Vikan - 17.02.1983, Side 20
Skop
S'’ : Líkamsræktln
KJörgaröi
| ^' | Sími 16400
Hvers virði er
áratuga reynsla afreks-
manna í fþróttum?
Árangur í líkamsrækt byggist á því aö þjálfaö sé á réttan hátt. í Líkamsrækt-
inni, Kjörgaröi, sem Gústaf Agnarsson og Guömundur Sigurösson reka og
vinna sem þjálfarar, getiö þér hagnýtt yöur áratuga reynslu þeirra. Gústaf og
Guömundur hafa um langt árabil veriö í fremstu röö í íþrótt sinni, bæði
hérlendis og á alþjóöavettvangi. Guömundur er núverandi íslandsmeistari
karla í vaxtarrækt. Ennfremur starfar Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, núver-
andi íslandsmeistari kvenna ívaxtarrækt, sem þjáifari hjá Líkamsræktinni.
Enginn nær slfkum árangri nema hann kunni góö skil á því hvernig þjálfa skal
líkamann.
Reynsla þessara þriggja þjálfara stendur yöur til boöa allan daginn. Þau vita
af eigin reynslu hve átaksþjálfun er árangursrík til alhliöa uppbyggingar
líkamans. Fullkomin æfingaaöstaða meö nuddpottum, gufubööum og sól-
arlömpum.
Ath.: sólarlamparnir okkar eru yður til frjálsra afnota án
AUKAGJALDS. Mánaðargjald er aðeins kr. 600.
LÍKAMSRÆKT AÐ LÍFSVENJU.
Verslun
og
viðskipti
— Hérna erum viö meö fallega
skó úr ekta krókódílaskinni.
— Já, þeir eru ansi fallegir. Eru
þeir vatnsheldir?
— Hvað haldiö þér? Annars
myndu krókódílarnir drukkna!
— Eg ætla aö fá lifrarkæfu,
takk.
— Franska eöa heimatilbúna?
— Hver er munurinn?
Þá frönsku búum við til sjálf en
fáum þá heimatilbúnu i dósum.
Mest um fólk
— Góöan dag, herra forstjóri.
Þetta er héma á verkstæðinu. Eg
ætlaði bara aö láta vita að sonur
þinn keyrði á og athuga hvort þú
viljir kosta viðgerðina.
— Auðvitað, allt í lagi, ég
borga.
— Og verkstæðisvegginn
kannski líka og dyraar. . .og. . .
— Hugsaðu þig nú vel um, sagöi
kona tannkremsverksmiðjueig-
andans við manninn sinn. Held-
uröu að þú getir ómögulega
munað hvar þú lagðir snekkjunni?
— Eg var vigtaður í fyrradag
og ég get bara sagt þér að ég var
ekki grammi þyngri en ég á að
vera.
— Ertu nú alveg viss um það?
— Jahá! Hins vegar virðist ég
vera um 10 cm styttri en æskilegt
væri.
Sérhver kona ætti að muna að
klæöa sig í nógu þröng föt til að
það sjáist aö hún er kona en samt
ekki þrengri en svo að það sjáist
aðhúner dama.
Tvær vinkonur á besta aldri
vora að spjalla saman:
— Það er hreinasta firra að
unga fólkið sé ókurteist nú á
dögum. Eg var í strætó um daginn
og það vora hvorki fleiri né færri
en þrír ungir menn sem stóðu upp
fyrir mér.
— Satt segir þú, tveir hefðu
alveg dugað.
Mjög ung stúlka kom inn í
snyrtivöruverslun og bað um ilm-
vatn.
— Gjörðu svo vel að líta á, sagði
afgreiðslustúlkan, við eigum hér
St. Paul, Kvennabúrsilminn, La
Scandale, Parísarnætur og For-
boönar freistingar.
Stúlkan roönaði og sagði svo:
— Afsakið, en eigið þið ekkert
fyrir byrjendur?
20 Vikan 7. tbl.