Vikan - 17.02.1983, Side 28
Mér fannst stórkostlegt aö koma
til New York enda held ég aö borgin
hafi mikil áhrif á fólk sem kemur
þangað í fyrsta skipti. Fordhjónin
eru mjög góöir gestgjafar og gættu
okkar stúlknanna mjög vel alveg frá
því aö viö stigum út úr flugvél á
Kennedyflugvelli. Jerry Ford sótti
mig út á flugvöll og þaðan var farið á
heimili þeirra hjóna og þar beið
góður matur. Eftir ánægjulegt kvöld
vorum viö stúlkurnar leystar út meö
blómum og komnar á hóteliö okkar
um miðnætti, eins og alltaf þessa
daga í New York.
Annan daginn í stórborginni fórum
viö í skoðunarferð. Viö höföum meö
okkur góðan fararstjóra og einnig
var Lacey Ford með í feröinni. Viö
skoðuðum til dæmis Kínahverfiö og
ftalska hverfiö ásamt öörum merk-
um stööum.
Mestur tíminn fór aö sjálfsögöu í
aö undirbúa okkur fyrir sjónvarps-
þáttinn sem geröur var um keppn-
ina. Honum var sjónvarpað um öll
Hún heitir Inga Bryndís Jónsdóttir
og er frá Akureyri. Þaö var einmitt
hún sem varð fyrsti fulltrúi íslands í
keppninni ,,The Face of The 80's",
eöa Ford-keppninni eins og viö nefn-
um þessa Ijósmyndafyrirsætukeppni
sem þau hjón Eileen og Jerry Ford
standa aö í um tuttugu löndum.
Nú höfum við þegar fariö af staö
með keppnina í annaö sinn hér á
landi og eins og í fyrra sýna stúlkur
henni mikinn áhuga. Þau Fordhjón
leita aö stúlkum sem myndast vel og
hafa áhuga á aö vinna sem Ijós-
myndafyrirsætur erlendis um lengri
eöa skemmri tíma.
Þaö var ekki auðvelt aö velja sig-
urvegara í keppninni í fyrra. Lacey
Ford, dóttir þeirra hjóna, kom hing-
aö til lands og valdi stúlkuna. ,,Mér
datt ekki í hug aö ég myndi vinna
þessa keppni," sagöi Inga Bryndís.
,,Daginn fyrir úrslitakvöldiö hringdi
ég til Reykjavíkur og sagðist ekki
geta komiö, enda fannst mér þaö
óþarfi. Ég vissi líka aö þaö kom sér
frekar illa fyrir vinnuveitanda minn.
En eftir símtaliö suöur fór mig aö
gruna ýmislegt vegna þess hve mikil
áhersla var lögð á aö ég kæmi.
nga Bryndís
Ljósmyndir: Douglas Hopkins/New York
Texti: Katrín Pálsdóttir
28 Vikan 7. tbl.