Vikan


Vikan - 17.02.1983, Qupperneq 3

Vikan - 17.02.1983, Qupperneq 3
Kommakossar Dóttir F/eksnes Henni þykir nú vænt um karlinn en. . . Það er erfitt að vera dottir Fleksnes. „Eg vil standa a eigin fótum og vona aö fólk dæmi mig eftir því sem ég geri sjalf. ” Stúlkan sem segir þetta heitir Mette, er 23 ára og ber eftirnafmð Wesenlund. Mette fór til Nevv York fyrir ári og hélt fjölskyldan að hún heföi farið til að læra malið en raunin var önnur þvi hun hringdi heim nokkru seinna og sagðist vera 1 leiklistarskola. Þeim brá mjög mikið þvi hun hafði haldið þessu alveg leyndu. Hún vill sjálf reyna aö fikra sig áfram en ekki hafa pabba alltaf tii hjálpar. Mette kemst alltaf 1 gott skap þegar hún horfir a pabba sinn sem Fleksnes. Ekki hefur komið til tals aö þau leiki saman. Liza Minelli verður bráðum mamma Hún og maður hennar, Mark, hafa ákveðið að ættleiða barn frá Þýskaíandi því þau hafa aldrei get- að átt börn. Lizu finnst hún vera i betra jafnvægi eftir ákvörðunina. Liza, sem er nýorðin 36 ára, sagði fréttirnar á tónleikum sem hún hélt í Þýskalandi. Með bros á vör fer hún og skoðar barnaföt og heima sitja þau Mark og ræða um barna- herbergið. Bæði sjá þau fram á að verða foreldrar innan tiðar. Í janúarbyrjun skrapp Gustáv Husák, forseti Tékkóslóvakíu, út á flugvöll að kyssa vopna- bræður sina i Varsjárbandalaginu. Fyrst kyssti hann Andrej Gromyko, utanríkisráðherra Sovét, velkominn, frekar svona fjarrænn koss. Svo kyssti hann Wojsék Jaruzelski hershöfð- ingja Póllands og klóraði í öxlina á honum i leið- inni. Nýi sovétforinginn Jurij Andropov ýtti hattinum aftur á hnakka, setti varirnar í stút og gaf Husák einn þéttan. Nú var Husák orðinn æstur, þreif þessu næst æðsta mann Austur-Þýskalands, Erich Honeck- er, og kyssti hann einn langan, bróðurlegan. Þá voru ekki fleiri eftir til að kyssa svo að Husák flýtti sér heim aftur i höllina. Hollenska leikkonan Sylvia Kristel, sem aldrei getur losnað við viðurnefnið Emmanuelle siðan hún lék samnefnda stúlku í nokkr- um kvikmyndum fyrir nokkrum árum, fer nú með hlutverk njósn- arans fagra Mata Hari i nýrri gerö þeirrar myndar. Margir hafa ef- laust séð Sylviu í Elskhuga lafði Chatterleys sem sýnd var hér á landi fyrir skömmu. Það er helst aö frétta af leikkonunni að hún er nýskilin eftir aðeins nokkurra mánaða hjónaband. Hún giftist Bandaríkjamanni í Las Vegas en sá eftir því strax daginn eftir. Hjónabandið gekk illa og segir Sylvia eiginmanninn hafa verið vægast sagt erfiðan í umgengni. Eftir nokkra mánuði var hjóna- bandsofnæmið komið á það hátt stig að Sylvia pakkaði niður í tösk- urnar sínar og fór. Nú býr hún enn á ný ein í Los Angeles en sjö ára sonur hennar frá fyrra hjónabandi er hjá ömmu sinni í Hollandi. 7. tbl. Vikan 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.