Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 23

Vikan - 17.02.1983, Side 23
Il> •• " . • . •• .V-* T • ,V' . , • . '7 *. • - I i . Si að það voru ekki framtíðarmögu- leikar þar. Þaö voru framtíðar- möguleikar hjá mér. Ég kláraöi ekki allt einsömul og strax skildi ég að það var hægt aö styðja sig við breiöu axlirnar þínar. Þar til þá hafði ég ekki haft tíma til að kynnast öðrum mönnum en útsendurum frá öðrum fyrir- tækjum. Hvað sástu við mig? Duglegu viðskiptakonuna sem haföi haldið áfram þar sem faðir hennar haföi hætt þegar hann dó. Hvaösérðunúna? Bréfið mitt átti að opna augun þín. Nú lá þaö útbreitt, blaö fyrir blaö, fyrir fótum mínum og með tánni á skónum ýtti ég því í áttina að eldinum. Sá hvernig eldurinn náði tökunum. Eitt af blöðunum, það síöasta, reisti sig upp á móti mér, mótmælti, að mér sýndist, og ég sá eitt orð hrópa til mín áöur en þaö varð að ösku. Einmanaleiki. Samankrumpnir afgangar sigu saman fyrir fram glóandi kubb- ana af perutrénu. Síðan datt það sundur og varð aö ösku. Þaö var þá sem þú komst... Þú hafðir hringt dyrabjöllunni og ég hafði ekki heyrt þaö. Þú hafðir gengið hringinn í kringum húsiö og farið inn um garðshliðið og nú gekkstu inn um opnar svala- dyrnar. Það var þess vegna sem hafði fariö hrollur um mig. Ég hafði setið meö vorkuldann í bakið og brennt andlitið viö arineldinn. Þú haföir verið í sunnudags- göngutúr í skóginum og leist inn á leið til bæjarins. Vonaðist til að ég mundi bjóða þér í mat. Þú varst líka einmana og hræddist kyrrð- ina í einsetuíbúöinni. Sunnudagar eru langir dagar fyrir þá sem eru einsamlir. Þú gekkst að barnum og blandaöir einn drykk fyrir þig, eins og þú varst vanur, og þú tókst meö eitt glas fyrir mig. Þú hafðir oröiö húsvanur síöasta árið, eins og þú varst á skrifstofunni. Stúlkurnar mínar spurðu þig um hluti sem þær höfðu áður spurt mig um. Þú settist á skemilinn fyrir framan arininn og byrjaðir að skara í eldinn. Það var sæt lykt af perutrénu, angan af ávöxtum sem þaö mundi ekki bera í ár, eins og hinn þurri stofn hefði haldið ein- hverju af krafti sínum. Þú rótaðir í leifum ástaroröanna sem höfðu eyöilagt sig sjálf. Og þú vissir ekki að þú rótaöir í hlut sem skipti þig máli. Það var þá sem svaladyrnar opnuðust aftur og ískaldur vindur kom inn frá garöinum og blés í deyjandi eldinn og þú fékkst enn meiri ösku í ljósa hárið þitt. Þig sveið í augun og þau urðu full af tárum. Þú reist á fætur til að loka dyrunum sem þú hafðir ekki lokað almennilega og ég tók umslagiö, sem lá enn á gólfinu meö bakhlið- ina upp, og kastaði því í eldinn. Oröin mín, hugsaði ég. Þau náöu þér þrátt fyrir allt, þau liggja í hárinu þínu, móti enninu, grá á móti því gráa í augunum þínum. Enþú sérð þauekki. — Brennirðu bréf? spurðir þú þegar þú komst til baka og sást umslagið og ég brosti af því að þú varst orðinn minni maður og meiri strákur með öskuna í hárinu og merki um tár á kinnunum. Eg var ekki hrædd við þig lengur. Þú vaktir ekki ótta hjá mér eins og áöur fyrr. Eg gat horft á gráu peysuna þína sem sýndi axlir þínar og breiöa bringuna. Eg sá sterku fótleggina þína og löngu lærin þín í þröngu buxunum. Eg fann hitann frá líkama þínum og lyktina af blautu hnakkahári, tóbaki, svita og skóg, allt blandað saman í eitthvaö ógreinanlegt, eins og lyktin er af mönnum sem koma heim úr þreytandi göngu- túr. Eg heföi getað látið mig renna af stólnum og lagt ennið á móti hnjánum þínum en ég er ekki eins köld í gerðum sem í orðum. — Hvers konar bréf var það? spurðir þú forvitnislega, eins og þú ert vanur þegar ég er öðruvísi en þú átt að venjast. — Astarbréf, sagði ég. Þú leistámig,hissa. Það var aövörun. Þú varðst hissa yfir því aö einhver gæti skrifað ástarbréf til mín. Þú hélst aö það væri bréf til min, ekki frá mér. Hverjum gat ég skrifað? Já, hverjum? — Særöi þaö þig? spurðir þu. — Kannski. Þú varðst hugsi, afar hugsi. — Astarbréf á aö vera fallegt, sagðir þú og náðir í pípuna þína. Nú vissi ég að þú tókst þér það nær en þú vildir vera láta og ég vissi aö þú mundir halda áfram aö spyrja. Þaö er hluti af strákslegum töfrum þínum að þú hefur ekki vit á aö spyrja ekki of mikið — aö minnsta kosti ekki þegar um er að ræða einhvern sem er þér kær og mér hefur skilist að ég sé það. „Síðan mamma dó hef ég ekki verið bundinn nokkrum eins og þér,” sagðir þú nýlega. — Það var fallegt, sagöi ég. — 011 bréf eru falleg þegar þau opin- bera sendandann. Maöur gefur meira af sjálfum sér í bréfi en 1 orðum, sem eru sögö, vegna þess að maður hræðist ekki sina eigin rödd. — Það kunna ekki allir að fara meö penna, sagðir þú. — Hjá mér veröur þaö bara símskeytastíll. — Það er háttur nútimans, sagði ég. — I gamla daga var maöur vanur listinni aö skrifa bréf. I dag eru bréfaskrifarar orðnir að höfundum. — Hvaðskrifaði hann? Eg brosti aftur. Allt varö svo einfalt núna, ég gat geymt mig á bak viö ókunnugt bak. Eg hallaði höföinu að stólbakinu. Nú komu orðin aftui- til mm, fra gloðunum, frá röku hári þínu, frá augum þínum sem horfðu áhugasöm á mig. Þau höfðu bara oröiö enn heitari eftir ferðina í eldglæðurnar. Þaö var á meðan ég endurtók þau að mér skildist að þau gætu eins verið sögð af manni til konu. Þegar ég hætti sastu kyrr, án þess að hreyfa þig, og ég opnaði augun sem ég haföi lokað augna- blik til aö leyna hamingju minni. Þú hafðir fengið lit í kinnarnar og eitthvaö af hita eldsins í augun. Þú andaöir þungt, eins og eitthvað berðist um í brjósti þínu, næstum eins og orðin mín hefðu leyst ein- hvernhnúthjáþér. . uj Eg leyföi mér að vona. Lj Þýðing: Lilja VIDEOLEIGAN VESTURGÖTU 17, SÍM117599. Góðar myndir með ís/enskum texta fyrir VHS og Betamax. ' ’> I, 'l!» RAiNi » RNiiR i:\iiviiiViVi V V ■ HANNA< SCHYGULLA m Wl ÍŒglj mtv. 31 - r Se/jum einnig óáteknar spó/ur. Sérlegar góðar barnamyndir með íslenskum texta. 7. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.