsbóndans verður
sennilega seint haldið
vegna þess að húsbændur
geta varla sem hópur talist
útundan í samfélaginu.
Sjálfsagt eru sumir hús-
bændur verr staddir en
aðrir en það réttlætir varla
alþjóðlegt ár helgað mál-
efnum þeirra. Hvað finnst
þér sjálfri ef þú hugsar
málið?
Skop
==] Ml 5^ v 1 7 V U. V \V l/l iTQ-'-'-VL Wi i * L
■ - 0 m"'
2l.tbl. ViKn 63