Vikan


Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 6

Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 6
»,Ég er listamaöur — sá mesti” Rétt fyrir hádegi þann þrettánda maí áriö 1904 tilkynnti Don Salvador Dalí Y Cusí fæðingu sonar síns til réttra yfirvalda í Figueras í Gerona á Spáni. Sagöi hann fæddan þann ellefta þess sama mánaöar og nefndi drenginn Salvador Felipe Jacinto Dalí. Þá hefur hann örugglega ekki rennt grun í hvílík framtíð biöi barnsins, þótt síðar yrði faðirinn bæði beint og óbeint til þess að beina syninum inn á myndlistarbrautina. Um bernsku Dalís hafa verið skrifaðar bækur, þar sem hann er aö sjálfsögðu sjálfur heimildar- maöurinn, en oft er erfitt að greina þar á milli draums og veruleika. Reyndar segir listamaðurinn sjálfur að þannig hafi hann alltaf verið og myndir hans bera meö sér að sá eiginleiki hefur fylgt honum alla ævi. Fáir listamenn í heiminum hafa veriö jafnumdeildir og Dalí, bæði sem persónuleikar og listamenn. Hann er talinn snillingur í að auglýsa sjálfan sig og mörg uppá- tæki hans hafa orðið heimsfræg ekki síður en listaverkin. Sem listamaður er hann talinn til súrrealista, einn leiðtoganna á því sviði. Samt verður að segja að þar einskorðar hann sig ekki við eitthvað eitt fremur en í einkalifinu og oftar en ekki blandar hann öllu saman, hreintrúarmönn- um til mikils angurs. Myndlistin er hluti af honum sjálfum en ef Dalí ber á góma fer ekki hjá því að kona hans, Gala, verði ofarlega í huga margra. Hún var honum alla ævi mikils virði og í málverkum hans sést að hún virðist sem hluti af hans eigin persónuleika. Og listamaðurinn Dalí átti sin blómaár, varö nánast átrúnaðargoð. En síðar missti hann tiltrú margra þegar upp komst um misnotkun hans fræga nafns á grafíkverkum sem reyndust nánast verðlaust pappírsrusl. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna hafði hann verið verkfæri misvit- urra ráðgjafa í peningamálum og virðist eÚii einleikið hversu vel slíkum mönnum hefur tekist að villa honum sýn. Enrique Sabater var ráðgjafi hans um árabil og reyndist óvandaður í meira lagi. Honum tókst að verða forríkur á því einu að notfæra sér Dalí og sjá um fjármál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.