Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 19

Vikan - 17.02.1983, Side 19
Víðast hvar í heiminum er mikið kapp lagt á að kenna ensku og nýjasta tækni tekin í þjónustu. flóknu beygingarreglur og hefð- bundnu bragfræði var ekki vel til þess fallin aö tjá bullið sem oftast var fram sett í popptextunum á bernskuskeiði þess. Enskan hefur aftur á móti mátt þola hvers kyns misþyrmingar og er ekki eins við- kvæm. Munurinn á útbreiöslu enskunn- ar nú og til dæmis að taka latín- unnar er sá að enskukunnátta er almennari meöal þorra fólks en ekki fárra útvaldra mennta- manna. Astæðan er aö sjálfsögðu breytt og bætt lífskjör almúgans og betri menntun. Önnur ástæða er hve fólk sem hefur hin ólíkustu tungumál að móðurmáli á tiltölu- lega auðvelt með að læra ensku, en skýringin á því liggur í gerð og uppbyggingu tungumálsins. Ensk tunga er stundum nefnd engilsaxneska og fer þaö mjög fyrir brjóstið á sagnfróðum og málvísum mönnum. En eins og svo margt annað í tungumálum er þessi nafngift mjög ónákvæm ef ekki beinlínis röng. Engil-saxn- eska er fornmálið, germanskt að stofni. Ahrif latínu og grísku á ensku hafa verið mikil alveg frá dögum Sesars og með kristnitöku fjölgaði latneskum tökuorðum til muna. Tímabil víkingaferða og yfirgangs norrænna manna á Bretlandi setti mark sitt á tung- una og ýmis orð í ensku eru komin inn í máliö frá norrænu. En sá at- burður sem hafði mest áhrif á þró- un enskunnar var innrás Nor- mana 1066. Normanar uröu ráö- Það er alkunna að best er að kenna andi stétt í landinu og Normana- franskan opinbert tungumál í landinu. Þegar fram liðu stundir runnu þessi tungumál saman. Beygingakerfi fom-enskunnar leið undir lok en forn-enski stofninn hélst. Orðaforði ensku er því aö miklu leyti kominn ur frönsku og latínu. Oft er málum þannig hátt- að að tvö eða fleiri orö eru til yfir sama hugtak og er annað af ger- mönskum stofni en hitt af róm- önskum. Þar sem beygingakerfi (málfræði) enskunnar er tiltölu- lega einfalt eiga tökuorð mjög greiöan aðgang inn í málið og ný- yrðasmíð er ekki slíkum vand- kvæöum bundin og til dæmis í ís- lensku. Orðeindir af latneskum eða grískum stofni eru nýyrða- smiðum á sviði tækni og vísinda oft mjög gagnlegar þar sem þær falla vel að málinu. Enska er oröauðugasta tungu- mál heimsins og hefur fengiö orð að láni úr nánast flestum tungu- málum heimsins, meira að segja íslensku og grænlensku. En þar sem málfræðin er fremur einföld eiga nemendur fremur auðvelt með að tileinka sér grundvallar- orðaforöa (500—1000 orð) og geta fljótlega farið að nota hann. Bæði þeir sem hafa germanskt eða rómanskt mál að móðurmáli kannast við fjölmörg orð og orð- stofna í ensku. Mörg ensk orð eru nú gjaldgeng eða í það minnsta mikið notuð í fjölmörgum öðrum tungumálum. Sem dæmi má taka O.K., ókei, (skammstöfun samkvæmt fram- ungum börnum tungumái. Á myndinni sjást börn við enskunám í Málaskólanum Mími. burði á all correct), T.V. eða tele- vision, jeans, jet, weekend og svo má lengi telja. Það er einmitt þessi tilhneiging til þess aö taka ensk orö næstum óbreytt upp í önnur mál sem málvandir menn óttast. Þetta könnumst viö mæta- vel við héðan, en meðal margra þjóða er þetta miklu stærra vandamál en hérlendis. Frakkar, sem löngum hafa verið þekktir fyrir andstöðu gegn ensku, hafa hleypt inn fjölmörgum orðum. Þessi málblendingur er nefndur „franglais” og er vægast sagt illa séður af þeim Frökkum sem vanda vilja mál sitt. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi, Dan- mörku, Japan og jafnvel Sovét- ríkjunum. Þessi þróun hefur fengið marga til þess að velta fyrir sér hver verði framtíö enskunnar í heimin- um. Robert Burchfiéld, ritstjóri Oxford-orðabókarinnar, óttast að þessi óheillavænlegu áhrif ensk- unnar á önnur tungumál geti orðið til þess að í staö þess aö enska verði til þess að brjóta niður tungumálahindranir geti enskan leyst upp í margs konar „þjóðar- mállýskur” sem ekki verði hægt að nota þjóða í millum. Nýjasta tækni, tölvur, myndsjár (vídeó) og sjónvarpssendingar um gervihnetti heimsálfa í milli, á eftir að hafa ómæld áhrif á tungu- mál heimsins. Það er nánast óhugsandi að spá fyrir af ein- hverri nákvæmni um hvað geti gerst. Það er möguleiki aö stöðluð enska (og einfölduð) geti með hjálp fyrrnefndra tækja orðið raunverulegt alheimstungumál til nota í viðskiptum þjóða. Háþróað- ar þýöingartölvur gætu hjálpað fólki til aö skilja hvert annars tungumál án þess að þurfa á þriðja tungumáli að halda. A þessu eru ef til vill ekki miklar lík- ur í bráð. Vegna þess að eitt orð i einu tungumáli getur haft margar merkingar og svarar alls ekki endilega einu orði í öðru tungu- máli eru ýmis vandkvæði hér á. Tölvubúnaður er ennþá dýr og flókinn og ekki á færi alls þorra manna að eignast slíkt og nota. En þessi atriði gætu orðiö léttvæg 1 framtíðinni. Veldi enskunnar gæti hnignað eins og veldi latínunnar fyrrum. Málið gæti mætt vaxandi andstöðu yfirvalda annarra landa, svo sem arabalanda, Sovétríkjanna og Kína, og þessi tungumál keppt innbyrðis um að taka viö. Hið eina sem vitaö er meö vissu um þro- un tungumála heimsins og al- þjóðamáls eða -mala er aö þau munu breytast meðan menn halda áfram að tala. Þróunin mun fylgja framvindu heimsmálanna að öðru leyti, efnahags- og stjórnmálum, tækniþróun og menntun almenn- ings. Oskin um alheimstungumál er í raun náskyld óskinni um heimsfrið, ef til vill oraunsæ draumsýn, ef til vill raunhæf framtíðarsýn. Stuðst við Newsweek, 15. nóv. 1982, Futurist, 1981 og The History og the English Language (Baugh). 7. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.