Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 9

Vikan - 17.02.1983, Side 9
mmmmm Það er víst örugglega nauðsynlegt að hafa augu og eyru opin ef fylgja á tískunni af lífi og sál. Og einnig er betra að vera laus við fordóma gagnvart ákveðnum fatategundum því það púkalega í dag er orðið hátískuvara á morgun. Nú eru það þvottakonur og þeirra klæðnaður sem fá uppreisn æru — í takt við aðra kvennabaráttu. Gamli góði höfuðklúturinn— eða þvottakonuskýlan—er nú það sem gildir til að ná réttu útliti. Hann skal bundinn á hefðbundinn máta og enda í góðri slaufu framan á enni eða höfði en hattar og annað þess háttar heldur þó einnig velli. Silki og alls kyns fínni efnisgerðir eru efst á vinsældalistanum og náttúruefnin hafa yfirhöndina. A þessari opnu sjást framtíðardraumar hins franska Guy Laroche, svona á hin fullkomna kona að líta út vor og sumar 1983. Líklega ekki um annað að ræöa en bretta upp ermarnar, grípa klútinn og kústinn og . . . við birtum meira af Parísartískunni á næstunni. ottakonuklútínn — segir Guy Laroche 7. tbl. Víkan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.