Vikan - 17.02.1983, Síða 22
bókstöfunum og þaö kemur fyrir
að þeir verði að ljóöum.
Eg man aö þaö var sól morgun-
inn sem ég skrifaöi bréfið. Sólar-
geislarnir komu á ská inn um
gluggann og lögöu sig yfir hönd
mína, vernduöu hana, róuöu hana
og sendu burt titringinn sem var í
fingrunum. En þaö komu líka
skuggar meö birtunni, vegna
bjarkarinnar sem hallaði að
gluggakarminum. Þeir urðu aö
dökkum myndum á skrifpappírn-
um.
Þaö var vor og hluti af vorinu
haföi komið inn í hjartað mitt.
Sólin hjálpaði til aö þurrka blekið
og ég þurfti ekki að nota þerri-
pappír í hvert skipti sem ég sneri
blaöi. Þaö gekk svo vel allt
saman, eins og lítill lækur sem
stööugt fær forráð frá uppsprettu-
lind, lækur sem getur hoppað yfir
stokka og steina og búið til nýja
farvegi á leiöinni í dalinn. Það
rann milli fingra mér og í fyrsta
sinn í marga mánuöi var ég full-
komlega hamingjusöm.
Þegar penninn datt úr hendi
minni var það ekki vegna þess að
lindin væri þurr heldur vegna þess
að sólin haföi yfirgefið mig og
fingurnir voru kaldir og stífir,
óvanir áreynslunni. Þaö var svo
langt síöan ég haföi notaö pennann
til annars en aö skrifa undir
verslunarbréf.
Aö lokum skrifaði ég nafniö mitt
og sat síöan og horfði á þaö. I
fyrsta skipti rann þaö upp fyrir
mér aö foreldrar mínir höföu gefiö
mér fallegt nafn, syngjandi, glatt.
Eg fann til þakklætis.
Þetta bréf gat ekki borið nokk-
urt annaönafn.
Ég lagði þaö í stóra umslagið,
sem lá tilbúiö og beið, svo skrifaöi
ég nafnið utan á. Höndin skalf
smávegis, eins og hún mun alltaf
gera þegar ég skrifa nafnið þitt.
En þegar ég lagði varirnar á
umslagiö til að bleyta límið var
eins og kjarkurinn yfirgæfi mig.
Lokaö umslag er eins og endaöur
kafli. Mér fannst eins og ég missti
allt vald á lífi mínu ef ég klippti
þetta ósýnilega band sem enn
batt mig oröunum sem voru tekin
ínnan úr mér og lögö inn í þetta
dökkgráa pappírssilki.
Ég ætti kannski aö lesa bréfiö
áður en ég sendi þaö, þó ekki væri
til annars en aö athuga hvort ég
hafi gert einhverja vitleysu. Hiö
kraftmesta orö gat veriö til einsk-
is ef þaö var rangt stafsett.
Eg lét bréfiö liggja, gekk út í
eldhúsið og lagaði kaffi, sterkt
kaffi. Svo gekk ég inn í stofuna og
settist fyrir framan arininn. Dag-
hjálpin mín haföi allt tilbúiö. Eg
þurfti ekki annað en aö kveikja á
eldspýtu, svo var eldurinn þar.
Biaöiö fra 1 gær, litlu trepinnarnir
og aö lokum trékubbarnir. Eg sá
aö þaö var gamla perutréö sem
haföi slitnað upp þegar mikli
stormurinn herjaöi í haust.
Þaö fór hrollur um mig og ég
kveikti á eldpýtunni. Svo náði ég í
bréfiö, sem lá ennþá á skrifborð-
inu, opnaöi umslagiö og tók út
fullskrifaðar síöurnar. Nú var ég
móttakandinn sem fékk bréfiö og
þaö sló mig aö þannig mundi þaö
kannski verða lesið, meö lítilshátt-
ar undrun og forvitni. Ég haföi allt
í einu gleymt hverju einasta orði
og byrjaði aö lesa eins og það væri
ókunnugur sem opnaði hjartaö sitt
fyrirmig.
Astin mín... Þannig byrjaði þaö.
-0-
Eg seig smávegis saman í
stólnum þegar ég var komin alla
leiö að undirskriftinni. Blöðin
duttu úr hendinni. Eg byrjaði að
skjálfa eins og ég væri án klæða,
svo nakin haföi ég veriö á milli lín-
anna, svo ótrúlega ófeimin. Eg
strauk meö hringlausri hendinni
gegnum stutt hár mitt. Eg man aö
þú sagöir eitt sinn: „Af hverju
klippirðu þig stutt, þú sem hefur
svo fallegt hár?”
Vegna þess að þaö er svo þægi-
legt.
Allt sem ég geri er þægilegt og
hentugt. Skraddarasaumaðar
draktir og skyrtublússur.
Eg leit á hendur mínar. Langir
sterkir fingur meö stuttar neglur,
án naglalakks. Einnig þær voru
hentugar.
„Hvers vegna notar þú lága
hæla og svona leiðinlega sterka
skó, þú sem hefur svo fallega fót-
leggi,” sagðir þú lika. Nú strauk ég
yfir þá og mundi aö þaö varst þú
sem haföir fengið mig til aö nota
silkisokka.
Þú komst inn á skrifstofuna
mína einn daginn. Ég hafði óskaö
eftir nýjum aöstoöarmanni og þú
varst meö meðmælabréf frá vini
pabba. Þú hafðir alla þá kosti sem
ég sóttist eftir, sagðir þú. Þú yfir-
gafst gamla fyrirtækiö þitt af þv>'
Vilt þú geta sest i heitan bíl
á ísköldum vetrarmorgni?
I áraraðir hafa íslenskir Þegar þú kemur út
vöruflutninga- og vinnu- köldum vetrarmorgnum,
vélastjórnendur notað hefur DEFA séð um að
DEFA-hitunarkerfið. Nú er hafa bifreiðina tilbúna til
komið að hinum almenna notkunar. Þú kemur að
bileiganda aö kynnast bílnum upphituðum, rúð-
kostum DEFA. urnar eru íslausar, raf-
geymirinn er fullhlaðin og
vélarhitarinn gerir gang-
setninguna auövelda. Þú
ekur strax af stað og með
öllu áhyggjulaus. Er hægt
að hugsa sér nokkuö betra
eöa þægilegra?
skynsamieg
þægindum og
DEFA er
fjárfesting
öryggi.
Allar nánari upplýsingar
fást hjá sölumönnum okk-
ar.
U
st h.f
gnau
Síðumúla 7-9, sími 82722.
Örugg gangsetning allt áriö með DEFA-hitunarkerfinu.
O Hleðslutæki
© Inniloftshitari
© Vélarhitari
o Tímarofi
22 Vikan 7- tbl.