Vikan


Vikan - 17.02.1983, Page 13

Vikan - 17.02.1983, Page 13
Sigurður Þorsteinsson, Lyn og Edda Konráðsdóttir. niöur meö Lucette, hafi oröiö þeim til heilla. Hann fékk hun er hún var starf- andi ljósmóöir. Dougal hafnaöi þess- ari skýringu hins vegar. Minningar frá hrakningunum sjálfum veröa ekki raktar frekar hér, enda ekki ætlunin. En þaö væri ósann- gjarnt aö segja aö hér væri sagan búin. Þaö væri ef til vill nóg aö geta þess aö Douglas, elsti sonurinn, ákvaö þegar í staö aö fara aftur á sjóinn og var kominn þangaö eftir tvo mánuöi. Hann læröi síðan skipstjórn og ekki nóg meö þaö, hann átti eftir aö lenda aftur í því aö veröa skipreika, í þetta sinn í þrjá daga. En þaö er önnur saga. Dougal haföi bók sina þegar i undir- búningi á leiöinni meö TOKA MARUII og ef til vill fyrr, er sýnt var aö þau myndu hafa þetta af. I Panama einangraöi hann sig frá fjölskyldunni, bjó flott einn sér. Og síöan er varla hægt aö segja aö hann hafi búiö meö henni þó fjölmiölar gæfu annað til kynna er saga þeirra var kynnt. Bókin kom út og færöi Dougal fé og frama. Þrátt fyrir galla, sem nefndir hafa veriö á henni, kemur glöggt fram í skrifum hans aö þau hjónin höföu styrk og ást til aö standast raunirnar meöan á þeim stóö. Frásögn Lyn af endurfundunum viö „menninguna” lýsir vel því hugar- stríði sem hún átti í. Henni segist svo frá í greininni sem birtist í Vikunni foröum: „Þegar viö snerum okkur viö beiö okkar spurningaflóð fréttamannanna en enginn gat spurt eins margra spurn- inga og ég spuröi sjálfa mig. Viö höföum misst aleiguna, viö áttum enga peninga, ekkert heimili, engar eignir, ekki einu sinni föt. Hvar og hvernig áttum viö aö lifa? Hvenær yröum viö búin aö ná okkur þaö vel aö viö gætum hafið vinnu? Hvaöa varanleg áhrif myndi þetta hafaábörnin?” Hún veit manna best hvaöa áhrif þetta haföi á börnin. „Viö gleymum þessari lífsreynslu aldrei, hvorki ég né börnin, þaö veit ég,” segir hún nú, 11 árum eftir aö atburöirnir geröust. Og vissulega varö þessi lífsreynsla til aö breyta högum þeirra allra. Tími í sviðsljósinu Fyrsta skrefiö var ef til vill stigiö þegar þau ákváöu aö selja býliö sitt og halda í hnattreisu, þá komin á miöjan aldur. Til þess þurfti kjark og áræöi og fólk sem ekki var búiö þeim kostum heföi tæpast komist af þessa ótrúlegu hrakninga. En þó þau heföu kosiö aö láta þessa 38 daga gleymda sáu aörir til þess aö svo yröi ekki. Aöur en þau gætu reynt aö snúa aftur til Englands og taka upp þráöinn, þar sem frá var horfið áður en þau lögöu í siglingarnar, uröu þau aö kafa gegnum spurninga- flóö blaöamanna, útvarpsmanna og sjónvarpsmanna. Þau komu fram í ýmsum þekktum útvarps- og sjónvarpsþáttum vestan hafs og austan. Fyrr en varöi voru frá- sagnir og myndir komnar í blöö og tímarit um víöa veröld. Einstaka blaö fylgdist þó ekki meö og í bók sinni getur Dougal þess aö Miami Herald hafi ekki sýnt sögunni áhuga og boriö því viö aö fólk fyndi upp á hverju sem væri til aö komast i blöðin! Þessi athugasemd veröur aö teljast í meira lagi kaldranaleg. „Hann er ókominn enn..." Mjög var sóst eftir aö fá Lyn og börnin til aö segja frá en Dougal var fremur á móti því og kom meðal annars í veg fyrir aö þau færu vestur um haf til aö koma þar fram og segja sina sögu. Þar kom aö Dougal fékk sér snekkju, sigldi á braut og sagðist koma eftir eitt ár aftur. „Hann er ókommn enn,” segir Lyn. Hann hefur lítiö samband viö fjölskylduna, nema hvaö hann bauö tvíburunum meö sér til Grikklands í sumar á snekkjunni, sem heldur til viö Miðjarðarhaf. Þeir búa annars meö móöur sinni á býli nálægt Leek og stunda mest kúabúskap. Og þarna búa þau nú í friösælli enskri sveit og hafa lítið umleikis. Ann og Douglas eru búsett í London, bæöi gift og eiga saman tölvufyrirtæki. Ann giftist reyndar ekki kanadíska tannlæknis- syninum heldur Kúrda nokkrum, Umi- edaönafni. Þaö tók þau öll langan tíma aö jafna sig líkamlega, ekki síst Lyn sem hefur þurft aö ganga í gegnum tvær erfiöar aðgerðir og fá nýja mjaömaliöi. Hennar eigin eyddust bókstaflega vegna efnaskorts í hrakningaferöinni. Henni var sagt aö hún gæti aldrei gengið almennilega aftur og þá hljóp í hana kergja og hún ákvaö aö láta þaö ekki rætast: „Mér gengur bara þokkalega núna?” segir hún brosandi viö okkur Eddu. Þaö er reyndar óþarfa hæverska, þetta fræga understatement sem Bretar eru svo frægir fyrir. Edda segir aö þaö sé ekki fyrr en nú allra seinustu ár aö hún sé að jafna sig og reynir aö hvetja hana áfram meö bókina sína. „Eg veit hún veröur góö, öll bréfin hennar eru listaverk,” segir Edda og þaö er ekki hægt annað en taka undir meö Eddu og vona aö bókin líti dagsins ljós. Gleymið ekki sólarupprásinni! Lyn tók aftur til viö fyrri störf er hún kom til Englands og ró færöist yfir lif hennar á ný. Hún kennir nu hjúkrunar- og ljósmóöurnemum viö gamia skólann sinn 1 Manchester, en hann er einn hinna stærstu í Englandi. „Sennilega hef ég bara komist þarna aö af því ég er gamall nemandi,” segir hún og ljómar þegar hún talar um vinnuna. Hún ljómar allt of sjaldan. „Þaö hefur veriö ometanleg hjálp og ef til vill bjargaö mér gegnum erfiö tima- bil aö fara aftur ut á þessa braut. Og bókin hennar, hún á aö heita: Reach for the Rainbow, margrætt nafn og ber i sér þaö erfiöa hlutskipti aö reyna að komast í tæri viö regnbogann. Þaö minnir óneitanlega á þaö sem hún sagöi við börnin sín þegar þau hröktust á úfnu, köldu Kyrrahafinu: „Gleymið aldrei hvaö sólarupprásin var falleg! ” „Barnabörnin skipta mig mestu máli nú," segir Lyn. Keywan sonur Ann er nú orðinn 3 ára og sannarlega af fjölskrúðugu þjóðerni. Faðir hans er Kúrdi og i æðum Robertsonanna rennur Jamaica-blóð, hálfsvarts forföður. Tviburarnir Neil og Sandy eru ekki lengur 11 ára. Þeir stunda búskapinn með móður sinni og þó þeir hafi verið lengi að jafna sig eftir volkið fyrir 11 árum er nú fátt sem minnir á að Neil hafi verið dauðvona og Sandy illa farinn meðan þau voru skipreika. Swi 7. tbl. Víkan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.