Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 11

Vikan - 17.02.1983, Side 11
Dougal Robertson, fjölskyldu- faöirinn, gat þess reyndar í bók sinni hvernig báturinn var fenginn. Hann er þó fáoröur um samskipti sín við fjölskyldu Siguröar Þorsteinssonar og Eddu Konráösdóttur í bókinni, færir þeim aöeins þakkir fyrir bátinn í eins stuttu máli og hann kemst af meö. Þaö er dæmigert fyrir hans bók, hann lýsir ytri atburöum hrakninganna misvel, leggur mesta áherslu á lýsingar á aöbúnaöi og matbjörg en fer lítt út í baksviðið. Jafnvel ókunnur tekur eftir því hvaö bókin er knöpp í sambandi viö margt af því sem menn fýsir aö heyra meir um, fjölskylduna, börnin, hvers vegna þetta, hvers vegna hitt? Og Islendingar er lásu bókina hafa án efa haft áhuga á aö heyra meira um Sigga og Ettu, eins og Dougal nefnir þau hjón. Og eins og alltaf, þegar maöur les frásögn af einhverju sem maöur trúir tæpast aö geti gerst, þá vakna spurningar eins og: Hvaö varö um fólkið sem lenti í þessum hrakningum? Endurfundir Víst er hægt aö svara einhverjum þessara spurninga. I janúar síöastliön- um hittust Lyn Robertson og fjölskylda Sigurðar Þorsteinssonar í Reykjavík. Siguröur, Edda og fimm af sex börnum þeirra eru nú búsett i Pennsylvaniu og Lyn býr á sveitabýli nálægt Leek í Englandi. Erindi Lyn til Reykjavíkur var aö þakka Sigurði og Eddu fyrir sig og sina. Vikan fékk tækifæri til aö kynnast þessu fólki og fylgjast meö í nokkra daga, spjalla og spyrja og skoöa myndir. Og jafnvel birta sumt af því sem á milli fór. Þaö var bæöi auösótt mál og torsótt. Allir vildu sem minnst úr smurn hlut gera og mest úr hlut annarra. Meö því aö spyrja hvern um annan fékkst þó býsna heilsteypt mynd af því sem geröist á hafi úti fyrir 11 árum og einnig því sem síðar varö. Því miöur verður ekki allt sagt, til þess er hvorki rúm né leyfi, en ef til vill verður úr því bætt einhvern tíma, því Lyn Robertson er meö bók í smíðum og komin vel á veg meö hana og einnig eru Edda og Sigurður meö bók í vinnslu, bók sem Edda segir aö þau hafi ákveöið aö skrá vegna þess aö þau séu orðin leið á öllum kjaftasögunum sem um þau hafa gengiö síöan þau sigldu af landi brott á Sæbjörginni alfarin fyrir fjórtán árum. Hvað varð af Sæbjörginni? Fundum okkar bar saman i húsi Slysavarnafélagsins viö Grandagarð. Þaö var engin tilviljun. Lyn hafði sýnt mikinn áhuga á aö fá aö koma þang- og fræöast um björgunarmál Islendinga, tilkynningaskylduna, sem er einsdæmi í veröldinni, og annaö þaö öryggi sem viö þó búum viö en gerum okkur ef til vill ekki fulla grein fyrir aö er á undan samtíöinni. Hannes Hafstein tók á móti gestun- um meö kaffi, kökum og svörum á reiðum höndum, því Lynn þurfti margs aö spyrja. Hún skoöaði höfuö- stöðvarnar og viti menn, á vegg á neöstu hæö hékk stýri og aörir munir úr Sæbjörginni og undir þeim vaknaöi fyrsta spurningin: Hvaö varö af Sæbjörginni? — Já, ég hef mikiö reynt aö komast aö því, segir Siguröur. Viö seldum hana í Miami 1972 til Haiti. Síöar frettum viö að hún heföi verið tekin meö vafasaman varning, eiturlyf, og færö til hafnar í Port-au-Prince. Einnig höfum viö heyrt aö hún hafi verið notuö í kvikmynd. Eg hef mikið gert til aö komast aö því hvaö síðan varö um hana en ekki tekist. Ekki spyrja á Haiti Siguröur hefur fariö til Port-au- Prrnce 2—3 sinnum síöan, seinast í sumar, og jafnan haldið uppi fyrir- spurnum um skipiö. En þaö er ekkert sérlega auövelt og á Haiti er líka öruggara aö vera á varöbergi. Bara fyrirspurnir um skip, sem hefur veriö tekiö meö eiturlyf, geta vakiö tor- tryggni. Þaö er líka dálítiö ógn- vekjandi aö heyra aö dóttir Lyn Robertson, Ann, sem ekki lenti meö þeim í hrakningunum, hafi næstum veriö farin i þá ferö sem seinast var vitaðumSæbjörgina í. Ann (19 ára) varð eftir í Nassau skömmu áöur en Robertson-hjónin lögöu upp í seinustu ferö skútunnar Lucette. Hún haföi oröiö ástfangin í Kanadabúa, tannlæknissyni af gyöingaættum. Foreldrar hennar og systkin voru áhyggjufull aö skilja hana eftir. „Viö sigldum ekki strax, heldur hinkruöum til aö sjá hvort henni sneristhugur.” En henni snerist ekki hugur og þau sigldu meö tárin í augunum burt, eitt barnið haföi oröið eftir í miðri ferö. Feröin hófst annars í Falmouth á Englandi og þar bar fundum Siguröar, Eddu, barnanna sex og Dougal, Lyn, Douglas (18 ára), Ann (19 ára) og tvíburanna Neil og Sandy (11 ára) fyrst saman. Síöar hittust þau á Kanaríeyjum og uröu samferöa yfir Atlantshafiö. Þaö var áöur en í þá ferö var lagt aö Siguröur leit á björgunar- búnaö Lucette og þótti hann vægast sagt bágborinn. „Viö vorum meö tvo björgunarbáta, en áhöfnin rúmaöist í einum,” sagði Siguröur, og af því hann vissi að fjöl- skyldan á Lucette haföi ekkert úr of miklu aö spila fékk hann hana til aö þiggja bátinn, mest fyrir stuöning Lyn, því Dougal, sem var gamall sjómaöur, þótti eitthvað verra aö þiggja gjöfina. Björgunarvestin líka I þessum báti voru nánast einu vistirnar sem ekki fóru í hafið meö Lucette nokkrum vikum seinna og einnig neyöarblysin sem loks vöktu at- hygli japanska fiskiskipsins sem bjargaði þeim. Engar öryggisreglur skylduöu Dougal til aö hafa bát svona búinn meö og neyöartalstöö þáöi hann ekki. Sæbjörgin, sem nú sigldi undir Panama-fána og nafninu Bonnie, var á hinn bóginn vel búin, svo vel búin aö þegar Edda og Lyn voru aö rifja upp minningarnar nú í janúar kom á daginn aö björgunarvestin, sem þau höföu fariö í viö skiptapann, voru líka úr Sæbjörginni. ,,Eg var einmitt oftaö velta því fyrir mér hvaðan þau væru," sagöi Lynn hugsi þegar þetta kom á daginn. „Viö sigldum yfir Atlantshafiö til Barbados á 33 dögum,” segir Lyn, „sama tíma og Kólumbus foröum, og viö vorum einmitt aö gera grín aö þvi aö hann heföi þá kannski ekkert verið svo frábær sjómaöur þegar allt kom til alls.” Þegar vestur um haf var komið var siglt milli eyja á Karabíska hafinu og þá höföu Lucette og Sæbjörgin samflot. Sæbjörgin var reyndar meö Lucette í togi milli eyjanna Antiqua og St. Thomas. Og stundum var skipst a börnum, bæöi til að skapa tilbreytingu og eins til aö Robertson-krakkarnir kæmust í baö, en ekkert slíkt var á Lucette. Þaö sem Lyn er einna minnisstæöast er samt brauöið sem Edda bakaði: „Hugsaöu þér, hún bakaöi brauð á hverjum degi,” sagöi Lyn viö mig. „ Viö kölluðum þau Eddubrauö. ” Dougal alltaf í skugganum Þegar til Miami var komiö fekk Lyn brátt vinnu á sjúkrahúsi. Hún er lærö hjúkrunarkona og starfaöi sem slík er fundum hennar og sjómannsins Dougal bar saman í Hong Kong. Og reynsla hennar þar og í Miö-Austur- löndum átti eftir að koma í góöar þarfir er þau uröu skipreika. „I rauninni stóö allt og féll meö Lyn og ég held aö Dougal hafi fundiö þaö og þótt miður,” segir Edda. Synir hennar taka dýpra í árinni og trna til fjöúnörg dæmi. Þeir voru góöir vinir Robertson- krakkanna og hafa enn gott samband viö þá. Þeim féll alls ekki vel viö Dougal og fannst hann alltaf þurfa að vera aö sanna mátt sinn og megin, svo að þaö bitnaði óneitanlega á börnunum. Meöan Lyn var aö vinna var Dougal atvinnulaus og hélt til hjá Eddu og Sigurði aö meira eöa minna leyti. Þó fór svo aö Edda gafst upp á þessu fyrirkomulagi þegar ekkert virtist ætla aö breytast. En hún telur aö Lyn hafi ekki enn í dag hugmynd um hvernig þetta gekk fyrir sig. Mæðraveldi og stauraklósett Robertson-fjölskyldan var aö biöa eftir aö fellibyljirnir gengju yfir og afla sér farareyris meöan hún dvaldi á Miami. Aö því búnu var aftur lagt í ’ann. Og án dótturinnar Ann af á- stæöum sem þegar eru Ijósar. A Kara- bíska hafinu lentu þau í stormi en komust í var í Kingston. Þau nutu dvalarmnar á Jamaica ospart en lögöu því næst af staö áfram til Panama. A San Blas eyjum höföu þau þó viökomu, þaö er klasi um 300 eyja rétt undan ströndum Panama. „Þar er einhvers konar mæöraveldi og þar var okkur boöiö í brúökaup,” segir Lyn. „Og þarna er svo margt stórmerkilegt, eins Lyn Robertson i návigi við það sem eftir er af Sæbjörginni og vitað er um með vissu. 7. tbl. Víkan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.