Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 10

Vikan - 17.02.1983, Side 10
A íslenskum björgunarbáti í lífsins ólgusjó Texti: Anna Ljósm.: RagnarTh. og Lyn Robertson Opna úr Vikunni í júlí 1973. Þarna er fjölskyldan á litlu skelinni Ednamair sem var eina heimili hennar i 21 dag eftir að gúmbáturinn íslenski fór í hafið eftir of náin kynni við sæ- skjaldbökur. Hvern dreymir ekki um að sigla frjáls um heimsins höf? Taka sig upp með fjölskyldunni, ferðbúast, útvega sér fleytu og réttindi til að stýra henni, og leggja í hann. Nýlega hittust tvær fjölskyldur í Reykjavík, eða öllu heldur hlutar þeirra, sem létu drauminn rætast. Drauminn sem varð að martröð annarrar fjölskyldunnar. Önnur fjölskyldan lagði upp frá Islandi með sex börn og ómælda reynslu á Sæbjörginni gömlu sem Slysavarna- félagið átti áður. Hún var ekki talin haffær samkvæmt íslenskum kröfum. „Síðan sigldum við 37.000 mílur og enginn svo mikið sem meiddist á fingri,” sagði skipstjórinn. Hann nefnir hins vegar ekki þann þátt sem hann og fjölskylda hans átti í að hin fjölskyldan skuli yfirleitt vera á lífi. Hin fjölskyldan, já. Engum sögum fer af að fleyta hennar hafi verið dæmd óhaffær af einum eða neinum. Ekki einu sinni að nokkur hafi látið sig búnað hennar varða, öryggisútbúnað og vistir. Þetta var ensk fjölskylda í sveit sem brá búi í eiginlegri merkingu og seldi jörðina sína, keypti sér skútu, Lucette, og ákvað að sigla umhverfis jörðina. Fjöl- skyldufaðirinn, Dougal, hafði skipstjómarréttindi en aðrir um borð voru alls óvanir sjónum. 'yinu,, 4, Fy" hluti 3SDAGA 90. thr • WM« í; ,« ‘ta Fyrir tæpum tíu árum birtist í Vik- unni grein í tveim hlutum um fjöl- skyldu sem lenti í miklum hrakningum á Kyrrahafi, 38 daga martröð. Það var einmitt þessi enska fjölskylda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, bók komið út um atburðinn og mörgum eru þessar greinar minnisstæðar, svo og bókin sem þýdd var á íslensku og gefin út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar 1975 undir nafninu Hrakningar á söltum sjó. Atburðirnir vöktu heimsat- hygli á sinum tíma og fjölskyldan kom fram í ótal þáttum í útvarpi og sjónvarpi, bókin var þýdd á fjölda annarra tungumála og var alls staöar metsölubók. Mönnum þótti sér- staklega undravert að börn skyldu hafa lifað þessar ógnir af, því aö í hópi barna hjónanna voru 11 ára tvíbura- bræöur. Þakka lífgjöf I greinunum var þess að engu getiö hvaðan gúmbjörgunarbáturinn var kominn, sá sem varö fjölskyldunni til lífs og aöalaösetur hennar 17 fyrstu, og erfiðustu, dagana. Fljótlega kvisaöist að íslensk fjölskylda hefði gefið Robertson-hjónunum bátinn og í Ars- riti Slysavarnafélagsins 1974 var málið loks upplýst í stuttri samantekt Ragnars Þorsteinssonar um málið, undir heitinu: Gamli björgunarbát- urinn af Sæbjörgu kom í góðar þarfir. Það er tæpast ofsagt því orðalaginu sem Lyn Robertson og börn hennar hafa um mikilvægi gúmbátsins í björg- uninni verður best lýst í þessari setningu sem elsti sonurinn sagöi við íslensku fjölskylduna í sumar: I want to thank you for our lives (Mig langar að þakka ykkur líf okkar). 10 Vikan7tbl. 9’ I8i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.